Kirkjublaðið - 02.09.1892, Blaðsíða 6
166
limir kristilegrar kirkju á meðal vor, og láta eigi sin
vígðu guðs-hús einn helgan dag eptir annan standa tóm
eða harla fáskipuð, þótt þeim sje auðvelt að sækja þang-
að, Gruði til dýrðar og sjálfum sjer til kristilegrar upp-
byggingar.
Þegar nú litið er á fyrri töfluna, sýnir hún, að ár-
lega sjeu hjer á landi fluttar á milli 4 og 5 þúsundir
messugjörða; að meðaltal messna í hverju prestakalli í
öllu landinu hafi árin 1890—91 verið 33 og 35, og að
fyrra árið hafl rúmlega 38 af hverju hundraði fermdra
verið til altaris, en síðara árið lítið eitt færri eða 35x/2.—
Meðaltal messna í prófastsdæmunum hvert ár er fundið
með því að skipta samtölu messna með tölu þeirra presta-
kalla, sem skýrslur eru um. Þetta meðaltal munar optast
eigi miklu ár eptir ár í sama prófastsdæmi, en þó kem-
ur það fyrir, eins og i Suður-Múla prófd., þar sem það
munar frá 21 til 34, og í Vestur-Skaptafells próf., þar sem
það eitt árið er 32, en lnn árin 48 og 51. Hæstar með-
altölur, eða yfir 40 messur til jafnaðar á ári i bverju
prestakalli, eru í þéssum prófastsdæmum: Rangárvalla,
Kjalarnessþings, Vestur-Skaptafells, Arness og Eyjafjarðar;
þar næst koma með 30—40 á ári: Skagafjarðar, Borgarfjarð-
ar, Mýra, Suður-Þingeyjar, Snæfellsness, Austur-Skaptafells
og Vestur-ísafjarðar. A milli 20 og 30 á ári eru í Húnavatns,
Dala, Norður-Múla, Suður-Múla, Barðastrandar, Norður-
ísafjarðar, Stranda og Norður-Þingeyjar. Taflan um flest-
ar messur sýnir, að nokkur eru þau prestaköll, þar sem
messuföll eru svo fá ár eptir ár, að þau naumast eru
teljandi. Efst stendur þar, svo sem eðlilegt er, Reykjavík
með rúmar 60 messur á ári, þar næst má einkum telja:
Akureyri, Vestmannaeyjar, Breiðabólstað í Fljótshlíð, Garða
á Álptanesi, Möðruvallaklaustur, Landeyjaþing, Eyri í
Skutulsflrði, Stokkseyri, Staðarhraun, Grundarþing, Arn-
arbæli, Hraungerði, Útskála og Mýrdalsþing, — með 50
messur á ári og þar yfir; þá eru enn 5 prestaköll í Ár-
ness prófd., 4 i Rangárvalla og Skagafjarðar, 3 í Kjalar-
nessþingi og Eyjafjarðar, 2 í Snæfellsness og Suður-Þing-
eyjar,'og 1 í Suður-Múla, Vestur-Skaptafells, Borgarfjarð-
ar og^Vestur-ísaíjarðar prófastsdæmum, þar sem fluttar