Við og við - 12.05.1894, Qupperneq 8

Við og við - 12.05.1894, Qupperneq 8
8 i huga, að setja sig niður sem stór-kaupmann í borgirmi, og verzla eingöngu með reiknings- spjöld og grifla; sagt er og, að samlagningar- taflan, samin af honum sjálfum, eigi að f'ylgja með í kaupbæti. Sé þetta rétt hermt, og komist „forretning11 þessi laglega á laggimar, verður það „knall“ fyrir kaupmennina. NÝJU BÆJARFULLTRÚAIINIR þvír, sem kosnir voru í vetur, fara nú víst bráðum að kippa barnaskólanum í lag, eins og sagt var, að þeir befðu lofað á undan kosningunurn; en þó má enginn af kjósendum þeirra furða sig á því, þó að þeir má ske ekki komist til þess fyrsta og annað embættisárið, vegna annríkis við nefndarstörfln; hér í bænum eru nú reynd- ar ekki nema eitthvað um 10 fastar nefndir, sem bæjarstjórnin kýs, og þótti því ekki of mikið, að skipta þessu lítilræði á milli þeirra, þegar þeir loksins komust inn i býráðið; en taf- samt getur nú orðið við nefhdir þessar, þótt ekki sóu þær fleiri, og gotur þá vel hugsast, að barnaskólamálið verði að sitja á hakanum. NOKKUR HLUTAFÉLÖG hafa myndazt hér í borginni i vetur, til þess að kaupa „Gretti11 í samlögum, og eru 10—'20 í f'élagi um númerið; út um sýsluna kvað og hafa inyndazt ýms hlutafélög í sama skyni, og munu því vera 1—2 nr. af „Gretti“ í flestum hreppunum, og hlutamenn víðast 10—20, og „aktian“ því á 10—20 aura. Yiða er þó kvartað um, að illa gangi að fá inn hlutaféð, og stafar það víst af peninga-ekl- unni í þossu bága árferði. ,,Cj» T-ettii-4í lofaði því í vetur, um leið og hann ininntist á söltnðu kofuna, að hann skyldi segja til, hvaða þingmenn Isíirðingar ættu að kjósa sér í vor; og þó að fráleitt verði nú neinn ágreiningur um það, að sjálfsagt sé að kjósa þá, sem þjóðblaðið(!) „Grettir“ sting- ur upp á, þá væri þó betra, að blaðið færi að binda enda á loforð sitt, því að annars er ekki vdst, að „Grettir“ verði búinn að ganga rnilli allra „aktíu“-eig- endanna i hreppanúmerunum, þegar kjör- fundardagurinn kemur. Margir spá því, að ritstjóri „Grettis“ muni helzt hafa augastað á sjálfum sér sem óðru þingmannsefninu, og þarf blað- ið þá vist siður en ekki að skammast sín fyrir að benda á persímuna; það er varla liætt við, að neinn færi að hlægja að því; og hitt þarf ekki að efa, að barna- skóla forstaðan(l), og útgáfa „Grettis“ m. m., verði honum til mikilla meðmæla. — En um hitt hófum vér heyrt ýmsa vera i meiri vafa, hvort „Grettir“ myndi heldur stinga upp á hr. Guðm. Þorsteins- syni í frönsku búðinni, eða hr. Guðrn. Tlieö- ilór, — sem báðir munu hafa mikið svip- aðar skoðanir, eins og ritstjóri „Grettis“, i pólitíkinni —, til að vera annað þing- mannsefnið. Það er því vonandi, að rit- stjórinn dragi það ekki til lengdar, að seðja forvitni manna, en láti „Grettir“ sinn leysa frá skjóðunni. LA I) ER UNDARLEGT um ritstjóra „Grett- is“, að það er eins og engir séu neinir menn í bans auguni, nema þeir, sem dauðir eru; hann heflr jafnvel eigi getað minnzt á Pál bróður minn, sem hann heflr lcann ske einu sinni eða aldrei séð, að hann hafl ekki fundið það skyldu sina, að setja i liann skæting. Biltt og þetta. í EINU héraði á . . landi kvað sýslu-inn- siglið vera: blá-rauður hringur með mannsauga innan í. SORPBLAÐS RITSTJÓRI nokkur, sem var spéhræddur í meira lagi, kom í vetur inn í sölubúð, og það var eins og við manninn mælt, að allir, sem inni voru, fóru að skellihlægja, og ritstjóra-nefnan öfugur og. titrandi, eins og pila, út urn dyrnar aptur. Af því að greinin „Kærumála-þrefið“ hefir tekið megnið af rúmi bíaðs vors i þetta skipti, þá höfum vér orðið að geyma næsta blaði ýmislegt „úr Krukkspá11 og „Eyrar-annál“. „ViS og við“, lir. l=-2, 20 au. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóaxim JÓAKIMSSO.V, IxejarftilUriú. ■ PRENTSMIÐ.IA ÞJÓÐVILJANS UNGA.

x

Við og við

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Við og við
https://timarit.is/publication/136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.