Kirkjublaðið - 02.09.1892, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 02.09.1892, Blaðsíða 14
þjer, kristinn raaður, má ei sturlun valda, þú manst og veizt það, hvern þú trúir á. 2. Þótt svipdimm rísi efasemda alda, og aliskyns þoku hyljist lífsis sær, í geisladjúpi Q-uðs vors hins alvalda er gnóglegt ljós, sem ekkert sigrað fær. 3. Það sýnir reynsla umliðinna alda: með undra-ljóma brauzt fram trúin hrein, er varð sem dimmust villu-nóttin kalda, því vísdóm Gruðs ei fela myrkur nein. ÞOBSTEINN ÞORIIELSSON. Verið miskunnsamir við skynlausu skepnurnar. »Og mig skyldi eklii taka sárt til Ninive, hinnar miklu borgar, í hverri að eru miklu meir en liundrað og tuttugu þúsundir manna, er ekki þekkja hægri hönd sína frá hinni vinstri, og þar með fjöldi dýra«. (Jónas IY. 11.). Og mig skyldi ekki taka sárt til hinna mörgu dýra. Svo er að skilja orð Drottins til Jónasar spámanns. Jeg man hvað mjer hnykkti við að detta ofan á þessa hugsun í gamla testamentinu á náms- árum mínum. Það eru næsta fá hein ákvæði í heilagri ritningu um miskunnsemi við dýrin, og þó er sú dyggð, sem nú á síðustu tímum einkanlega heíir verið kennd og boðuð, og það einnig hjá oss, sannkristilegs eðlis. Khl. flutti í vetur fagra smásögu eptir »Þ« um þetta málefni og álítur sjer skylt að halda áfram að glæða mannúðartilfinningu þjóðarinnar gagnvait skynlausum skepnum, Hugsunarhátturinn hreytist smám saman og þá hættir löggjöfin í þá átt að verða tómt pappírsgagn. Það er góðs viti hvað hörnum og unglingum þykir dæmalaust vænt um «Dýravin« Þjóðvinafje- lagsins. Heyásetningar og frálagstíminn er nú kominn. Kbl. velur þann tíma til að flytja lesendunum hrot úr ræðu dómkirkjuprests- ins um þetta efni. Sjera Jóhann talaði þessum orðum: . . . . Og ef vjer trúum því að Drottins miskunnsemi nær til allra lians verka, þá ætti oss líka að geta skilizt það, að einnig vor miskunnsemi á að ná ekki einungis til mannanna, sem bágstaddir eru, heldur og til skepnunnar, þegar hún er bágstödd. Þegar hesturinn er meiddur og marinn, keyrður áfram með svipum, meðan kraptarnir endast, annað hvort í hugsunarleysi eða blindri ákefð,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.