Kirkjublaðið - 01.10.1892, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.10.1892, Blaðsíða 10
186 hluta« fyrir þessa blessun. Hverjum meðalgreindum manni er hægt að sjá, í hverju hugarástandi söfnuðurinn er, og skilja, hverja strengi tilfmninganna þarf að slá, til að leiða samstilltan þakkarlofsöng til Guðs útafhverju hjarta, og hrífa hverja sál í söfnuðinum til háleitra hug- leiðinga. Messuupphafið er sungið með lífi og tilfinningu. En svo kemur guðspjallssálmurinn: »Mín sála, vakna’ og værðum hafna« (243). Það er eins og ský dragi fyrir sólina; það slær skuggablæ á hverja ásjónu; og þessum skugga Ijettir eigi af, því til óhamingju hefir presturinn um morguninn stungið inn f handókina blöðum, sem liann á fyrstu prestskaparárum sínutn hefir ritað á dynjandi ræðu »um gjöld syndarinnar í öðru lífi«. Reyndar les hann ræðuna (nú í 3. sinn) með þessum niðandi mæðu- hljómblæ, sem sumum prestum er svo tamur, hvers efnis sem ræðan er, og hverja setningu með sama áherslufall- andi.— Að messulokum er sungið: »Hvað stoðar þig allt heimsins góss og gæði« (329). Margir eru reyndar farnir út þá. Yfirbragð safnaðarins er breytt. Gleðiljóminn er horfinn, en raunaskuggar, gremjudrættir, ergjuhnyklar komnir í staðinn. Gömlu mennirnir ganga hljóðir ognið- urlútir til hesta sinna, láta þá rölta hægt heim, og »sofa úr sjer ólundina« það sem eptir er dagsins; en unga fólk- ið ríður út um sveitina til að brá af sjer hjá kunningj- unum, og lauga sig hið innra í náðarstraumum Bakkusar og kaffikönnunnar. Ef prestar temdu sjer að prjedika blaðalaust og textavalið væri þeim alveg frjálst, mundi síður hætt við að þeir prjedikuðu í bága við aðal-hugarástand safnaðar- ins. Þeir gætu þá kryddað ræðu sina með hverju því, er stundin byði, til að hrífa sálir tileyrendanna, þó að þeir hefðu hugsað aðalefni ræðunnar fyrirfram. Þá gætu þeir notað sólargeislann, sem fellur inn um kirkjuglugg- ann, regndropann, hagikornið, sem bylur á þakinu, til að hefja hugi safnaðarins til Guðs. Þótt efnisgangurinn í hinni mæltu ræðu verði eigi eins rakinn, sem í lesinni, verður hún þó að jafnaði áhrifameiri fyrir það, að hún er lifandi orð, ávöxtur vakandi anda; enda hlýtur fram-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.