Lögberg - 16.04.1959, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. APRIL 1959
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
ÞAR SEM
BRIMALDAN
BROTNAR
„Það lítur út fyrir, að þið ætlið að rýja mig inn
að skyrtunni“, sagði Jóhann gamli. „Þú ættir að
geta látið þér lynda það, sem þú hefur á fóðrum.
Það er hreint ekki svo lítið. Og svo ertu ein-
hleypur. Það er munur eða Hallur. Hann er nú
búinn að binda sér hjúskaparbaggann og líklega
verður hann honum nokkuð þungur. Þetta er
bráðónýt bölvuð dræsa, sem ekki hugsar um
neitt annað en sjálfa sig“.
„Ert þú fyrst að sjá það núna, ða hún er ekki
dugleg“, sagði Gunnaí og glotti illkvittnislega.
„Gott á meðan Hallur kemur ekki auga á það“.
„Ég sá það strax fyrsta daginn, að hún var
engin manneskja fyrir Hall“.
„Hún er alveg ágæt handa honum. En það kem-
ur mér lítið við. Ég vil aðeins fá jafnmargar ær
og þú lézt hann fá. Annars er ég farinn. Nú er
nóg pláss á Hvanná fyrir mig og hefur alltaf
verið“.
„Þú ert bölvaður asni og hefur alltaf verið það“,
sagði gamli maðurinn fokvondur.
„Þú gerðir mig að þeim ræfli, sem ég er“, sagði
Gunnar.
„Ónei, þú varst fæddur asni“.
„Þá þarf ekki að búast við mér betri“.
„Því reyndirðu ekki að ná í Pálu. Þá hefðuð
þið getað farið að búa á hálflendunni. Ég veit, að
hún hefði orðið okkur góð tegndadóttir".
„Hún sá mig ekki fyrir Halli, frekar en aðrir“,
sagði Gunnar. „Það var hann, sem vakti allra að-
dáun. Það fýkur ekki að þér að búa á móti honum,
þó að ég fari“.
Þá sneri gamli maðurinn sér undan og ruddi úr
sér heilmikilli runu af blótsyrðum. Hann gekk
heim til bæjar til að segja konu sinni, hvernig
synirnir kæmu fram við sig, ætluðu hreint og
beint að gera sig öreiga. Þóreyju fannst, að ó-
mögulegt væri að missa Gunnar af heimilinu.
Það yrði til þess að kollvarpa öllum búskapnum,
ef hann færi. Það hefði verið nógu erfitt að missa
Pálínu, þó að hann færi ekki líka. En hún væri
alltaf að vona, að hún kæmi aftur, þegar hún
væri búin að fá góða heilsu.
„Það gengur víst ekkert að henni nema það,
að hún getur keki litið Hall réttu auga. Það eru
þessir bölvaðir keipar í kvenfólki. Það má ekki
snerta þær, þá búast þær við hjónabandi um leið.
En náttúrlega hefði hún ekkert verið lakari en
þessi klessa, sem hann sat uppi með“.
Daginn eftir fékk Gunnar ærnar.
„Þú getur varla sagt, að þú vinnir kauplaust
næsta ár“, sagði Jóhann og svipur hans var í
þyngsta lagi.
„Það hef ég heldur ekki ætlað mér“, sagði
Gunnar. „Ég sat helzt til lengi út í horni yfir
skófnapottinum hjá ykkur, meðan ég gat ekki
borið hönd fyrir höfuð mér. Nú er kominn tími
til að jafna sakirnar".
„Alltaf lætur þú það klingja, bölvaðurinn orm-
urinn“, sagði faðir hans. „Þú ættir að hætta því.
Þóreyju svíður undan því“.
„Það gerir ekkert til“, sagði Gunnar. „Ég vona,
að þig eigi eftir að svíða líka“.
„Það þykir mér ólíklegt. Ég er ekki mjög við-
kværnur", sagði hann. En samt leið honum illa
undir ásökunum hans. Og oft óskaði hann þess
með sjálfum sér, að hann hefði verið betri við
hann í æskunni.
MÓÐURGLEÐI OG BÚSKAPARBASL
Úr sumarmálum varð að flytja ungu konuna inn
á Breiðasand. Hún ætlaði ekki að fæða frumburð
sinn annars staðar en undir læknishendi. Hún
var flutt á stóra skipinu og tengdafaðir hennar
stýrði eins og vanalega. Það þurfti að fara í kaup-
staðinn, hvort sem var. Þórey fór líka inn eftir,
mest til að finna Pálínu. En hún var þá komin
fram í sveit í vorvinnu. Svo lítið gagn var nú að
því ferðalagi.
