Alþýðublaðið - 11.09.1960, Qupperneq 11
og leit við. Að baki mér sá
ég bílljós. Þeir eltu mig enn!
„Ahmed, hvaða leið á ég
að fara?“ Eg hristi hann til,
en hann svaraði mér ekki,
hann stundi aðeins veikt. Eg
hafði ekki tíma til að spyrja
hann aftur. Eg beygði til
hægri og bað til guðs um að
hjálpa mér að komast út á
ströndina.
En mér skjátlaðist. Eg hef
aðeins verið komin um það
bil hundrað metra, þegar ég
kom að hárri girðingu. Bak
við hana blikaði á ljósin í
Tangier, þar var öryggið sem
ég leitaði að, svo nærri og þó
svo óendanlega fjarri. Hvar
voru Ted og hans menn? Hvað
var að? Eg vissi hver var að
baki mér. Óvinurinn!
Og þeir voru ekki heldur
langt að baki mér! Eg heyrði
hróp og köll til þeirra. Þá
stökk ég út úr bílnum og
hljóp áfram og fætur mínir
sukku í mjúkan hvítan sand-
inn. Eg varð móð og ég fékk
blóðbragð í munninn. Hjarta
mitt hamraði í brjósti mér og
ég gat ekki meira.
Að baki mér heyrði ég
, plopp-plopp-plopp, það var
fótatak hlaupandi manns.
Ljóskastari féll á mig og hélt
mér fanginni. Eg stundi hátt,
. en ég hljóp áfram.
Og loks var ekki hægt að
gera meira. Þarna var runna-
þykkni og ég henti mér til
jarðar. Eg fann hvernig kjóil-
inn minn rifnaði og sokkarn-
ir mínir tættust í sundur. Eg
reis á fætur og hljóp á ný.
Ted! Ted! Hvar ertu? Eg gat
ekki kallað til hans.
Eg hljóp beint í fangið á
einhverjum manni!
12.
Eg reyndi að slíta mig burt.
Eg opnaði munninn til að
veina og það var tekið fvrir
munninn á mér. Eg var hjálp-
arlaus.
Það var hvíslað í eyra mér.
„Sylvia! Það er ég, Ted! Ertu
með formúluna?! Fljótt!“
Ted! Eg sleppti takinu í
hönd hans, ég var ekki leng-
ur hrædd. Eg kinkaði kolli við
bringu hans. ,Já, í sokknum1.
„Guði sé lof! Niður bakk-
ann þarna. 'Vertu þar!“
Hann sleppti mér. Fætur
mínir brugðust mér og ég féll
til jarðar. Rétt hjá mér heyrði
ég að Ted hvíslaði hást: „Allt
í lagi! Skjóttu! En ekki til að
drepa, mundu það! Skjóttu
yfir höfuðin á þeim!“
Eg skildi að við vorum um-
kringd á alla vegu. Það
glampaði og small í byssum.
Ted kom til baka og kraup
við hlið mér. Hann tók aðra
hönd mína milli sinna. „Er
nokkuð að ástin mín?“
„Ekki núna. Þú ert hjá mér.
En það lá við að • ■ að þeir
næðu mér.“
„Eg veit það.“ Hann var
bitur. „Það brást eitthvað. En
það getur beðið. Við verðum
að losa okkur við vinina
þarna uppi.“
Það hvein kúla yfir höfð-
um okkar. Eg lagðist niður og
dró Ted að hlið mér.
„Þessir menn, Ted .. er
það óvinurinn?“
„Rétt er það! En þeir eiga
eftir að hörfa eftir augnablik
það er ég viss um. Þegar þeir
skilja hvað það er, sem bíður
þeirra hér. Þeir vilja ekki
frekar en við, að þetta verði
alþjóðlegt!“
Eftir fáein augnablik hætti
skothríðin. Ted reis á fætur
og leit niður á ströndina. Svo
hló hann. „Eg hafði á réttu
að standa. Þeir eru farnir,
hafa farið þangað sem þeir
komu. Þeir bjuggust víst
ekki við að hitta okkur hér.“
Eg klifraði líka upp og leit
upp eftir veginum. Eg sá tvö
rauð Ijós, það var allt sem
sást eftir af bílnum. Allt í
einu mundi ég það. Eg leit á
Ted: „Ahmed! Þjónn Venize-
losar! Hann er í bílnum, Ted.
