Lögberg - 16.04.1959, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. APRÍL 1959
Frét+ir frá Gimli. 6. apríl, 1959
Úr borg og byggð
Sumarmálasamkomur
Ánægjulegt er það hve fast
íslendingar halda við hinn
gamla og góða íslenzka sið að
fagna sumri. Sumarmálasam-
komur verða haldnar á þess-
um stöðum:
Winnipeg í Fyrstu lúlersku
kirkju — sjá auglýsingu í
þessu blaði.
Winnipeg í kirkju Sam-
bandssafnaðar á Sargent og
Banning þ. 23. þ.m. kl. 8 e.h.
Kvenfélag safnaðarins efnir
til samkomunnar og hefir náð
í ágæt prógram, sem nánar
verður uaglýst. Geta má þó
þess hér, að ræðumaður
kvöldsins verður Heimir Þor-
grímsson, og frumort kvæði
flytur Davíð Björnsson. —
Myndir frá íslandi verða
sýndar, er hér hafa ekki verið
sýndar fyr og margt fleira
verður þar á boðstólum til
fróðleiks og skemmtunra.
Selkirk, x samkomuhúsi
Selkirk safnaðar miðvikudag-
inn 22. apríl undir umsjón
lúterska kvenfélagsins. Mrs.
Kristín Johnson frá Winnipeg
sýnir myndir og fleira verður
til skemmtunar. Ókeypis veit-
ingar, en samskot verða tekin.
Byrjar kl. 8.
Lundar í lútersku kirkjunni
á fimmtudaginn 23. apríl kl. 8
að kveldi undir umsjón Þjóð-
ræknisdeildrainnar Lundar.
Til skemmtunar verða ræðu-
höld, söngur og myndasýning.
Samskot tekin til styrktar ís-
lenzku vikublöðunum.
☆
VEITIÐ ATHYGLI
auglýsingunni á þessari
blaðsíðu um smáhúsaíbúðir
fyrir aldrað fólk. Áríðandi er
fyrir nefndina að vita sem
fyrst, hvort fólk hefir áhuga
fyrir að þessar íbúðir, sem
munu fást fyrir frámunalega
lága leigu, verði reistar. Þeir
sem hugsa til þessara íbúða
eru beðnir að klippa auglýs-
inguna úr blaðinu, skrifa á
hana nafn sitt og heimilisfang
cg senda til TREASURER,
Betel Holding Company Ltd.,
123 Princess St., Winnipeg 2,
Manitoba.
Dr. V. B. Kernested, sonur
Mr. og Mrs. Carl Kernested,
er búa við Oakview og eru
póstmeistarar þar, var kjörinn
varaforseti Manitoba Veterin-
ary Medical Association á 69.
ársþingi félagsins, sem haldið
var í vetur. Dr. Kernested
rekur Stonewall Veterinary
Service í félagi með Dr.
Pickell.
☆
Gull Harbour bryggjan
Tilkynnt hefir verið, að
byggingarfélagi í St. Boniface,
McCaw & McaDonald Ltd.
hafi verið veitt verkið að
lengja bryggjuna í Gull Har-
bour; áætlaður kostnaður
$47,800, var það lægsta til-
boðið, er gert var. Gert er ráð
fyrir að verkinu verði lokið
31. marz 1960. Gull Harbour
er á norðurenda Mikleyjar.
Er þar ein bezta höfnin á
vatninu; ennfremur. er þar
sumrabústaðahverfi, s e m
margir sækja.
☆
Evergreen School Division
Þetta miðskóla umdæmi
nær yfir mestallt Nýja-ísland.
Kosning skólaráðsmanna fór
þar ffam sem annars staðar í
fylkinu 31. marz, og hlutu
þessir kosningu: Kris Thorar-
inson, Riverton, í Ward 1;
Sigurður Wopnford, Arborg, í
Ward 2; J. Wurbeniuk, Fraser-
wood, í Ward 3; Adam Kasup-
ski og Dr. A. B. Ingimundson,
Gimli, í Ward 4 og Phillip
Zaborosky, Winnipeg Beach, í
Ward 5. Kjörtímabili sumra
þessara manna lýkur 31. des-
ember 1960 og annara 31. des-
ember 1961. í framtíðinni
verður helmingur skólaráðs-
manna kjörinn á hverju ári
fyrir tveggja ára tímabil. —
Skólanefndin tók til starfa 1.
apríl.
