Kirkjublaðið - 01.10.1892, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.10.1892, Blaðsíða 15
Í91 kristindómsms felst eigi síður í kærleiksþjónustu en játrl- ingum? Umburðarlyndi getur verið sprottið af kæruleysi, og því mælir enginn bót, þar vantar hina sönnu dyggða-rót, slíkt umburðarlyndi er allt annað en dyggð. En til er umburðarlyndi samfara trú, og Guð gefi því sigur í vorri íslenzku kirkju. Versið hans sjera Sigurðar á Presthólum kunna allir: Kærleiksverk, sál mín, keppstu við; kristnum sómir ást-unda frið, þar síðar eigum, börn Guðs blíð, búa saman urn alla tib. Til eindrægni skaptir erum vjer, eindrægni því oss rækja ber. Með samfundavonina fyrir augum eigum vjer að um- gangast kristna bræður með breytilegum trúarskoðunum. Það er kristilegur trúargrundvöllur fyrir kristilegu umburðarlyndi. -----3se------ Fi-á hjeraðsfundum 1892. Hjei'aðsfundur Kjalarnessþings var haldinn 12, sept., við- staddir voru 5 prestar af 7 og 6 safnaðarfulltrúar af 1Ö. I Við- eyjar- og Krysuvíkur-sóknum mun enginn safnaðarfulltrúi vera kosinn. Pundurinn stóð yíir 5 stundir. Prófastur skýrði frá hinu kirkjulega ástandi í prófastsdæminu, eins og hann hafði kynnt sjer það síðast á visitazíuferð sinni í sumar, og ljet vel yíir bæði barnauppfræðing og kirkjurækni. Tillögur handbókarnefndarinnar voru samþykktar. Þessar voru heiztar: Gömlu t-extunuum sje haldið við altarisþjónustu, en leyfð 1 eða 2 nýjar textaraðir að auki, þó sje hverri röðinni um sig haldið út allt kirkjuárið. Textar af prjedikunarstól sjeu frjálsir. Við barnaskírn komi ný inngangsorð og annað ávarp til guðfeðgina. Spurningarnar heinar til barnsins eins og úður var. Um það atriði voru þó mjög skiptar skoðanir. Sleppa mætti úr orðunum »sannur. og »sannarlegt« við út- deilingu. Við þjónustan sjúkra f'alli hurt lesningin á eptir blessunarorð- unum. Bænin við þá áthöfn sje önnur en í kirkjunni. Hjónavígsluspurningarnar breytist. Styttri og viðhafnarminni guðsþjónusta (án altarisþjónustu fyrir prjedikun) sje eigi leyfð á venjulegum messutíma, og viðhafnar- meiri guðsþjónusta með aukinni altarisþjónustu (tón og svörurn) sje að eins leyfð — eptir samkomulagi og kringumstæðum — en eigi boðin. Kirkjuvígslu-form komi í handbókina til þess að gjöra þá at- höfn hátíðlegri. Hjeraðsfundurinn leyfði fyrir sitt leyti, að Útskálasöfnuður taki

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.