Kirkjublaðið - 01.10.1892, Síða 4

Kirkjublaðið - 01.10.1892, Síða 4
Í80 Tíu boðorð Guðs. Nú á fátt orðið rjett á sjer, þar sem boðorðin, hin gömlu Guðs tíu boðorð fá ekki að vera í friði. »Fjall- konan« skýrir frá því, að maður nokkur þýzkur hafi ný- lega gefið út rit, til að sýna, að boðorðin sjeu orðin úr- elt, í hinni gömlu mynd þeirra að minnsta kosti, og að nauðsynlegt sje að laga þau eptir aldarhætti nútímans: gjöra þau »móðins«. Blaðið skýrir enn fremur nokkuð frá röksemdaleiðslu hans, en hún er all-einkennileg. Þeg- ar til á að taka, virðist höfundurinn ekki eiginlega vita, hvað hann á að finna að boðorðunum sjálfum, en allt lendir í því fyrir honum að finna að skýringum Lúters á þeim, eða þá því, hvernig stjórnendur ríkjanna beita þeim 1 framkvæmdinni. Höf. sannar þannig sjálfur óvilj- andi ágæti boðorðanna, þar sem hann engan höggstað getur fundið á þeim, þótt hann sje að reyna til þess. Fyrsta boðorðið: »Þú skalt eigi aðra guði liafa«, mundi höf. vilja hafa svo: »Þú skalt engan Guð hafa«. Hann segir það reyndar ekki beinlínis, en það má sjá á því, sem á eptir kemur. Lúter skýrir þetta boðorð með- al annars þannig: »Vjer eigum að elska Guð yfir alla hluti fram«. Þessi skýring segir höf. að geti orðið til þess, að menn gleymi skyldum sínum við mannkynið. Því til stuðnings telur hann það, að menn háfi stundum drýgt glæpi af ímyndaðri elsku tilGuðs; cn slíkterengin sönnun. Menn geta eins drýgt glæpi af misskilinni elsku til manna, og eptir kenningu höf. ættu menn þá ekki að mega elska menn heldur. En nú vill hann einmitt láta fyrsta boðorðið vera þannig: »Þú skalt elska manninn yfir alla hluti fram«. Hjer er þá bein mótsögn. Svo sjest og höf. yfir það, að elskan til náungans sprettur einmitt af elskunni til Guðs, elskunni til þess, sem gott er í sjálfu sjer. Svo gleymir höf. því, að flest boðorðin, eða sjö hin síðari, tala eingöngu um elskuna til mann- anna; svo að það er synd að segja, að boðorðin gíeymi kærleikanum til náungans. Annað boðorðið álítur höf. afnumið í verkinu, af því að landstjórnirnar krefja eiða, — eins og boðorðið um að

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.