Kirkjublaðið - 02.09.1892, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 02.09.1892, Blaðsíða 15
Í75 ber það þá vott um miskunnsamt og viðkvæmt hjarta? Þegar bútjenaðurinn er aðþrengdur og sveltur á vetrar- ins kalda degþ ekki svo dögum, heldur vikum og mán- uðum skiptir og feldur stundum úr hor og hungri, og þar á ofan sauðfjenaðurinn, eptir að vera sviptur sínum náttúrlega klæðnaði, eins óþyrmilega og stundum vill nú vera, er hrakinn nakinn út í óblíða veðuráttu og hret á vorin, öldungis upp á von og óvon, hvort hann lifi, eptir allar þær hörmungar, sem yfir hann hafa liðið, og þetta á sjer vitanlega of opt stað á voru landi, og lögin eru þar máttlaus og dauður bókstafur, og samvizkan er sofin og dofin, en öllum sem ekki eru vanir því frá barnæsku, hlýtur að blöskra þessi aðferð — sýnir þetta ekki ljóslega og áþreifanlega og átakanlega, hve sljólega margir skilja orðin hans, sem sagði: »hungraður var jeg og þjer gáfuð mjer að eta, nakinn og þjer klædduð mig, gestur og þjer hýstuð mig« o. sv. frv. •— eða þessi orð, sem hinn mikli konungur og spámaður sagði: »Drottinn er góður við alla og hans miskunnsemi nær til allra hans verka«. Skepnan hefur sitt mál, sitt þögula andvarp, sem skaparinn heyrir, þó mennirnir einatt ekki gefi því gætur. Og svo framarlega sem vjer viljum teljast í tölu sið- aðraþjóða, en ekki siðleysingja, þá verðum vjer að rýma burtu þessu þjóðarmeini, sem er almennara en svo að jeg geti varizt því að kalla það þjóðarhneysu, þjóðar- minnkun, þjóðarhneyksli, sem fátt getur afsakað nema vaninn. Fyrir utan þessa sveltingaraðferð á veturna og harð- neskjuna við hinn nakta fjenað á vorin, má margt fleira nefna, t. d. hina hrikalegu og leiðinlegu aðferð þegar frá- lagsfjeð er svípt lífi á haustin, aðferð sem víðast mun vera hætt að brúka annars staðar í siðuðum löndum, þar sem það er svæft áður en það er skorið, til þess að sársaukinn vari skemur. Það er engin dyggð, það hlýtur að vera synd, að loka augunum fyrir ómiskunnsamri ineðferð á skepnunni, sem engri vörn kemur fyrir sig, og er algjörlega háð húsbóndans valdi, og á allt undir náð hans, sem á að

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.