Alþýðublaðið - 16.08.1960, Qupperneq 14
£ramhald af 4. síðn.
nú hetja „hins gamla varðar“
í flokknum, sem átti marga
fulltrúa á þinginu. Þó að Eis-
enhower væri frambjóðandi
hins. frjálslynda arms flokks-
ins árið 1952 og ynni yfir-
gnæfandi sigur yfir Robert
Taft, talsmanni gamla varð-
arins, hefur hin rótgróna í-
haldssemi í afstöðu forsetans
til félags- og efnahagsmála
síðan komið svo skýrt í Ijós,
að Taft — sem þó gerði sér
Ijóst, að hann var uppi um
miðja 20. öld — virtist blátt
áfram vera frjálsyndur.
Það var Nixon, vara-forseti,
sem hafði forustuna um greftr
■un Eisenhower-tímabilsins.
Eins og ailar gerðir Nixons
stjórnaðist þessi af slungnum,
pólitískum útreikningi. íhalds
samur Eisenhower, með sín
óviðjafnanlegu áhrif á fólk í
báðum flokkum, getur unnið
kosningar í USA. En enginn
annar íhaldsmaður mundi
hafa möguleika á að vinna
þær milljónir „óháðra“ og
demókrata, sem repúblikanar
— minnihluta-flokkur í USA
— þurfa til að sigra.
Vegna mikillar ásóknar frá
Nixon var hin íhaldssama
stefnuskrá, sem samin var af
stefnuskrárnefnd, er gamli
vörðurinn hafði meirihluta í,
umsamin til að svara gagn-
rýni Nelsons Rockefellers,
ríkisstjóra í New York, þann-
ig að Nixon hefði betri sigur-
möguleika í New York og öðr-
um iðnaðarfylkjum. Það var
Iíka af þessum sökum, að Nix-
c n krafðist Henry Cabot
Lodge, sendiherra USA hjá
Sameinuðu þjóðunum, sem
vara-forsetaefnis. Sá, sem Eis-
enhower vildi fá í það sæti,
var Robert Anderson, fjár-
málaráðherra, sem forsetinn
metur mikils, vegna þess, að
Anderson deilir með honum
hrifningunni af jafnvægi
tekna og gjalda í fjárlögum
ríldsins, en hann kom aldrei
til greina.
Það er þó að finna lærdóm
ikanar
fyrir báða flokka í hylli
þeirri, sem forsetinn nýtur
enn. Hún stafaði upprunalega
af hlutverki hans í síðari
heimsstyrjöldinni, en í dag
virðist hún fyrst og fremst
byggj ast á því, að nafn hans
er tengt tilrauninni til að
tryggja friðinn. Það geta því
reynzt mistök — og þau mis-
tök, sem Kennedy er líklegri
til að forðast en Nixon — að
heyja kosningabaráttuna, eins
og hún væri barátta við herra
Krústjov. Sennilega sigrar sá
frambjóðandinn, sem gefur
fólkinu mesta von, en ekki um
að hann geti staðið sig vel í
ófrjóum skattyrðum við
Rússa, heldur um að hann
geti komið á árangursríkum
samningaviðræðum við þá.
Hermann
Framhald taf 3. síðu.
nýju, munum við snúa okkur
til stjórnar Bandaríkjanna
og heimtum þá vernd, sem
við eigum kröfu á, — sam-
kvæmt samningi. Ef því er
neitað, ætti ekki að þurfa að
tyggja í þessar þjóðir hvert
hlyti að verða okkar næsta
skref.“
Enn spyrja menn: Af hverju
lét Hermann ekki fylgja þess-
ari stefnu, þegar Bretar réð-
ust fyrst inn í landhelgina,
og hann var sjálfur forsætis-
ráðherx-a? Hvaða annmarka sá
forsætisráðherrann Hermann
Jónasson á þessari stefnu,
sem hinn ábyrgðarlausi stjórn
arandstöðumaður Hermann
nú ekki vill sjá?
Það er augljóst hverjum
heilvita manni, að Bandaríkin
grípa ekki til vopnaviðskipta
við Breta út af íslenzku land-
helgisdeilunni, en mundu
sennilega óska eftir úrskurði
einhvers aðila eins og Haag-
dómstólsins, áður en þeir
svöruðu slíkri ósk. Þetta
skilja Tímamenn eins vel og
aðrir.
