Alþýðublaðið - 08.09.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.09.1960, Blaðsíða 15
Það var yndislegt veður og ég komst í betra skap fljót- lega. Eg hafði svo sem ekkert að óttast. Ted gætti mín, já, hann gætti mín áreiðanlega núna. Hliðargatan var mjó, á henni voru mörg skilti. — Einkavegur — Akstur óvið- komandi bannaður.“ En það átti ekki við rnig og ég jók hraðann. Nú þegar ég átti að hitta Venizelos var víst bezt að ljúka þessu af, en svo hægði ég aftur á bílnum. Sólin skein og veðrið var gott. Hvað var það nú aftur sem Englendingurinn hafði sagt um Venizelos? Að hann væri skepna. Hvað hafði hann átt við með því? Hvað þýddi það eiginlega! Eg gat ekki að því gert, að það fór kuldahrollur um mig og ég fékk ákafan • hjartslátt. 'Var hann ljótur, vanskapaður, krypplingur? Eða hafði Englendingurinn að eins átt við skapferli hans? Eg nam staðar við járn- hliðið og hikaði aðeins andar- , tak áður en ég lagði fingurinn á flautuna eins og mér hafði verið sagt að gera. Eg hafði ekki notað hana alla leiðina. Það kom mér mjög á óvart að heyra lítið fjörugt lag, sem líktist engu sem ég hafði áð- ur heyrt. Meðan ég starði dá- leidd út um gluggann byrj- aði járnhliðið hægt að opnast. Það opnaðist víst aðeins þeg- ar þetta lag heyrðist. Eg ók hægt inn fyrir. Bentleyinn var ekki fyrr kominn inn en hliðið lokaðist aftur. Eg átti svo erfitt með að anda. Nú var ég komin f net köngurló- arinnar umkringd háum járn- vegg. Hvernig ætlaði Ted að fara að því að komast hing- að, ef .... Grasvegurinn bugaðist fag- urlega heim að márískum súlnagangi. Þar nam ég stað- ar. Milli súlnanna sá ég háar ■ dyr slegnar messingi. Hingað til hafði ég ekki séð mann, hvorki þjón né garðyrkju- mann. Eg gekk út úr bílnum og tók með mér hliðartöskuna, svo gekk ég til dyra. Það var bjalla við hliðina á þeim, Eg ýtti á hnappinn og heyrði að það hringdi inni. Hægt og hægt, án þess að mannlegar hendur kæmu þar nærri, opnuðust dyrnar. Eg sá inn á eins konar garðflöt. Pálmatrén stóðu í hring og gosbrunnur var í miðjunni í risastóru sólúri. Eg gekk inn um dyrnar og leit umhvei'fis mig. Það var enn engan mann að sjá. Að baki mér skullu dymar í lás og ég kipptist við og snérist á hæl. Á sama augna- bliki heyrði ég málmkennda rödd: „Velkomnar ungfrú Pangloss. Það gleður mig ag sjá að ekkert hefur komið fyr- ir yður. Þér skulið beygja til vinstri og fara inn um þriðju dyrnar. Það er þjónn minn. Eg tek á móti yður strax og ég get.“ „Eg var enn ein. En rödd- in? Svo skildi ég .. röddin kom frá hátalara, eða ein- hverju slíku. Mín var gætt hér. Eg gekk öruggum skrefum þangað sem mér hafði verið sagt að fara og ég vonaði að enginn sæi hve ég skalf. Eg lagði höndina á hálsinn og ræskti mig og lét sársauka- drætti fara um andlit mér. Eg var víst ennþá veik. Þriðju dyrnar hafði rödd- in sagt. Maðurinn kom svo snöggt á móti mér, að við lá að ég veinaði af hræðslu. Hann var lítill og dökkur á hörund og klæddur í skínandi hvít föt, Hann bar hvítan túr- ban á höfðinu, hann var gam- all og skorpinn og líkastur apa. Hann lagði fingurna sam „Leitt með hálsinn á yður ungfrú Pangloss. Geri ráð fyrir að það sé mjög illkynj- uð hálsbólga. Þér hafið senni lega fengið hana í Englandi. Það er lélegt loftslag þar. Þok an f London er hreinasta plága. Viðbjóðslegt land Eng- land! Það á slíkt loftslag skilið.