Alþýðublaðið - 08.09.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.09.1960, Blaðsíða 3
HÉR cru tvær, sem kunna að klæða a£ sér haustið, sem dundi á okkur í Rcykjavík að minnsta kosti alsendis óviðbúnum eftir látlaust sólskin sum- arsins. Alþýðublaðsmynd- in var tekin í Bankastræti í gærdag. Og mættu sem flestir taka meyjarnar tvær sér til fyrirmyndar. | j Leikfélagið vill lóð í miðbænum LEIKFÉLAG Reykjavíkur befur nú mikinn hug á því að ta lóð uncíir nýtt leikhús ein- hvers staðar í námunda við mið bæinn. Félagið hefur fengið lóð í Háaleitishverfinu en telur heppilegra, ef unnt væri, að fá lóð í miðbænum en af einhverj- um ástæðum hafa bæjaryfir- völdin ekki talið sig geta veitt félaginu lóð þar. Á nýafstöðnum framhaldsað- alfundi félagsins kom fram mik ill áhugi á húsbyggingarmáli félagsins. Er nú þegar hálf amwwwiwwwwwwww i milljón króna í húsbyggingar- sjóði og standa vonir til þess. að unnt verði að hefja bygg- ingarframkvæmdir á næsta ári. Á fundinum voru lagðir fram endurskoðaðir reikningar fé- lagsins. S.l. ár sýndi félagið 4 ný leikrit og auk þess eitt frá árinu þar áður. í húsbvgging- arnefnd félagsins voru þessir kjörnir: Brynjólfur Jóhannes- son formaður, Þorsteinn Ö. Stephensen og Björn Thors. í stjórn félagsins voru kjörnir: Þorsteinn Ö. Stephensen for- maður, Helgi Skúlason, ritari og Guðmundur Pálsson gjald- keri. twwwwwwtwwww MIKIL vinna er nú í fjórurrí frystihúsum í Keflavík vegna dragnóta veiðanna. 10—12 bátar frá Keflavík stunda nú veið- arnar og leggja þeir allir upp afla sinn til frystihýs anna. En ekkert hefði nú verið að gera í frysihúsun um ef dragnótaveiðarnar hefðu ekki verið leyfðar. Eitthvað á þessa leið fórust Ólafi Björnssyni skipstjóra í Keflavík orð £ stuttu viðtali við bíaðið í gær. Ólafur sagði, að afli drag- nótabátanna væri nú eina hrá- efnið er frystihúsin fengju og það sem meira væri um vert: Hann væri bezta hráefnið, er frystihúsin hefðu fengið. Sagði Ólafur, að hann áliti, að það hefði tvímælalaust verið rétt að leyfa dragnótaveiðarnar, þar eð það skapaði mjög mikla at- vinnu á tíma, er venjulega væri lítil atvinna á. En Ólafur sagði, að dragnóta- spilda þeirra Suðurnesjamanna væri svo lítil, að bátarnir væru hver ofan í öðrum og flæktu þeir oft saman næturnar af þeim orsökum. Hlýzt því oft af þessu nokkurt tjón Ólafur sagði, að mikill áróð- ur væri stöðugt rekinn gegn dragnótaveiðunum og því m. a. nú haldið fram, að bátarnir héldu ekki þau skilyrði, er þeim hefðu verið sett. Hann sagði, að flest af því er tilgreint hefði verið í því sambandi væri rangt, svo sem það, að bát arnir notuðu 10 ára gamlar drag nætur. En Ólafur sagði, að í sambandi við byrjun þessara veiða væru ýmsir byrjunarerf- iðleikar. T. d. væri ætlazt til þess að kolinn væri settur í kassa en kassarnir fyrir einn bát kostuðu hvorki meira né minna en 100 þús. krónur og að sjálfsögðu væri erfitt að snara þeirri upphæð út strax. En allt stæði þetta til bóta, sagði Ólaf- ur að lokum. Kolviðarhóll FÉLAG áhugamanna um endurreisn Kolviðarhóls boðar til fundar sunnudaginn 11. þ. m., kl. 8,30 síðdegis í Tjarnar- kaffi. Rætt verður um uppbygg- ingu staðarins. Þess er vænzt að sem flestir velunnarar Kol- viðarhóls mæti á fundinum. Sýna í Iðnó ANNAÐ kvöld kl. 9, sýnir Leikflokkur Þorsteins Ö. Stephensen £ Iðnó, gaman- leikinn „Tveir í skógi“. Leikflokkurinn hefur sýnt gainanleikinn víða um land í sumar, og urðu sýningar alls 45. Flokkur- inn hóf sýningarfevðina á Homafirði 23. júní, og síðasta sýningin var á Hvammstanga 31. júlí. Hafði leikflokkurinn þá farið kringum allt landið, og var leiknum alls staðar vel tekið. Leikurinn fjall- ar um tvo unga menn, sem hverfa burtu frá sollinum og stórborgarlífinu, og byggja sér lítinn kofa úti í skógi og ætla síðan að forðast alla menningu og því sem henni fylgir. Gengur leikurinn síðan út á það, hvernig þeim tekst þetta. Leikendur eru fjór- ir, þau: Helga Bachmann,- Þorsteinn Ö. Stephensen, Helgi Skúlason, sem jafn- framt er leikstjóri og Knútur Magnússon. Leik- urinn er í þrem þáttum, og gerist allur £ kofanum í skóginum. Myndin er af Helgu Bachmann og Þor- steini Ö. í lilutverkum sín um. — 8. sept. 1960 3 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.