Kirkjublaðið - 01.10.1892, Síða 13

Kirkjublaðið - 01.10.1892, Síða 13
1S9 orðum um hínn þríeina Guð (»gloríu«). í fornkirkjunni var heldur eigi lesin bæn eptir prjedikun af stól, heldur frá altari, þaðan fóru fram fyrirbænirnar almennar og einstaklegar. Gæti það ekki enn verið til fyrirmyndar? Ýmsir vilja gjöra guðsþjónustuna hátíðlegri, með auk- inni altarisþjónustu og meiri tilbreytni. Þörfin næsta efa- söm. Sálmasöngurinn, sem flytur Guði sameiginlega þakk- arfórn safnaðarins, bætir það fyllilega upp í voru kirkju- fjelagi, sje altarisþjónustan fátæklegri en t. d. í katólsku kirkjunni. Margir vilja láta fara með skírnarsáttmálann við hverja guðsjsjónustu. Víða er hann lesinn í upphafi prje- dikunarinnar. Sumir vilja að eins fara með hina postul. legu trúarjátningu, en sleppa afneituninni að dæmi Svía. En þeir hafa líka sleppt afneituninni við skírnina. Afneitun og játning eru óaðskiljanlegar. Bezt færi á því að byrja guðsþjónustuna með skírnarsáttmálanum, þar sem skírnin er inngönguskilyrðið í kristilegt fjelag. Mjer er mjög hugarhaldið um eitt, og það er það, að meira sje farið með heilaga ritningu við guðsþjónustuna en nú gjörist. Það er hreinasta ómynd, að sama guð- spjallið er lesið frá altari og af stól. Það verður að hafa sitt hvað fyrír augum, þegar valin er lesning frá altarinu og af prjedikunarstólnum. Til tóns á að velja leskafia, sem söfnuðurinn skilur útþýðingarlaust; á prjedikunar- stólnum getur maður farið með torskildari staði. Með því móti mætti koina að heilum lesköflum úr ritningunni í samanhengi. (Þessi útdráttur er tekinn eptir *Almindelig Kirketidende«). ---------------------------------— Umburðarlyndi og trú. í »Lögbergi« 13. ágúst stendur eptir sjálfan ritstjórann: «Það er einkver sá mesti misskilningur á íslenzkum almenn- ingi, sem hugsast getur, að halda að hann sje yíir höfuð umburð- arlaus í trúarefnum á þessum síðustu áratúgum 19. aldarinnar. Sannleikurinn er sá, að öllum þorra manna á Islandi stendur hjart- anlega á sama um trúarbrögð annara og hneykslast ekki lifandi vitund á annarlegum trúarskoðunum — vitaskuld af þeirri einföldu ástæðu, að það eru tiltölulega svo sárfáir menn á landinu, sem hafa þá trú, er kirkjan kennir...

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.