Við og við - 12.05.1894, Síða 7

Við og við - 12.05.1894, Síða 7
um hætti, svo að á honum rættist það, sem skáldið kvað: „Eptir því sem mér aldur jókst, ódyggðir íieiri gjöra tókst“. Loks slampaðist hann þó gegnum skól- ann, en embættis-lærdómurinn gekk lion- um ver, þvi að nú var hann orðinn arg- vítugasta og versta fyllisvínið, sem til var i borginni N. N.; var hann fyrir fyllirí, óknytti og kvennaflangs, rekinn af einum skólanum eptir annan, en loks aumkuðust munkar nokkrir yfir hann, og klindu á hann kandídats-nafni í guðfræði; en jafnframt var það ályktað, að hann mætti aldrei i geistlegu embætti vera, því að svo var hann svínskur og illa innrættur. En svo stóð á, að i kaupþorpi nokkru, nokkrar mílur enskar frá borginni N. N., hafði verið komið upp barnaskóla fyrir nokkrum árum; höfðu kaupþorpsbúar fundið til þess, hve örðugt þeir áttu með að uppfræða börn sín, og tóku þvi rögg á sig, og komu skólanuin upp, að miklu leyti með frjálsum gjófum, enda sáu þeir brátt ávöxt iðju sinnar, þar sem þeir voru svo lieppnir, að fá hvern á- gætis-kennarann á fætur óðrum; en svo losnaði kennara-embæfctið, og var það í 8Ömu mund, sem kappinu í sógu þessari var kominn úr skóla munkanna, og reik- aði atvinnulaus ineðal ætfcingja sinna, til þess að fá að jeta; hann átti frændur inarga og venzlamenn í kaupþorpinu, sem réðu þar nokkru; gengu nú bréfin fram og aptur milli frændaliðsins, sem þótti orðinn langur ómagahílsinn á sðgu- hetju vorri, og fyrir tilstilli frændliðs sins fékk hann svo forstóðu skólans, þó að mörgum í kaupþorpinu væri það mjög nauðugt, af því að svo illur orðstýr fór af óþokka þessum, enda leið ekki á löngu áður íllur kur kom í þorpsbúa yfir kenn- ara þessum; þótti þeim hann hafa í frammi ýmsa ósæmilega hegðun, og ekki trúandi fyrir börnum, sízt af kvennlcyn- inu; opt var hann á fylliríis-túrum hvern daginn eptir annan, og gekk ofan girt- ur* um götumar, eða lagðist þar fyrir, þangað til einhver miskunnsamur Samar- íti gekk fram hjá, sem kom honum heim á börum; fyrir kvennaslark var honum við brugðið; svo kvað skáldið: „Lærdóm sinn hver mikils mat, maður, fyr á tíðum; en* nú sér kynnir gr......... guðfræðinnar kandídatu. Heppnaðist honum og opt, að tæla heið- virðar stúlkur með þvi, að koma sem iðrandi syndari, og heita þeim eiginorði; gaf hann þeim trúlofunar-liringi, já, og meira að segja, keypti leyfisbréf, og gat með þeim börn; en þegar hann svo var orðinn leiður á þeim, laug hann ein- hverju upp á þær, til þess að losna við þær. (Frh. síðar) Sitt af Iiverju tii' borginni. POLITÍ-ÞJÓN höfutn við nú fengið hór á ísafirði, og hefir hann smalað Tanga-fénu nokkr- um sinnuin; vteri óskandi, að rollurnar yrðu lionum nú auðsveipari, og eptirlátssamari, en þær voru gamla bæjarsmalanum, sem hérna var um árið. FENSMARK gamli hofir nú sótt um upp- reist æru sinnar, og hefir bæjarstjórnin mælt með honum; verður hann svo má ske gerður að polití-þjóni, og þarf þá ekkl að veita honum lengur árlega lloiri hundruð af fátækrafó. IIr. GÍSLI HJÁLMARSSON kvað nú hafa *) Flestir voittu þessu athygli 21. júlí 1391.

x

Við og við

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Við og við
https://timarit.is/publication/136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.