Alþýðublaðið - 11.09.1960, Page 3
Stúlkur! Hér
UndirrituS óskar eftir að taka þátt í síldarstúlknahapp-
drætti Alþýðublaðsins, sem dregið verður í 15. september
næstkomandi. (Vinningur: 2000 krónur.)
Ég heiti:.................................................
Heimilisfiang mitt er: ...................................
Ég vinn núna á söltunarstöðinni:..........................
Söltunarnúmer mitt er: ...........,.......................
(undirskrift)
Athugið: Með heimilisfangi á blaðið við þann stað þar sem
hægt verður að ná til eiganda seðilsins eftir 15. september.
Merkið umslagið: Síldarstúlknahappdrætti.
iWWHWWmWWWWWWWtWWWWWW
ÍBK og
ÍBH
leika
I dag
KEFLAVÍK, 10. sept. — A
morgun, sunnudag, fara fram
tveir knattspyrnuleikir á gras
vellinum í Njarðvík. Leikirnir
ei'u fyrst og fremst til ágóða
fyrir völlinn, sem þarf mikils
viðhalds, og hefur þessi háttur
\ erið hafður á undanfarin ár.
Fyrst leika á morgun kl. 3
Njarðvíkingar og Hafnfirð-
ingar í 4. aldursflokki. Kl. 4
hefst aðalleikurinn milli meist
araflokka ÍB Keflavíkur og ÍB.
Hafnarfjarðar. Þess má geta,
að ÍBH teflir fram mjög
breyttu liði frá því sem verið
hefur í sumar og munu margir
af yngri leikmönnum Keflavík
ur fá að spreyta sig í dag.
ÁKSÆLSBIKARINN
í tilefni af 10 ára afmæli
Knattspyrnufélags Keflavíkur,
sem er í ár, gaf Ársæll Jóns-
son bikar, sem 3. aldursflokk
ar Akurnesinga 0g Keflvíkingg
skulu keppa um. Leika skal
heima árlega og vinnur sá að-
ili bikarinn, sem oftar hefur
sigrað eftir þrjú ár.
Þessum leikjum er nú lokið
í sumar. Um fyrri helgi var
leikið á Akranesi og sigraði þá
3. flokkur ÍBK með' 1,: 0. Um
síðustu helgi var leikið hér í
Keflavík og vann ÍBK aftur, —
með 2 gegn 0. — H. G.
Félagsdeild Junior
Chamber á íslandi
MÁNUDAGINN 5. septem-
ber s.I. komu nokkrir ungir
kaupsýslumenn saman í Þjóð-
leikhúskjallaranum til að ræða
stofnun félags í anda Junior
Chamber í Svíþjóð, en þá hreyf
ingu höfðu þeir kynnt sér og
fengið áhuga fyrir að koma
upp Iíkum félagsskap hér á
landi.
Ákveðið var að stofna félag-
ið og því valin stjórn þá þeg-
ar, en framhaldsstofnfundur
mun verða innan skamms. Á
fundinum mætti fulltrúi frá
Junior Chamber sambandinu í
Evrópu, hr. Liljenquist, og
hvatti til stofnunar deildar á
Islandi, gaf góðar leiðbeining-
ar um stofnunina og ræddi við
væntanlega félaga. í stjórn
Keykjavíkurdeildar Junior
Chamber voru kjörnir:
Form. Ingvar Helgason
verzlunarmaður, varaform.
Pétur Pétursson, forstjóri Inn-
kaupastofnunar ríkisins, og Er-
lendur Einarsson, forstjóri SIS,
ritari Haialdur Sveinsson for-
stjóri Völundar. gjaldkeri Ás-
rr.undur Einarsson, forstjóri
Sindra, meðstj. Hjalti Pálsson
framkv.stj. SÍS.
í félagið gengu á þessum
fundi 25 félagar og kusu sér
laganefnd, sem skila á upp-
kasti að lögum fyrir deildina
og tillögur um nafn félagsins
á framhaldsstofnfundi. í laga
nefnd voru kosnir:
Lesið Albýðubfaðið
Sigurður Helgason, forstjóri
Verzlanasambandsins, Ágúst
Haffoerg, forstjóri Landleiða,
Einar Ágústsson sparisjóðs-
haldari. Vilhjálmur Jónsson,
forstj. Olíufélagsins.
Tilgangur félagsins er fyrst
og fremst að efla kynni meðal
ungra kaupsýslumanna bæði
innanlands og erlendis og
erlendis og vinna að auknum
kunnugleika meðal félaganna á
verzlunar- viðskipta og fjár-
hagsmálum.
Fullgildir félagar geta orð-
ig allir menn sem eru í ábyrgð
arstöðum fyrirtækja og stofn-
ana, en verða þó að vera innan
40 ára aldurs.
róðleg ferð
um Keflavík-
urflugvöll
! :
FIMMTUDAG s.l. var frétta 50 riða straumi, sem keihur
mönnum blaða og útvarps boð-
ið suður á Keflavíkurflugvöll,
og var ætlunin að flogið yrði
norður á Langanes, og rat-
sjárstöðin H2, skoðuð. Vegna
s’æmra veðurskilyrða var ekki
bægt að fijúga þangað, en í
stað þess voru blaðamönnum
sýnd helztu mannvirkin á
flugvellinum.
