Kirkjublaðið - 01.12.1892, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.12.1892, Blaðsíða 7
215 hald fyrir heirailin og börnin, að verða sjer ekki tíl minnkunar gagnvart öðrum heimilum og börnum. Að eins er þess að gæta, að þó að barnaprófin sjeu og verði almenn, má ekki taka sjer af því tilefni til að láta húsvitjanir falla niður. Því fyrst og fremst eru ekki börn kölluð til prófs yngri en 11 ára, og vegna yngri barnanna þarf að húsvitja, og svo vegna eldra fólksins. Presturinn kemur aldrei á sum heimili, nema þegar hann húsvitjar. Það stappar nærri fyrirlitningu, ef presturinn kemur ekki að minnsta kosti einu sinni á ári á hvert heimili sóknarmanna sinna. Mjer finnst að hvert einasta heimjli í hverju prestakalli eigi heirating á að fá að sjá prest sinn einu sinni á ári, þó ekki væri til annars, þá til þess, að gjöra prestinum gott. Það er rjettur hvers sóknarheimilis, að fá færi á að gjöra presti sínum gott, þó ekki sje nema kaldur vatnsdrykkur, og sízt má ganga fram hjá fátæklingunum í ljelegu húsakynnunum og öðrum fátæklegum högum í þessu efni. Sjera Arnljótur tók fyrstur upp á barnaprófum f Bægisárprestakalli«. . ; . Samskot til ekkju sjera Pjeturs M. Þorsteinssonar að Stað 1 Grunna- vík fá góðar undirtektir vestra. Þorvaldur prófastur Jónsson á ísafirði skrifar: »Grunnvíkingar sakna margir sjera Pjeturs, enda mátti það að mörgu leyti, því að hann var fjelagsmaður góður, hjálpsamur og góðsamur, jafnvel yfir efni fram, því að efnin voru ávallt lítil og hagur ekkjunnar er við fráfall hans mjög bágborinn, 5 ungbörn og öldruð móðir og bróðir hins látna fyrir innan fermingu, og aðalaðdrættir hans úr kaupstað til vetrarins glötuðust er skiptjónið varð, svo að ekkjan stóð þá að kalla bjargarlaus uppi með þessa fjölskyldu. Jeg tók því það ráð, að leita samskota hjá sóknarbörnum mínum til handa ekkjunni og var því mjög vel tekið, og hef jeg mælzt til þess við aðra presta í prófastsdæminu að gangast fyrir sainskotum, hver hjá sjer, og efast jeg eigi um, að þeir taki vel undir það.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.