Mánuði seinna þurfti að gera aðra ferð inn eftir
til að ná henni. Þá voru að byrja mestu vor-
annirnar. Jóhann sagðist því ekki geta farið inn
eftir, en Hallur mætti fá bátinn. Það hlyti að
vera hægt að flytja hana á honum út eftir, því
að hann þóttist vita, að nágrannarnir væru jafn
uppteknir og hann, og því lítil von til þess að fá
svo marga menn á skipið, sem þurfti. En Þóreyju
fanst það alveg ómögulegt ferðalag, ef maður
hennar sæti ekki við stýrið. Svo var traust hennar
mikið á formannshæfileikum hans. Hún sagðist
aldrei hafa séð ýtt út úr víkinni undir annarra
stjórn en hans. Hún ætlaði heldur að reyna að
líta eftir lambfénu sjálf með Stínu þennan dag,
svo að þeir gætu farið. Það varð því endirinn á
allri ráðagerðinni, ða feðgamir fóru allir- ásamt
Grími á Hvanná og Grænastekksfeðgum. Þeir
voru heppnir með sjóveðrið, og komu aftur um
nóttina. Maríanna var ósköp fegin að vera komin
heim aftur, þó hafði henni náttúrlega liðið ákaf-
lega vel inn frá, verið boðið í öll fínustu húsin.
Og svo höfðu alltaf verið sífelldar heimsóknir
til hennar sjálfrar, eftir að hún fór að frískast, til
þess að sjá drenginn. Allir höfðu lokið upp einum
munni um það, að þeir hefðu aldrei séð eins fallegt
barn. Það var búið að skíra hann Tómas eftir
sýslumanninum, langafa hans. Það var hreint ekki
svo lítið, sem honum hafði verið gefið á skírnar-
daginn hans.
„Ég er nú alveg hissa, að þú skyldir kunna við
að láta skíra hann án þess að pabbi hans væri við-
staddur“, sagði Þórey.
„Það er alvanalegt fyrir sunnan. Þar eru feðurn-
ir svo oft á sjónum. En svo ætla ég mér að halda
veizlu hér heima bráðlega“, sagði Maríanna, og
það gerði hún.
Það var boðið fjölskyldunni frá Grænastekk og
Grími á Hvanná og móður hans. Hún kom samt
ekki. Maríanna gaf tengdamóður sinni og Lilju
það í skyn, að Guðrún á Hvanná væri svo öfund-
sjúk yfir láni Halls, því að aumingja Grímur hefði
áreiðanlega haft hug á að verða tengdasonur
Jósefs á Fagranesi. En það væri nú eins og máls-
hátturinn sagði, að ekki væri gott að gera tvo
mága að einni dótturinni.
Hvorug þeirra hafði nokkurn tíma heyrt þess
getið, að Guðrún hefði látið neitt slíkt á sér skilj-
ast. Maríahna kinkaði aðeins kolli drýgindalega.
Það þýddi að hún vissi meira en þær. Þóreyju
leiddist eins og oft áður mont hennar og eigin-
girni. En hún var hrifin af drengnum, og varla
kom sú kona á heimilið, að hún færi ekki með
hana inn til ungu móðurinnar, sem tók brosandi
á móti hverjum gesti og sýndi þeim drenginn og
sagði þeim öllum, að hann væri allur í sína ætt.
Einkanlega líktist hann honum langafa sínum,
honum Tómasi sýslumanni, enda ætti hann að
læra lögfræði og verða sýslumaður þeirra hérna á
Nesinu. En nú færi sig að vanta barnfóstru. Sér
fyndust nú engin vandræði fyrir þær konurnar
hérna í sveitinni að lána dætur sínar til að snúast
í kringum þennan yngissvein. — En nú voru allir
unglingar önnum kafnir og slátturinn á næsta
leiti, og enginn hafði löngun til að lána ungling.
Samt kom þó kona þar einn daginn til að kaupa
sel af gamla bóndanum. Hún var af innsta bæn-
um á Nesinu. Þórey lét tengdadóttur sína vita um
komu hennar. Hún átti aldeilis hrúgu af krökk-
um og eins og allflestir þar við sjóinn. Það væri
reynandi að tala við hana. Hú vorkenndi syni sín-
um þetta sífellda suð um, að hann yrði að útvega
ungling eða þá að taka hreint og beint kaupa-
konu, svo að Helga gæti hjálpað meira í bænum.
