Alþýðublaðið - 11.08.1960, Blaðsíða 11
Ritstjóri: ön EiKnoi
V-Þýzkaland-KR:
10:0 gat alveg
eins orðið 15:0
„TEKST K31 að sigra Þjóð-
verjana?“ Eitthvað á þessa
leið hljómaði útvarpsauglýsing
frá móttökunefndinni', út yfir
landsbyggðina í fyrrakvöld, i
tilefni aí' þriðja og síðasta leik
þýzku gestanna, sem var við
íslandsmeistarana — KR. Ýms-
i'r voru þeir, sem gert höfðu sér
nokkra von um, að Kft tækist
að minnsta kosti að láta hina
þýzku knattspyrnusnillinga
hafa hitann í haldinu. KR-ingar
hafa sýnt það áður, að þeir gef-
ast ekki upp þó á móti blási og
eflast gjarnan við erfiðleilka. Er
skemmst að minnast hversu vel
þeir náðu sér á strik við Arsenal
—Akranes í sumar, þegar allt
virtist í óefni komið og staðan
var eftir fyrra hálfleikinn 4:1,
en leiknum lauk með jafntefli
5:5.
En þvf miður var ekki svo, að
móttökunefndin fengi jákvætt
svar við spurningu sinni. Það
var eitthvað annað. Þjóðverjarn
ir gengu með einhvern þann
mesta sigur af hólmi í keppni
við íslenzkt lið fyrr og síðar.
Sigur, sem aðeins er hægt að
jafna til sigurs Lokomotiv á sín
um tíma yfir liði einnig frá KR.
Leikslokin þá 13:2 eru íslenzk-
um knattspyrnuunnendum
lengi minnisstæð og 10:0 nú
munu ekki síður verða þeim eft-
irminnilegar tölur.
Úrslitin og mörkin tala sínu
máli, fjögur í fyrri hálfleik og
Bjarni Felixsson og hinn snjalli Tiwe Seeler.
sex í þeim síðari og núll á
hina hlið. Vissulega ber þó að
taka ti'llit til þess, að annars
vegar eru vel skólaðir atvinnu-
menn, en hins vegar meira og
minna agalitlir áhugamenn. í
þessu sambandi má samt mi'nna
á, að Akurnesingum tó'kst þó að
halda sínum hlut furðu góðum,
í sinni keppni við flesta þessa
sömu menn, að minnsta kosti
að því er til markanna tók. Leik
glaðir og dugandi áhugamenn
haí'a líka oft á tíðum velgt at-
vinnumönnunum undir uggum,
og það gerðu Akurnesingarnir
vissulega í sínum leik vi'ð þessa
þýzku snillinga.
Það er út af fyrir sig ekki á-
stæða til að fara að rekja gang
lei'ksins ýtarlega, mörkin tíu
tala þar skýrast máli. En fyrri
hálfleiknum lauk eins og áður
segir með fjórum mörkum gegn
engu. Það fyrsta kom þegar á
4. mínútu. Það skoraði' h. fram-
vörðurinn með góðu skoti. Rétt
á eftir var KR-markið aftur í
yfirvofandi hættu, er Hörður
ætlaði að senda knöttinn ti'l
Framhald á 10. síðu.
Bikarkeppnin hefst í kvöld:
Þá leika KR(B)
- Fram(B)
í KVÖLD hefst bikarkeppni
K.S.Í., hin _ fyrsta í röðinni,
með leik B-liða K.R. og Fram
á Melavellinum kl. 20,30.
í keppni þessari taka þátt 16
lið frá 11 aðilum, en 5 aðil-
snna senda 2 lið, K.R., Fram,
Valur, Þróttur og ÍA. Er keppni
þessi hrein útsláttarkeppni og
fellur það lið, sem tapar leik,
úr keppninni. Gerir það leik-
ina miklu skemmtilegri og tví-
sýnni, þar sem liðin liggja ekki
á liði sínu til þess að halda á-
fram í keppninni.
Kepninni er skipt í fcr-
keppni og aðalkeppni. í for-
keppninni taka þátt B-liðin og
2. deildar liðin og leika um 3.
TTwomiVioIíI n "I A níXaa
Kaupmannahöfn, 10. ágúst.
(NTB-RB).
DANIB sigruðu Finna í lands
leik í knattspyrnú í kvöld með
2 mörkum gegn 1. — Finnar
tóku forystu í leiknum með 1:0
eftir 3 mínútur, en það var sjálfs
mark Paul Jensen, fyrirliða
Dana,. Harald Nielsen jafnaði á
35. mín; en sigurmarkið skoraði
einnig Nielsen þegar 13 mín.
voru af síðarj hálfleik.
Hilmar og Jón
valdir til Rómar
Á FUNDI Olympíuneíndar
íslands í gær var samþykkt til-
laga frá FrjálsíþróttasambamU
íslands um að velja eftirtalda í-
þróttmenn til keppni á Olymp-
íuleikunum í Róm: Jón Péturs-
son, KR og Hilmar Þorbjörcs-
son, Árm.
Jafnframt var samþykkt sam-
kvæmt beiðni Frjálsiþróttasam-
bandsins ,að senda þjálfara með
frjálsflþróttamönnunum, sem
jafnframt yrðj flokksstjóri. —
Stjórn FRÍ var falið að tilnefna
mann til þessara starfa.
Enníremur var ákveðið eftir
ósk FRÍ, að halda opinni leið
til þátttöku í 110 m. grinda-
hlaupi til 14. þ m.
Gylfi 62,46^1.
sigrar á M.í. — 10,4.
í FYRRADAG bastaði Gylfi
S. Gunnarsson, ÍR, spjóti 62,46
m., sem er hans bezti árangxir
og næsfbezta spjótkastsafrek
íslendings á þessu ári, Gylfi
ntfí Q vfíl* íirt
ÞÝZKI knattspyrnusnill-
ingurinn Seeler skoraði 4
af mörkum Þjóðverjanna
gegn KR í fyrrakvöld og
hér sést hann skora fjórða
markið. (Ljósm.: J. Vil-
berg).
Alþýðublaðið — 11. ágúst 1960 H