Kirkjublaðið - 02.09.1892, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 02.09.1892, Blaðsíða 7
167 hafa verið hin umræddu 3 ár frá 44 til 50 messur á ári. — Fœstar messur hafa orðið í þessum prestaköllum: Fjallaþingum, Mjóafirði, Setbergi, Vatnsfirði, Stað í Stein- grímsfirði, Stað í Aðalvík, Stað í Grunnavík, Skeggja- stöðum og Lundarbrekku, og einstök ár mjög fáar í nokkrum öðrum prestaköllum, án efa af sjerstaklegum ástæðum. Að því er til altarisgöngu kemur, þá stendur Austur- Skaptafellsprófd. hæst með 61°/o, og þar næst Árness- og Vestur-ísafjarðarprófd. með 56 og 55 af hundraði fermdra safnaðarlima; þá eru Rangárvalla, Vestur-Skaptafeils og Barðastrandarprófd. með 47—49; Eyjafjarðar, Kjalarness- þings, Mýra, Dala og Norður-ísafjarðarprófd. með um 40; Þingeyjarprófastsdæmin, Múlaprófastsdæmin, Stranda, Borgarfjarðar og Snæfells með 25—27, en töluvert lægst er Ilúnavatnsprd. með eina 19°/o eða naumast fimmta hvern fermdan mann. Það skal að endingu tekið fram, að yfir höfuð eru þau prestaköll eigi talin með, þá er ræða er um meðal- tal messugjörða, flestar eða fæstar messur, sem eigi hafa þessi ár notið fullrar þjónustu; en á stöku stað eru þær messur taldar með aðalprestakallinu, sem presturinn liefir ílutt í prestslausum nágrannabrauðum, því að þær sýna starfa prestsins í heild sinni og verða eigi taldar út af fyrir sig, án þess að valda ruglingi eða misskilningi. HALLGR. SVEIHSSON. Skírnar-ljóð. Þeir allir eru sælir ■— svo eitt sinn Jesús mælir — sem geyma hjarta hreint. Guðs ástar-birtu bjarta þeir bera i sínu hjarta og Guðs veg ganga beint. í lífsins sorg frá ljóssins -borg grátnum hvarmi geislabjarmi gleði og huggun veitir.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.