Ef farið væri að ráðum
Tímans, mundi það gerast
fljótlega, að ísland yrði varn-
arlaust og gengi úr Atlants-
hafsbandalaginu. Varnar-
keðja hinna frjálsu ríkja væri
rofin, en fslendingar ættu
hvergi höfði sínu að að halla
nema hjá Sovétríkjunum. —
Landhelgismálið væri jafn ó-
leyst eftir sem áður.
Þetta er þá stefna Tímans
í utanríkismálum íslendinga.
Og þetta er nákvæmlega það
sem Sovétríkin vilja, og ís-
lenzkir kommúnistar vinna
leynt og ljóst að.
Þessi stefna kom nú síðast
fram £ nafnlausri grein í Tím
anum, en allar líkur benda
til, að þetta hafi verið hið
síðasta, sem Þórarinn ritstjóri
Þórarinsson skrifaði, áður en
hann fór úr landi á Iaugar-
dagsmorgun.
Og hvert skyldi hann hafa
farið?
Austur til Sovétríkjanna í
boði stjórnarvalda þar eystra
— að því er sagt er.
Rússar hafa löngum kunn-
að að hlúa að sínum, ekki sízt
með góðum ferðaboðum.
Síldarskýrslan
Framhald af 16. síðu.
Unnur, Vestmannaeyjum 1601
Valafell, Ólafsvík 4900
Valþór, Seyðisfirði 2885
Vattarnes, Eskifirði 995
Ver, Akranesi 1894
Víðir n„ Garði 5444
Víðir, Eskifirði 7269
Víkingur, Bolungarvík 1445
Víkingur II., ísafirði 1.411
Viktoría, Þorlákshöfn 999
Vilborg, Keflavík 2955
Vísir, Keflavík 1212
Vonin II., Keflavík 4981
Vonin II., Vestm.eyjum 1417
Vörður, Grenivík 4976
Þorbjörn, Grenivík 9215
Þórkatla, Grindavík 5121
Þorlákur, Bolungarvík 6560
Þorleif. Rönvaldss., Ólafsf. 3356
Þórsnes, Stykkishólmi 3568
Þorsteinn, Grindavík 1263
Þórunn, Vestmannaeyjum 1504
Þráinn, Neskaupstað 5113
Örn Arnarson, Hafnarfirði 2630
tMHHMMMUMHMHMIUWWnmMtMWWtmtMMHMUUtnMMHMUVHMWMMMMtWtl
íídárstúlknahappdrættið
Undirrituð óskar eftir að taka þátt í síldarstúlknahapp-
drætti Alþýðublaðsins, sem dregið verður í 15. september
næstkomandi. (Vinningur: 2000 krónur.)
Ég heiti: ...............................................
Heimilisfang mitt er: ...................................
Ég vinn núna á söltunarstöðinni:.........................
Söltunarnúmer mitt er; ........................'.........
(undírskrif
Athug'ið: Með heimilisfangi á blaðið við þann stað þar sem
hægt verður að ná til eiganda seðilsins eftir 15. september.
Merkið umslagið: Síldarstúlknahappdrætti.
nwwwwwwnnwwwtuvwwnvwuwv ai/mnwMMVWwvwwwwwwwwiwi
14 16. ágúst 1960 — Alþýðublaðið
Blysavarðstolan
er opin allan sölarimnglnn
Læknavörður fyrir vitjanir
er ásama stað-kL 18—8. Sími
15030.
o-----------------------«
Gengisskráning 2. ágúst 1960.
Kaup Sala
£ 106,74 107,02
US $ 38,00 38,10
Kanadadollar 39,00 39,10
Dönskkr. 551,70 553,15
Norsk kr. 533,00 534,00
Sænsk kr. 736,05 737,95
N.fr. franki 775,40 777,45
Sv. franki 882,65 884,95
V-þýzkt mark 911,25 913,65
o .............. —o
Ríkisskip.
Ilekla er væntan-
leg til Rvíkur ár-
degis á morgun
frá Norðurlönd-
um Esja er vænt-
anleg til Rvíkur
árdegis í dag að vestan úr
liringferð. Herðubreið er á
Austfjörðum á norðurleið.
Skjaldbreið kom til Rvíkur í
gærgær frá Vestfjörðum. Þyr
ill er á Austfjörðum. Herjólf-
ur fer frá Vestmannaeyjum
kl. 22 í kvöld til Rvíkur. Bald
ur fer frá Rvík í kvöld til
Sands, Ólafsvíkur, Grundar-
fjarðar, Stykkishólms og Flat
eyjar.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell er í Stettin.
