Kirkjublaðið - 01.10.1892, Page 6
1*2
heyja hernað þegar A þá er ráðizt saklausa, og hvað á
þá að segja? Það er og ekkert vafamál, að sannur hetju-
skapur og aðrar dyggðir geta lýst sjer í stríðum, enda
þótt ranglát sjeu; en það rjettlætir þau engan veginn
sjálf.1
Sjötta boðorðið er höf. fjölræddast um. En það, sem
höf. þar fer að tala um, snertir boðorðið sjálft ekki nema
að litlu leyti eða mjög óbeinlinis. Sjötta boðorðið bannar
að drýgja hór, og Lúter skýrir það á þann hátt, »aðvjer
eigum að lifa hreinlega og siðlega í orðum og gjörðum,
og hver hjón eigi að elska og virða hvort annað*. Hvað
rangt getur verið við þetta, er ekki gott að sjá. Það er
rjett, að öll hjónabönd eiga að byggjast á persónulegum
kærleika; ella eru þau ekki siðferðisleg í orðsins sanna
skilningi. Það er því siðferðislega rangt að stofna hjú-
skap af öðrum hvötum, og það er mjög vítavert, hve
ljettúðugir menn opt eru með að bindast hjúskap. Það er
ekki forsjá manna að þakka, þótt opt rætist furðanlega
úr slíkum hjónaböndum. En þegar hjónabönd mistakast,
þá er ætíð mikið vandhæfi á, hvernig að skal fara. Sje
einhver misskilningur eða lítilsháttar misklíð milli hjóna,
getur það optast lagast með góðu. Jafnvel stór brot eru
opt fyrirgefin, ef hið seka bætir ráð sitt. En þegar ósam-
lyndi milli hjóna er orðið svo mikið, að engin von er um
sættir, þá er ekki um annað að gjöra en að slíta hjú-
skapnum. Samkvæmt lögum þeim, sem gilda í flestum
prótestantiskum löndum, er hjónum frjálst að skilja, þeg-
ar svo stendur á, enda er slíkt í samræmi við anda krist-
indómsins. En siíkt hlýtur ætíð að skoðast sem neyðar-
úmeði. Það sýnist því öldungis þýðingarlaust að hafa
aðganginn að hjónaskilnaði greiðari en er; enda er sá
rjettur, sem menn hafa í þessu efni, tiltöiulega mjög sjald-
an notaður; sýnir það, að hjer er ekki hart að farið.
Hitt væri aptur ófært, að líða hjónum, hve nær sem er,
að hlaupa hvort frá öðru, hvað lítið sem þeim kann að
sinnast í svipinn, og lofa þeim svo viðstöðulaust að gipt-
ast aptur öðrum. I borgaralegum efnum mundi slíkt opt
1) Já, það er sorglegt vanmáttarmerki kristindómsins, að stríð
skulu þolast í »kristnum« ríkjum. Aths. ritstj.