Við og við - 12.05.1894, Qupperneq 5

Við og við - 12.05.1894, Qupperneq 5
orð frá húsm. Þorst. Stefánssyni, sem er staðfest fyrir not. publicus, og gefið und- ir eiðstilboð, og þar sem segir, að stefn- andinn hafi boðið honum peninga úr eigin vasa, — sem stefnandinn þó hafi prettazt um —, og lofað að sjá honum fyrir atvinnu við Asgeirs verzlun, ef hann vildi breyta sínum íyrri framburði Sk. Th. til baga. — Svo má og í þessu efni taka það fram, að þar sem rann- sókn var fyrirskipuð um alla embættis- færslu manns, — þótt enginn hefði kært hann —, þá var þetta svo einkennileg og óvanaleg aðferð, að skiljanlegt virð- ist, þó að alþýðumönnum hafi þótt hún óviðfeldin, eins og líka það atriði. að rannsóknin var falin á hendur embætt- islausum manni, ungum lögfræðing, ný komnum frá examensborðinu, atvinnulitl- um áður, en sem nú var settur í embættið. Loks var það og almenningi kunnugt, að stefnandinn hafði áður á prenti birt ýmsar móðganir og meiðyrði um mann þann, er hann var settur til að hefja rannsókn á móti, sbr. bæklinginn „Rask- hneyxlið“; og virðist allt þetta að ininnsta kosti gjöra hin yfirgripsmiklu orð þeirra í kærunni skiljanleg. Af framansögðu verður þá ekki betur séð, en að það sé fram komið i máli þessu, að ástæða hafi verið til grunsemdar, og að hinir stefndu því, samkvæmt ofan sögðu, hljóti að vera sýknir saka; en vita- skuld er það, að mál þetta gat aldrei skýrzt til hlitar, nema við rannsókn af hálfu hins opinbera, enda virðist það miður heppilegt af lögreglu- og ákæru- valdinu, að hrinda þeirri skyldu, sem á þvi virðist hvílt hafa i þvi efni, yfir á privat-menn, og umbjóðendum inínum þannig gjórt hart til, í samanburði við það, er tiðkazt hefir um aðra kærendur til yfirvaldanna. Aðferð stefnanda máls þessa hefir verið þannig, sbr. sérstaklega málfærslu lians alla við vitnaleiðslu þá, sem byrjuð var í Ogri í síðastl. des., að rétt virðist, að hann, livernig sem málið fer, hafi fyrir- gjört rétti þeim til skaðlauss málskostn- aðar, er af gjafsókn leiðir, enda hefir liann og með máltöf sinni gegn þrem búendum í Eyrarhreppi, — sbr. hin fram- lögðu eptirrit —, hindrað umbjóðendur mína frá að nota frest þann, er þeim upphafiega var veittur, og þannig vald- ið miklum og óþörfum drætti og kostn- aðarauka. Réttarkröfur mínar eru: Aðalkrafa: Að málinu verði vísað frá rétti, og umbjóðeridum mínum dæmd þóknun, er rétturinn inetur hæfilega, fyrir óþarfa ómök. Varakrafa: Að liinir stefndu verði al- gjórlega sýknaðir, og þeim tildæmdur hæfilegur málskostnaður. * * * Um fleiri mál frá Lárusar hálfu, út af „isfirzku kærunum“, verður nú úr þessu ekki að tala, með því að kærurnar eru nú orðnar of gamlar, svo að honum er ekki til neins, að höfða ný mál; standa þvt 10—11 af „ísfirzku kærunum“ óhrald- ar með öllu, sem óbrotgjarn minnisvarði yfir þessum „dánumanni“, og veru hans hér vestra. Þrátt fyrir hina undarlegu og óvana- legu aðferð, 'sem höfð hefir verið af há- yfirva.ldanna hálfa við „ísfirzku kærend- urna“, rná þó yfir hófuð segja, að lítið

x

Við og við

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Við og við
https://timarit.is/publication/136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.