☆
Séra John Fullmer, sem um
skeið hefir þjónað Gimlisöfn-
uði og Betel og öðrum lútersk-
um söfnuðum umhverfis hefir
nú látið af embætti. Flutti
hann sína síðustu guðsþjón-
ustu á Gimli á sunnudaginn
12. apríl. Honum var haldið
kveðjusamsæti á föstudags-
kvöldið áður en hann fór.
ME SSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
A ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Allir ævinlega velkomnir
— DÁNARFREGNIR —
Sveinbjörn Erickson frá
Winnipeg Beach andaðist á
Johnson Memorial spítalanum
á Gimli á laugardaginn 4.
apríl, 81 árs að aldri. Hann
var um langt skeið starfsmað-
ur hjá C.P.R., en lét af starfi
1943. Hann lifa kona hans,
Alexandria, — tveir synir,
Tryggvi og Edward; fimm
dætur, Mrs. S. Thompson,
Selkirk, Mrs. L. Thorsteinson,
Mrs. V. Newsham, Mrs. S.
Stevens og Mrs. Lois Hart; 15
barnabörn og 5 barna-brana-
börn.
☆
Mrs. Ina Olafson, 214 Par-
view St., St. James, Man. dó
á fimmtudaginn 9. apríl. Hana
lifa eiginmaður hennar, Al-
bert M. Olafson, sonur John;
tvær dætur Helen og Susan;
móðir hennar, Mrs. Helen
Helm; og tvær systur Mrs.
William Cramp og Mrs.
Geroge K. Robertson. Hún var
jarðsungin á mánudaginn af
séra Eric H. Sigmar.
☆
Leo Sveinn Magnússon, eig-
andi smjörgerðarhúss í Tre-
herne, Manitoba, varð bráð-
kvaddur 3. apríl. Hann var
fæddur í Winnipegosis, en
fluttist til Inwood 1929, þar
sem hann vann við smjörgerð;
hann stjórnaði smjörgerðar-
fyrirtæki í Teulon frá 1935 til
1945 er hann fluttist til Tre-
herne og átti þar heima síðan.
Hann lifa ekkja hans, Kay;
tvær dætur, Mrs. Gaile Van
Achte og Maureen; sonur
John; þrjár systur, Mrs. A.
McNab, Vancouver, Mrs. R.
Burley, Inwood og Mrs. L.
Burrill, Winnipegosis; þrír
bræður, Mike og Felix í Win-
nipegosis og Fred í Winnipeg.
☆
Thorkell Jónsson (Charlie)
Clemens andaðist að heimili
sínu í Ashern á laugardaginn
11. apríl eftir langvarandi
sjúkdómsstríð, 76 ára að aldri.
Hann fluttist með foreldrum
Á bæjarráðsfundi, sem hald
inn var 10. mraz s.l. var sam-
þykkt að veita tvö hundruð
og fimmtíu dali til Kinsmen
Club á Gimli. Það á að ganga
upp í kostnað við lífvarðar-
stöðu (lifeguard) við Gimli-
vatnsströndina yfir sumarið
1959. Samþykkt var borgun
reikninga að upphæð $12,-
087.52, sem borgaðir höfðu
verið í febrúar. Samþykkt
var að Gimlibær flýti klukk-
unni í samræmi við Winnipeg-
borg; einnig að sá tími hald-
ist þar til Winnipegbúar setja
klukkur sínar aftur á réttan
tíma.
----0----
Pálmasunnudag fimmtánda
marz voru' þessi ungmenni
fermd í lútersku kirkjunni á
Gimli: Patty Arnason, Silvia
Dixon, Carol Eyolfson, Elaine
Johnson, Muriel Magnússon,
C a r o 1 y n Martin, Barney
Stevens, L i n d a Stevens,
Marian Valdgardson, Lily
Kernested, Emil Kernested og
Bob Meckling; þrjú þau síðast
nefndu eru frá Husavick.
----0----
Mr. Alex Gilchrist’s Cana-
dian Musical Review frá
sínum frá íslandi til Chicago
árði 1884 og til Manitoba 1898;
hann átti heima í Ashern síð-
ustu 42 árin; rak þar verzlun
í mörg ár, en síðustu 12 árin
útfararstofu. Hann tók mikinn
þátt í félagslífi bæjarins; var
formaður og ritari skólaráðs-
ins í mörg ár; var einn af
stofnendum Grace lútersku
kirkjunnar og heiðursfélagi í
I.O.O.F. Hann lifa kona haná,
Laura Guðrún, stjúpdóttir,
Mrs. Margaret Le Blanq; tveir
stjúpsynir, Arnold B. Arnason
Lawrence G. Arnason; einn
bróðir, Paul M. og bróður-
sonur Paul H. Clemens. —
Kveðjuathöfn fór fram frá
Bardals á miðvikudaginn, og
í Grace kirkjunni að Ashern
á fimmtudaginn; jarðsett var
í grafreitnum þar. — Rev. E.