Til leiðsagnar var yfirmaður
upplýsingaþjónustu vallarins.
Major Keefe. Fyrst var skoðuð
ratsjárstöðin ,,Rockville“, sem
ei rétt hjá Sandgerði. Stöð
þessi er ein af stöðvunum í rat-
sjárkerfi fyrir varnir Norður-
Atlantshafsríkjanna. Frá þeirri
stöð er veitt öll almenn ílug-
þjónusta. Stöðin er mjög full-
komin, og má segja, að ekki
nokkur flugvél geti verið á
flugi í mörg hundruð mílna
fjarlægð frá landinu, án þess
að ratsjárkerfi stöðvarinnar
viti af henni.
Stöðin er búin þrem aðalrat-
sjám, sem fyrir er komið í
stórum gúmmkúlum, sem hald
i£ er uppi með loftþrýstingi.
Kúlur þessar eru til verndar
ratsjánum, sem ekki mega
verða fyrir neins konar
hnjaski. Mikið starfslið er í
stöð þessari.
Eftir að hafa skoðað þessa
stöð, var skoðuð hin nýja rið-
breytistöð, sem sett var upp
éftir að flugvöllurinn fékk raf
magn frá Soginu, og er hlut-
verk hennar að breyta hinum
frá Soginu í 60 riða straum, en
það er sá straumriðafjöldi, sem
notaður er á Vellinum. Stöð
þessi er mikið mannvirki, en
við hlið hennar er hin gamla
rafmagnsstöð, sem framleiddi
áður rafmagn fyrir Völlinn.
Síðan var skoðað hið nýja
íþróttahús Vallarins, sem er
mjög fullkomið í alla staði, .—
Völlurinn í húsinu er mjög
stór og hefur Handknattleíks-
samband íslands fengið völlinn
á leigu fyrir hið verðandi
landslið í handknattleik, þar
sem völlurinn hefur hina réttu
stærð keppnisvalla, og er eini
völlurinn á landinu, sem hef-
u þá stærð. í íþróttahúsinu
eru mjög góðir fata- og bað-
klefar, og þar er mikill fjöldi
allskyns íþróttaáhalda.
í lok þessarar ánægjulegu
ferðar, var skoðuð útvarps og
sjónvarpsstöð vallarins. í þess
ari stöð vinnur fjöldi manna,
enda er þetta umfangsmikið
fyrirtæki. Sjónvarpsstöðin
starfar frá kl. 5 á daginn og’ til
12 á kvöldin, og sendir út íjöl-
breytt efni til fróðleiks og
skemmtunar. Yfirmaður tækni
deildar stöðvarinnar er ís-
lenzkur maður.
Ferð þessi var mjög fróðleg,
og gaf þó sérstaklega glögga
hugmynd um hve mikla býð-
ingu ísland hefur fyrir varnar
kerfi NATO, og eins hve um-
fangsmikið starf er rekið hér
á vegum þeirrar stofnunar.
- 11EHfifimíS»1 im 1 1L1W4WÆS 8 Ljil P S pJiM
ÞVi AFRYJAR DANIEL EKKI?
ÞAÐ hefur vakið athyg'li
manna í sambandi við Akra-
nesmálið, íað Daníel Ágústín-
usson, fyrrverandi bæjar-
stjóri, hefur ekkf áfrýjað
þeim dómi setufógeta, að upp
sögn Danels hafj verið full-
komlega lögleg og hann setið
í embætti í ólögum í heila
viku. Daníel hélt þv frá upp-
hafi fram sem aðalatriöi mál-
staðar síns, að uppsögnin væri
ólögleg. Þess vegna gerði
hann það, sem enginn bæjar-
stjóri hefur gert fyrr í sögu
landsins, að neita að sætta sig
við ákvörðun meirihluta og
sat áfram. Þegar úrskurður er
upp kveðinn, sem brýtur ger-
samlega niður kjarnann í
málstað Daníels, leggur hann
árar í bát og áfrýjar ekki.
Hann hefur vafalaust farið að
ráðum sér vitrari manna, sem
sáu að hann hafði gert fá-
dæma lögleysu með því að
neita að hlýða meirihluta bæj
arstjórnar.
Dómur fógetans var aðeins
um þetta atriði, en fjallaði
alls ekki um ákæruatriðin
gegn Daníel eða liugsanlegar
skaðabætur. Þess vegna strik
aði dómarinn út úr málsskjöl
um það, sem ekki kom efni
dómsins beinlínis við. Daníel
hefur því alls ekki verið
hreinsaður af neinum sökum.
Margir bæjarstjórar hafa
farið frá á miðju kjörtíma-
bili, þegar nýir meirihlutar
mynduðust. Þeir hafa all|af
vikið úr embætti þegar í stáð.
Það er föst og eðlileg venja í
þessum tilfellum, þar sem
embættið byggíst á pólitísk
um meirihluta, alveg eins og
ráðherrar víkja strax, þegar
samþykkt er á þá vantraust.
Þetta á ekkert skylt við venju
leg embætti, ,
Alþýðublaðið
11. sept. 1960 3