Kirkjublaðið - 01.10.1892, Page 12

Kirkjublaðið - 01.10.1892, Page 12
188 hans blessuð hjálpin hjálpar mjer, það huggun mín og styrkur er. EIRÍKUR EIRÍKSSON. ----------- Sunnudagaguösþjónusta vor hjet fyrirlestur, sem háskólakennari dr. Fr. Nielsen hjelt á kirkjulegum málfundi í Oðinsey í sumar: Tvennskonar guðsþjónusta var á postulatímanum, samkomur, sem öllum stóðu opnar, þar sem kristniboðið var flutt heiðingjum og Gyðingum, og aðrar f'yrir luktum dyrum með sálmasöng, lestri ritningarinnar og nautn kvöldmáltíðarinnar; þar komu að eins trúaðir. Um miðja aðra öld fer að verða ein samkoma úr báðum, þar sem fór saman hvorttveggja hið áður nefnda, sem er og verð- ur jafnan meginatriði guðsþjónustunnar: boðun orðsins og kvöldmáltíðin. I katólsku kirkjunni verður altarisþjón- ustan ofan á, í hinni grísku verður guðsþjónustan enda nærri því tómur sjónarleikur. Lúter skipar prjedikuninni aptur í öndvegi. Guðsþjónustan er uppbygging og fræðsia, en hún á líka að vera sameiginleg tilbeiðsla og þakkarfórn. Þess vegna má eigi vanta lifandi hluttöku safnaðarins. Svör safnað- arins eru ekki þýðingarlítil. Þýðing altarisþjónustunnar, eins og hún nú er, þarf iðulega að skýrast fyrir söfnuð- inum. Yfir höfuð að tala er lítil þörf á nýjungum í hinni ytri mynd guðsþjónustunnar, hitt skiptir mestu, að nýtt líf færist 1 það sem er. Margir eru á því, að stytta eigi guðsþjónustuna. Ein- staka atriði kann að virðast ofaukið. Sumir vilja t.d. slepþa bæninni í kórdyrum fyrir messu,—söfnuðurinn bæni sig í hljóði(?),—eða þá breyta bæninni, af því að hún virðist gefa í skyn, að það sje ekki annað að sækja í kirkjuna en hlýða á prjedikun(?). Faðir vor mætti missa sig á eptir báðum bænunum í kórdyrum. Þessi dýru orð geta misst mátt sinn við slíkar endurtekningar. Líkt er að segja um blessunarorðin. í fornkirkjunni var eigi lýst blessun af prjedikunarstól. Prjedikunin endaði með lofgjörðar-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.