“ Þetta hafði verið rétt hjá mér, ég var undir athugun, sennilega var einhvers staðar gægjugat. Eg reyndi að tala, en orðin komu eins og hvæs. „Getið þér heyrt til mín?“ Það var hlegið í hátalar- ann. „Venjulega get ég það, já. En ekki sem bezt núna, til þess eruð þér of hás. En ég sé yður vel, ungfrú Pangloss. Kinkið þér aðeins kolli þegar þér viljið segja já eða hristið þér höfuðið til að neita. Það Eg hristi höfuðið. „Vitanlega ekki. Þér lítið líka út fyrir að vera gáfuð kona. Það er synd að við skul- um ekki hafa hitzt fyrr. En ég hef heyrt sagt frá yður. Þér eruð þekkt fyrir að vinna vel fyrir land yðar.“ Eg sagði við sjálfa mig, að ekki minnkuðu líkurnar fyrir að allt gengi vel við það, að Venizelos hafði aldrei' séð Berthu Pangloss nema á mynd. Hátalarinn hélt áfram að tala og ég neyddi sjálfa mig til að vera eins og svipbrigða- laus og mér var frekast unnt. Eftir augnablik verður bar- ið að dyrum ungfrú Pangloss. Það verður þjónninn minn. Þér eigið að láta hann fá á- vísunina, það er ekki langt þangað til bankanum verður lokað. Eg vona, að þér hafið TVlFARINN HENNAR ★ eftir Helen Sayle an og hreyfði hendurnar upp og niður eins og til að heilsa mér svo tók hann til máls á stirðri ensku: „Velkomin frú. Komið með mér. Herrann tekur á móti bráðum.“ Eg benti á háls minn og stundi: „Eg get ekki taláð. — Hás.“ Hann kinkaði alvarlegur kolli, snéri á hæl og gekk inn. Eg elti. Hann leit ekki við fyrr en við komum að háum teak- dyrum. Þar benti hann mér að fara inn. „Gjöra svo vel og ganga inn. Herrann tekur á móti bráðum. Eg kem af.tur. Eg kom inn í stórt her- bergi. Þar var hálfrökkur og svalt. Eina ljósið kom úr rif- um á veggjunum. Að baki mér skullu dyrnar í lás. Eg vissi áður en ég reyndi að þær voru læstar. 11. Eg settist niður á púðalagð- an dívan og reyndi að yfir- buga hræðsluna sem hafði gripið mig. Vitanlega var ég læst inni. Sennilega gátu þeir einnig séð mig hér þó ég héldi að ég væri ein. Eg ræskti mig aftur og nuddaði hálsinn eins og mig kenndi mikið til. Sama málmkennda röddin heyrðist aftur. er nóg. Hafið þér peninga með yður?“ Eg kinkaði kolli. „Gott! Mig minnir að upp- hæðin sé tuttugu milljón dollarar? Ávísun á banka hér í Tangier? Það er mjög þýð- ingarmikið. Eg verð kannske að fara héðan eftir þetta. Það gerir ekkert til, þó þér vitið það.“ Eg kinkaði kolli aftur, en mér var þungt um hjartaræt- urnar. Við hvað átti hann með því að það gerði ekkert til, þó ég vissi það? Átti hann við að ég myndi aldrei fá að segja það neinum? Röddin í hátalaranum var ánægjuleg. Næstum vingjarn- leg. „Gott ungfrú Pangloss. Það hefur alltof mikill tími farið til einskis. Til dæmis misheppnaðist tilraunin í Lon don. Það sýnir að jafnvel bezt skipulögðu tilraunir geta mis- heppnazt. En sem betur fer var enginn skaði skeður.