Hann er særður! Við verðum
að gera eitthvað fyrir hann!“
„Við gerum okkar bezta,
en þú skalt ekki treysta á
það. Eg geri ráð fyrir að þeir
hafi tekið hann með, ef hann
þá var lifandi. Þeir eiga á-
reiðanlega eftir að spyrja
hann margs.“
Veslings Ahmed. Eg von-
aði að hann væri látinn. Það
var ekki víst að hann hefði
haft með sér litla pillu eins
og ég.
Ted blístraði lágt og kall-
aði út í myrkrið: „Morgan?“
„Já, foringi?" var svarað
einhvei’s staðar út frá.
„Taktu menn með þér og
gáðu að því hvort allt sé í
lagi á ströndinni. Þú veizt
hvað við eigum eftir ógert. Ef
allt er í lagi skaltu hleypa
einu skoti af! Flýttu þér nú.“
Eg heyrði marga menn
hreyfa sig milli trjánna. Svo
kom hópur manna í ljós og
hélt áfram niður eftir strönd
inni. Aftur talaði Ted: ,Cox?‘
„Hér, herra.“ Eg hrökk við,
röddin var svo nálæg okkur.
En ég sá ekki neinn.
„Þegar ég og konan komum
upp á ströndina, verðið þið
að dreifa ykkur,“ sagði Ted.
„Þið hafið ykkar fyrirskipan-
ir. Bíðið þangað til að þið
sjáið rakettuna. Þessu er lok-
ið, þegar hún er komin á loft
og þá verður allt við það
sama þangað til að þið fáið
næstu skipanir. Skilið?“
„Skihð, herra.“
Frá ströndinni heyrðist
eitt skot. Ted tók í höndina á
mér. „Komdu nú, Sylvia. Það
eru aðeins fáeinar mínútur
unz þessu er lokið.“
Það kom maður til okkar,
þegar við komum niður á
ströndina. Eg sá móta fyrir
Bentleynum og nokkrum
mönnum sem stóðu umhverf-
is hann. Eg starði á manninn,
sem stóð frammi fyrir okkur.
Hann var í svörtum fötum og
andlit hans var htað svart.
Hann var eins og negrasöngv-
ari. Það var tunglsljós núna
og ég sá hann mjög greini-
lega. Eg leit á Ted og fékk
annað áfall til. Hann var eimi
ig litaður svartur og hann
bar sams konar klæði og hinn
maðurinn. Hvítan í augum
hans ljómaði og glampaði og’
ég varð hálfskelkuð, þó svo
ég vissi að þetta var Ted.
Maðurinn, sem Ted hafði
kallað Morgan, sagði: „Við
getum ekkert gert fyrir mann
inn í bílnum, herra. Dauður.
Það var líka það þezta fyrir
hann.“
Ted kinkaði kolli. „Senni-
lega. Setjið tvo menn á strönd
ina hérna þar sem girðingin
tekur enda. Við viljum ekki
láta koma okkur aftur á ó-
vart. Ekki vegna þess að ég
búizt við að þeir hætti á að
slást opinberlega.“ Hann leit
á úrið sitt, en vísarnir lýstu
í hálfrökkrinu. „Við höfum
fimm mínútur til stefnu, ef
þeir eru stundvísir. Eftir að
við erum farin, eigið þið að
bíða eftir rakettunni. Þegar
þið sjáið hana, er ykkur ó-
hætt að fara. Þá er þessu
verki lokið og lífið gengur
sinn vanagang aftur. Þakk-
aðu mönnum þínum frá mér.
'Verkið var vel af hendi leyst.
Eg skal skýra frá því í Was-
hington.“
22
„Þakka yður fyrir, herra.“
Maðurinn snérist á hæl og
gekk að bílnum þar, sem hin-
ir biðu.
Ted leit aftur á úrið sitt.
„Fjórar mínútur til stefnu,
Sylvia. Svo förum við.“
Eg þrýsti mér að honum.
Mér fannst ég svo óendan-
lega örugg. Loksins var þetta
voðalega ævintýri á enda.
„Hvað skeður svo?“ spurði
ég.
Hann tók utan um mig. „Eg
vona að það verði það síðasta
í þessu máli, sem kemur þér
á óvart. Eftir fáeinar mínút-
ur er öllu lokið og nú er bezt
að þú látir mig fá formúl-
una.“
„Snúðu þér undan!“
„Allt í lagi.“ Eg rétti hon-
um blaðið og hann lagði það
í veski sitt.