Rode flutti kveðjuorðin.
Winnipeg, heimsóttu Betel á
miðvikudagskvöldið 18. marz.
Með þessum skemmtiflokk
voru mörg börn, sem
skemmtu með dansleikjum
(Tap dance), leikfimi (Acro-
bat), einleik á hormoniku og
tvídansi (dance duet), — einn-
ig söng Adam McAdam Rock
and Roll söngva. Kathy
Barbour lék einleik á píanó.
Mr Percy Stranger skemmti
með sjónhverfingum. Síðast
skemmtu börnin með dans-
leik. — Miss S. Hjartarson
flutti þakkarávarp til gest-
anna.
----0----
Dr. V. J. Eylands og frú
komu til Betel á annan í
páskum (Easter Monday). —
Séra Eylands flutti íslenzka
páskamessu. Forstöðukonan
og vistfólk þakkar prests-
hiónunum innilega fyrir kom-
una .
----0----
Mr. og Mrs. Harold Bjarna-
son komu úr skemmtilegu
ferðalagi viku af marz. Þau
dvöldu lengst í Victoria, B.C.,
en ferðust til Bandríkjanna
og víðar um vestur á strönd-
inni.
----0----
Mrs. Sylvia Kardal og May
dóttir hennar komu til Gimli
20. marz. Þær fóru heim til
St. Paul, Minn. fyrir páskana.
----0----
Systurnar Miss Magnúsína
og Júlíana Halldórsson höfðu
heimboð að heimili sínu s.l.
föstudagskvöld. Miss J. V.
Thordarson var þ'ar með
myndavél og sýndi mikið af
myndum frá Evrópulöndun-
um, sem hún og Mrs. Robert
Tergesen ferðuðust um sum-
arið 1957; skemmtu þær báðar
með því að útskýra myndirn-
ar og gáfu gestunum með því
tækifæri til að ferðast með
þeim í huganum. Eftir rausn-
arlegar veitingar var gestun-
um að endingu lofað að heyra
marga íslenzka söngva af
hljómplötum. — Þökk fyrir
skemmtilega kvöldstund.
Mrs. Krislín Thorsteinsson
SENIOR CITIZENS BUNGALOW APARTMENTS
This project planned for the Town of Gimli. Modern
Suites. Consisting of Living Room, Bed Room, Kit-
chenette and Bathroom. Each unit will be fully serviced
with Stove and Refrigerator.
Monthly rental for this De-Luxe accommodations will
be approximately $35.00 per month for couples.
SMÁHÚSAÍBÚÐIR FYRIR ELDRA FÓLK
í ráði er að reisa nokkur smáhús (bungalows) á Gimli,
ef eftirspurn reynist nægileg. Það yrðu íbúðir af nýjustu
gerð með setustofu, svefnherbergi, litlu eldhúsi og bað-
herbergi, og í hverju húsi eldavél og kæliskápur.
Mánaðarleiga fyrir þessar lúxus-íbúðir yrði um $35.00
fyrir hjón.
TO:
TREASURER,
Betel Holding Co. Ltd.,
123 Princess St., Winnipeg 2, Man.
FROM:
I am interested in the low-cost bungalows.
Name
Address ........................
Sumarmálasamkoma
Kvenfélags Fyrstu lútersku kirkju verður haldin
fimmtudaginn 23. apríl klukkan 8.15 e. h.
í lútersku kirkjunni.
SKEMMTISKRÁ:
O CANADA
ÁVARP FORSETA Rev. V. J. Eylands, D.D.
FJÓRRADDAÐUR SÖNGUR
ÁVARP Próf. Haraldur Bessason
EINSÖNGUR Miss Lóa Davidson
UPPLESTUR Guðríður Erlendsdóttir
FJÓRRADDAÐUR SÖNGUR
ELDGAMLA ISAFOLD — GOD SAVE THE QUEEN
Við hljóðfærið MRS. BJÖRG ÍSFELD
Samskot tekin við dyrnar.
Veitingra handa öllum í neðri sal kirkjunnar á eftir.