“ — Hann hló hátt. „Þetta var að eins tilraun eins og þér hafið án efa skilið. Eg vona að þér móðgist ekki, þegar ég segist ekki treysta vinum yðar?“ mig afsakaðan, en ég neyðist til að gera þessar varúðar- ráðstafanir. Um leið og ég hef fengið að vita, að allt er í lagi með ávísunina, mun ég tala við yður, og þá fáið þér varninginn. Eg kinkaði kolli og brosti. Ted hafði búið mig undir þetta. Eg átti ekki í höggi við neinn venjulegan njósnara. „Gott-gott. Það gleður mig að þér skulið skilja það. Þér virðist mjög gáfuð — og dug- leg ungfrú Pangloss. Eg dá- ist að yður. En nú held ég að þjónninn minn sé við dyrn- ar.“ Það var barið að dyrum og ég tók upp umslagið og gekk til dyra. Hvítklæddi þjónninn beið þar, apaandlitið á honum var svipbrigðalaust. Eg rétti honum umslagið, hann tók vio því, hneigði sig djúpt, lagði saman fingurbroddana og sagði: „Takk, frú. Bíðið hér.“ Hann lokaði dyrunum og ég heyrði að hann læsti þeimi' Svo settist ég aftur. Hátalarinn ónáðaði mig ekki framar, ég sat þarna og varð syfjaðri og syfjaðri. Mér til mikillar undrunar sofnaði. ég og það var dimmt þegar, ég vaknaði. Eg reis á fætur! og rannsakaði herbergið og sá að það var bað og klósett fyrir innan og þar gat ég þvegið mér og snyrt mig. Eg var rétt komin inn í herberg- ið þegar hátalarinn tók aftur til máls. | „Eg vona að þér hafið sofið vel, ungfrú Pangloss. Eg tek á móti yður eftir augnablik, unga kona. Það gleður mig að segja yður að ávísunin var gild. Við getum lokið okkur' af eftir augnablik. Það fer flugvél til Parísar í kvöld kl. tíu og þér ættuð að vera kom in til London f fyrramáhð.“ Eg kinkaði aðeins kolli. —í Bráðlega yrði ég sennilegá' búin ag missa málið, þó #g mætti tala. En hvað ég yrði hrifin, þegar ég mætti verða ég sjálf á ný. Eg var orðin leið á þessu og mig langaði til að finna Ted faðma mig að sér! Eg hugsaði um Ted og velti því fyrir mér, hvar hann væri nú. Þjónninn opnaði dyrnar og veifaði mér að koma. „Komið frú, herrann bíð- ur.“ Eg gekk á eftir honum út úr herberginu, hjartað ham- aðist í brjósti mér. Loksins átti' ég að sjá þennan fræga Venizelos. Eg var viss um að það væru ékki margir sem hefðu sloppið lifandi frá því. Hvítklæddi maðurinn leiddi mig í gegnum aðra her bergjaröð og inn um aðrar dyr. Lóks barði hann að dyr- um og beið. Skömmu seinna var kallað: „Kom inn!“ Þjónninn opnaði dyrnar og kinkaði kolli til mín. Eg gekkt inn og hann lokaði dyrunum. hljóðlaust að baki mér. í Eg var í risastóru her- bergi og bak við risastórt skrifborð í hinum enda hei'- bergisins sat'Venizelos. 19 Verð fjarverandi október og nóvember. Þær dömur sem eiga pantanir, vinsamlegast tali við okkur sem; fyrst. Kjolasaumaslofan Hólatorgi 2 Sími 13095. Hildur Sivertsen, \ Saummtúlkur óskast Stúlkur vanar jakka- buxnasaum óskast. Nýtt klæðskeraverkstæði. Haraldur Örn Sigurðsson Bankastræti 6 — Sími 10935 og 33010. Alþýð.ublaðið — 8. sept. 1960 j,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.