Við og við - 12.05.1894, Side 3

Við og við - 12.05.1894, Side 3
3 þótti aflaga fara, eptir því, sem þeir álitu sannast og réttast, og höfðu ástæðu til að ætla, að sannarilegt væri; að vísu er kæra þeirra að sumu leyti nokkuð hart orðuð, en í því skyni ber þess að gæta, að hinir stefndu eru ekki skóla- gengnir menn, sem geti hnitmiðað og vegið hvert orðið, heldur eru þeir iðn- aðarmenn, hreinir og hispurslausir menn, sem ekki eru vanir að skera utan af orðunum, þegar þeir á annað borð segja sina meiningu; og svo hefir þá má ske rennt grun í, að stundum þyrfti að tala nokkuð hátt, til þess að fá áheyrn, enda hefir þeim og orðið að þeirri ætlun sinni. Eins og jeg tók fram áðan, ber að skoða hina stefndu, ekki sem „injurianta“, heldur sem kœrendur, en afleiðingin af þessu er aptur sú, að þeir verða eliki sakfelldir, þótt þeim eigi hafi tekizt að færa lögfulla sónnun fyrir kæruatriðun- um, heldur eru þeir sýknir saka, ef sýnt verður fram á, að kæra þeirra hafi eigi verið án allrar átyllu, eða nákæinar orð- að, ef sýnt verður fram á, að ástœða hafi verið tit grunsemdar gegn manni þeirn, er þeir kærðu, og skaljeg i þessu skyni leyfa mér að skirskota til skoðunar kennslumálaráðlierra Dana, fyrv. háskóla- kennara Goos, sem er viðurkenndur skarpvitur lögfræðingur, og fremsti og lielzti „kriminalisti“ í ríkinu (sbr. Den danske Strafferets specielle Del af C. Goos, Kh. 1887, bls. 281). Liggur þá næst að athuga, hvað í ljós hefir leiðst við vitnaleiðslu þá, sem fram hefir farið í málinu, sem og að óðru leyti; en áður en jeg vík að því, verð jeg þó að taka það fram, að hinum stefndu hefir á ýmsan hátt verið fyrir- munað, að gæta réttar síns í máli þessu; þeim hefir þannig verið neitaií um, að fá eptirrit af rannsóknum þeim, er stefn- andi máls þessa hélt í fyrra vetur, enda þótt svo virðist, sem dómsmálabækur Isafjarðarsýslu hafi legið opnar fyrir rit- stjóra hefðarblaðsins „Grettira, og segir það sig því sjálft, að órðugt, og enda ó- mögulegt, hefir verið, að fá glóggan framburð vitna um það kæruatriði, livort stefnandinn í téðum rannsóknum hefir bókað vitnaframburð rétt eða rangt. Einnig hefir þeim verið neitað um nægi- legan frest til vitnaleiðslunnar, því að svo sem sjá má af vottorði dómara þessa máls, þá varð frestur sá, er þeim var veittur í vóv. og des. f. á. alls ékkert notaður, vegna embættisanna dómarans í öðru rnáli, er stefnandinn hafði hófðað gegn þremur bændum i Eyrarlireppi, og þar sem hann brúkaði svo dæmafáa máltóf, og einkennilega málfærslu, að ekki entist vikan til að leiða eitt vitni, og hefi jeg leyft mér að leggja fram vitnaleiðsluna í þvi máli, meðal annars til þess, að hinir virðulegu dómstólar ekki skyldu missa af svo uppbyggilegri málfærslu. Það er því að eins rúmra 3 vikna frestur, frá því mál þetta var aptur tekið fyrir í aprílmán. síðastl., sem hinir stefndu hafa haft til vitnaleiðsl- unnar, og þessi tími liefir einmitt fallið saman við „influenza“-tímabilið hér vestra, og dómarinn sjálfur verið veikur eina vikuna af þessum þreinur, og liinn tím- ann vitni eigi náðst til yfirheyrzlu opt og tíðum, enda hinir stefndu og um- boðsmaður þeirra verið veikir af farsótt- inni. Yitnaleiðslu hefir því að eins orð- ið fram komið í smáum stýl hér á Isa-

x

Við og við

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Við og við
https://timarit.is/publication/136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.