Kirkjublaðið - 01.12.1892, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.12.1892, Blaðsíða 4
séinastí fór, var barnið klætt, farið með það fram í bæj- ardyr og tjóðrað með hlekkjafesti við dyrustafina allan daginn og dag eptir dag allan sláttinn. Aumingja barnið óx upp og varð seinna að bera hlekki. Þetta barn, eða maðurinn, sem svona var farið með þegar hann var barn, var ekki alls fyrir löngu kunnur um land allt fyrir alls- konar óknytti og afbrot. Aumingja barnið. — Hve opt gjalda börnin hinna full- orðnu. Illt er í ætt gjarnast, og syndir foreldranna og forfeðranna koma fram á börnunum. En þó gjörir uppeldið mest til. Að hugsa sjer bless- uð litlu börnin, sem eru svo sakleysisleg að sjá, að hugsa sjer þau alast upp til að verða stórglæpamenn og morð- ingjar, eins og dæmi eru til. Vjer, sem börnin eigum, verðum að gæta skyldna vorra við þau. Af skyldum vorum við náungann, við bræðurna og börnin, þekki jeg ekki háleitari og helgari skyldu en þá, að ala vel upp börnin. »Kenn hinum unga þann veg, sem hann á að ganga og þegar hann eldist mun hann ekki af honum beygja« Greinina má beygja og sveigja á meðan hún er ung, Gömul og feyskin grein verður ekki sveigð svo að hún ekki brotni. Jeg man eptir, þegar jeg var ungur og börn voru fermd, og ekki síður síðan jeg fór að ferma börn, þess- um góðu og gullvægu orðum: »Vaxnir, hjer hlustið orð Drottins á. Hræðist þjer, að hneyksla börnin smá«. Sízt af öllu vildi jeg hneyksla smælingjana; sízt af öllu vildi jeg gefa af mjer illt dæmi »börnunum eptir að breyta*. En það er í þessu sem öðru hægra að kenna heil- ræðin en halda þau. Það eru á flestum heimilum fleiri menn en foreldrar og börn. Um það skulum vjer tala næst. Meira.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.