„Þetta var léttir,“ sagði
hann. „Þetta hefur verið gíf-
urleg áhætta. Eg held að ég
sé orðinn of gamall til að
standa í svona nokkru, þó ég
sé ekki nema þrítugur. En
við skulum ræða það seinna.
Sjáðu þarna Sylvia, sérðu
merkin?“
Eg leit í áttina sem hann
benti í og mikið rétt, þar sá
ég smá ljósglampa.
„Merkjamál,“ útskýrði
Ted. Hann stafaði fyrir mig:
M a r t r ö ð ■
„Martröð! Það erum við!
Eg get sagt þér það núna,
Sylvia, að þetta verk var
kallað á merkjamáli og dul-
máli: „Hernaðaraðgerð —•
Martröð.“
„Ekki er það sem vitlaus-
ast,“ viðurkenndi ég. „Þetta
hefur allt verið eins og’ mar-
tröð. En ég skil það samt ekki
ennþá.“
Ted tók um handlegg núnn
og ýtti mér að vatninu. —
Bylgjurnar féllu letilega upp
á ströndina. Eg hafði ekki
séð skóna mína og mér fannst
vatnið hálfkalt. Eg var hálf-
rugluð.
„Segðu mér ekki að við eig
um að synda til Englands,“
sagði ég. „Það væri helzt til
of mikið fyrir mig.“
Hann beygði sig og kyssti
mig á kinnina. „Nei, nú áttu
að fá að fara með kafbáti.
Hér kemur gúmmíbáturinn.
Við erum að fara héðan.“
Við stóðum þegjandi með-
an báturinn nálgaðist í næt-
urmyrkrinu. Það voru tveir
menn í honum. Eg heyrði
aftur amerískar raddir. Það
var dásamlegt. Ted óð lengra 1
út í vatnið og kallaði eitt-f
hvað. Eg heyrði lágt svar. —
Svo kom Ted til baka. „Kom
þú, ég skal bera þig!“
Hann lyfti mér upp og bar '
mig að bátnum, sem hoppaði
og flaut eins og korkur á
sjónum. Eg tók um háls hans, ‘
fullkomlega ánægð með allt
og alla. Það var ekkert sem
gæti komið mér á óvart hér
eftir. Eg hefði ekki einu sinni'
deplað augunum, þó hann
hefði sagt mér að við ættum
að fara með geimfari til
Mars!
'Sterkar hendur lyftu mér
upp í bátinn og Ted kom á
eftir. Svo hreyfðist bátur-
inn út eftir flóanum. Eg
þrýsti mér að Ted og starði
hrifinn á kafbátinn fram und
an. Við lögðum upp að hon-
um. Ungur liðsforingi hjálp- '
aði mér um borð og niður
brattan stiga inn í einhvers
konar turni. Ted gekk á eftir
mér. Eg heyrði að hann sagðl
við liðsforingjann. „Sendið
rakettuna upp núna. Menrj
mínir bíða á ströndinni. Svo
skulum við koma okkur héð-
an!“
„Allt í lagi, herra!“
Ted hlaut að vera mjög þýð
ingarmikill maður. Allir
hlýddu honum. Mér var fylgt
niður í smáklefa. Það var
löng mjó koja með fram ein-
um veggnum og ég settist.
Fyrst þá fann ég hve dauð-
þreytt ég var. Ted kom inn,
hann var búinn að þvo sér í :
framan. Hann leit umhverf-
is sig og brosti. „Það er báif
þröngt hérna inni? En þetta
er bezti klefinn. Klefi skip-
stjórans.“
Hann tók upp vasabókina
sína og breiddi úr pappírn-
um. Pappímum sem Venizelos
hafði látið mig fá. Eftir
augnablik andvarpaði hann og
lagði hann aftur í veskið. —
„Þetta er gríska fyrir mér,“
sagði hann, „en sérfræðingar
okkar hljóta að skilja það.
Það er að segja, ef Venizel-
os hefur ekki verið að leika
á okkur.
„Það held ég ekki,“ sagði
ég, „hann trúði því, að ég
væri Bertha Pangloss. Og ég
sagði honum allt, sem hafði
skeð.
Þegar ég hafði lokið máli
mínu, kinkaði hann kolli. —
„Þér tókst það, elskan mín,
og það mátti ekki seinna
Hreingerningar
Sífni
19407
TVÍFARINN
HENNAR
★
eftir
Helen
Sayle
AlþýðijþJaðið ,-r— ll..s.opt.l960 Jfí