Arnarfell er í Onega, fer það-
an væntanlega 20. þ. m. Jök-
ulfell fór í gær frá Cuxhaven
til Moss, Gautaborgar, Khafn
ar og Rostoek. Dísarfell fer í
dag frá Gufunesi til Norður-
landshafna Litlafell fer í dag
frá Vopnafirði, fer þaðan til
Hjalteyrar og Rvíkur. Helga-
fell fór 13. þ. m. frá Neskaup
staö til Aabo o2 Helsingfors.
Hamrafell er væntanlegt til
Reykjavíkur 17. þ m.
Eimskip.
Dettifoss kom til Rvíkur
14/8 frá Antwerpen. Fjall-
foss fer frá Árhus í dag til
Rostoek, Stettin og Hamborg-
I ar. Goðafoss fór frá Rvík í
morgun til Akraness og þaðan
til Hull, Rostock, Helsing-
borg, Gautaborgar, Osló og
Rotterdam Gullfoss fór frá
Rvk 14/8 til Khafnar. Lagar-
foss er á Akureyri Reykja-
foss fór frá Hamina 11/8 til
Leith og Rvíkur. Selfoss fer
frá New York 18—19/8 til
Rvíkur. Tröllafoss fór frá
Hull 13/8 til Rvíkur. Tungu-
foss hefur væntanlega farið
frá Ábo í gær til Ventspils og
Reykjavíkur.
Verndið dýr
gegn meiðslum og dauðt
með því að hirða vel um girð
ingar og skilja eigi vírspotts
eða vírflækjur eftir á víða
vangi. — Samband Dýra
verndunarfélags íslands.
Samúðarspjöld Minningar-
sjóðs Sigurðar Eiríkssonar
og Bryndiísarminning eru aí
greidd í Bókabúð Æskunn-
ar.
Styrktarfélag vangefinna: —
Minningarspjöld félagsina
fást á eftirtöldum stöðum
í Reykjavík; Bókabúð Æsk-
unnar, Bókabúð Braga Bryr
jólfssonár, Bókaverzlun
Snæbjörns Jónssonar, Verzl
uninni Laugavegi 8, Sölu-
turninum við Hagamel og
Söluturninum í Austurveri.
-o-
Minningarkort
kirkjubyggingarsjóðs Lang
holtssóknar fást á eftirtöld-
um stöðum: Verzl. Anna
Gunnlaugsson, Laugavegi 37.
Langholtsvegi 20. Sólheimum
17. Vöggustofunni Hliðar-
enda. Bókabúð KRON, Banka
stræti
Silungsveiðimenn,
kastið ekki girni á víða-
vang. Það getur skaðað bú-
smala. — Samband Dýra-
verndunarfélags íslands.
Frá Mæðrastyrksnefnd.
Skrifstofa nefndarinnar er
flutt á Njálsgötu 3 Sími
14349.
Tilkynning frá Tæknibóka-
safni IMSÍ. — Yfir sumar-
mánuðina frá 1. júní til 1.
sept. verður útlánstími og
lesstofa safnsins opin frá kl.
1-7 e. h. alla virka daga
nema laugardaga kl. 1-3 e.h.
Frá Rafnkelssöfpuninni.
Til viðíbótar þeirri heildar
upphæð, sem þegar hefur ver
ið birt, heíur Rafnkelssöfnun
inni borizt um hendur forseta
íslands, lierra Ásgeirs Ásgeirs
sonar, 1900 króna gjöf frá dr
Árna Helgasyni, ræðismannl
íslands í Chicago og konu
hans. Söfnunarnefndin þakk-
ar af alhug þessa höfðinglegu
gjöf. F. h. Rafnkelssöfnunar-
innar — Björn Dúasön
Frá skrifstofu borgarlæknis.
Farsóttir í Reykjavík vik-
una 24.—30. júlí 1960 samkv.
skýrslum 27 (29) starfandi
lækna Hálsbólga 64 (63)
Kvefsótt 111 (102). Iðrakvef
10 (27). Inflúenza 4 (5). Hvot
sótt 1 (1). Kveflungnabólga 8
(10). Taksótt 1 (1) Skarlats-
sótt 1 (1). Munnangur 5 (1).
19.30 Erlend
þjóðlög. 20,30
Erindi: Um fisk
rækt (Gísli Ind-
riðason). 20.55
Píanótónleikar:
Anna Áslaug
Ragnarsdóttir.
21.30 Útvarps-
sagan: „Djákn-
inn í Sandey.“
22.10 íþróttir.
22.25 Lög unga
fólksins.
LAUSN HEILABRJÓTS:
19 ára