Elín hét hún þessi kona, sem Maríanna sótti inn í
eldhúsið til tengdamóður sinnar og bauð henni
að koma fram og líta á litla bóndasoninn. Það
væri nú svolítið eftirlætið á honum þeim dreng,
en hitt væri verra ,að hana vantaði alveg fóstru
til að snúast við hann. — Konan fór fram til að
sjá drenginn. öll fallegu fötin hans og fínu sæng-
urverin voru breidd á hjónarúmið, svo að hún
gæti dáðst að þeim. Svo kom kaffi með fínustu
kökum, sem var þó óvanalegt, því að tengdamóðir
hennar fékk alltaf að hugsa um góðgjörðir handa
gestunum, sem litu þó inn til Maríönnu. Hún
sagðist vita, að Þóreyju leiddist það, ef hún fengi
ekki að veita kaffi eins og hún hefði gert alla
sína tíð. Elín bauð henni strax þrettán ára gamla
dóttur sína.
„Það verður ekki leiðinlegt fyrir hana að læra
myndarskapinn og fínheitin af þessari konu“,
sagði hún við Lilju á Stekknum, sem mætti henni
skammt fyrir sunnan túnið, þegar hún var að
fara. „Hún ætlar líka að kenna henni hekl og
útsaum í vetur. Hún býst nú ekki við að geta það
í sumar. Ég er bara hissa á þér að lána ekki
telpuna þína þangað".
„Það er líklega fyrir það, að ég þekki Maríönnu
í Látravík betur en flestir aðrir. Ég gæti nú svo
sem trúað því, að hún færi að segja henni til við
útsaumsdútl. Sú kona hugsar nú fyrst og fremst
um sjálfa sig og mann sinn og náttúrlega um
krakkann síðan hann fæddist. En drenggreyið
gengur rifinn og svangur er mér óhætt að segja,
ef hún Þórey gæfi honum ekki spón og bita“.
Elín þóttist vita, að þetta væri einhver ná-
grannaurgur í Lilju eða að hún væri gröm yfir
því, að Pálína systurdóttir hennar hlaut ekki
þetta notalega sæti, sem Maríanna sat nú í. Hún
lengdi því ekki samtalið meir. Var aðeins hreykin
yfir að hafa komið dóttur sinni á þetta fína og
góða heimili, áður en aðrar mæður gátu troðið
sínum telpum þangað. En þegar heim kom, var
Fúsi gamli bóndi hennar eins og úthverfur yfir
að missa telpuangann núna, þegar mest var að
gera. Þar að auki sagði hann, að Hallur væri
líklega svipaður föður sínum, sem engri mann-
eskju hefði goldið kaup. Svona var það alltaf
þegar hún ætlaði ða ráða einhverju. „Það hefði
líklega legið fyrir aftan þig að útvega krökkunum
þínum annað eins heimili. Það er nú kannske
ekki einskis vert að fá að læra hekl og útsaum
og fleiri myndarskap ókeypis. Nei, það var það
sem hann vildi, að láta þessi grey þræla heima
hálfsvöng og fá ekkert að sjá annað en baslið og
allsleysið“.
„Ég gæti hugsað mér, að hún lærði þar eitt-
hvað. Við sjáum nú til. Ég hika sjálfsagt ekki við
að taka hana heim, þegar sláttur byrjar, ef hún
kann ekki við sig, eða ég sé, að heni líður ekki
betur þar en heima“, þusaði karlinn.
En fátæka konan tíndi saman álitlegustu fötin
af dætrum sínum, sem heima áttu að sitja, gular
af öfund yfir frama þeim, sem beið Sollu systur
þeirra. í Þeim átti hún að fara út í fínheitin í
Látravík. Þar sem gólfið í hjónahúsinu var hvítt
og fægt eins og mjólkurbytta. Þó var hún skamm-
arlega útbúin hjá henni. Helzt hafði hún viljað
ríða inn í kaupstað og kaupa í alfatnað handa
henni, en hún þorði ekki að minnast á það við
bónda sinn, þegar reiðingurinn lá svona á honum.
Svo var Solla flutt út eftir. Það var elzti bróðir
hennar, sem fór með henni. Hann sagði, að þessi
fína kona hefði tekið ósköp vel á móti þeim, en
ekki hefði sér nú verið boðið lengra en í eldhúsið.
Hann hafði stanzað stutt. Solla hefði verði farin að
þvo plögg úti á hlaði, þegar hann fór.
„Hún hefur þó líklega verið farin úr spariföt-
unum mínum“, sagði Bogga systir hans. Hún hafði
orðið að lána henni skárri kjólinn sinn til að fara
í, því að nú var líka sunnudagur. Næsta sunnudag
reið elzta systirin út eftir til að vita, hvernig
Solla litla hefði það. Hún stóð ekki lengi við,
sagði að Solla væri vitlaus í óyndi og hefði skilið
við sig háskælandi. Það sem meira var, hún hafði
ráðgert að strjúka heim. Nú var móðuripni nóg
boðið. Hún gat ekki skilið svona lagað, að langa
heim í allsleysið og sultinn úr öðrum eins stað.