Kirkjublaðið - 01.12.1892, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.12.1892, Blaðsíða 9
2i7 Hjeraðsfundahald. Húnvetningar hafa 2 sumur haldið hjeraðsfund sinn i júnímánuði, Skagfirðingar byrjuðu á því í sumar og Suður-Þingeyingar virðast ætla að gjöra það næst. Bisk- up leyfir eigi þessa nýung sem vonlegt er, en vill eigi eptir kringumstæðum beinlínis leggja bann við henni (sjá fundarskýrslu Suður-Þing.próf. hjer í blaðinu). Þessi breyt- ing á fundartímanum er þó athugaverð, auk þess sem hún er beint ofan í lögin. Safnaðarfundir verða þó að vera afstaðnir á undan hjeraðsfundi; þeirra hald yrði þá líka að færa til i þessura prófastsdæmum í lagabanni, því að lítt mögulegt er, sízt þar sem prestúr þjónar fleiri sóknum, að hafa lokið þeim fundum, beri hjeraðsfundinn upp á sama mánuð, enda kannaðist stjórnarfrumvarpið 1891 við þá nauð- syn, með því að færa safnaðarfundina til maímánaðar. Ein- hver samvinnuvon kynni og að vera milli synodusar og hjeraðsfunda, en hjeraðsfundir, sem haldnir eru i júní, ná fæstirmeðmál sín á synodusí byrjunjúlímánaðar. Vilji aptur synodus bera eitthvert mál undir hieraðsfundina, eins og t. d. nú síðast um handbókina, þá getur hún ekki á næsta ári fengið svarið úr fjarlægari hjeruðutn, en verður að bíða 2 ár, — því ekki er vert að treysta aukafundum. — Allir munu sammála um, að fundirnir eiga að vera um sama leyti alstaðar á landinu. Auk þess sem betur fer á því, má sýna fram á nauðsyn til þess, en þá verður afl að ráða um það, hvort velja skuli fremur einhvern vor- mánuð en haustmánuð. Það hagar svo misjafnlega til á landinu, og þau prófastsdæmin kunna að vera fleiri, sem halda vilja gamla fundartímanum að haustinu, að minnsta kosti voru 2 þingmenn á því, sem töluðu í því máli, ann- ar úr ísafjarðarsýslu, en hinn úr Rangárvallasýslu, Jeg tel því ekkert óhapp, þótt stjórnarfrumvarpið um færslu funda-tímans færi í mola síðast, meðan málið var svo óvíða hugsað og rætt á sínum rjettu málþingum og von- andi fer þingið ekki að breyta lögunum í þessari grein, fyr en kominn er yfirlýstur vilji úr öllum prófastsdæm- um landsins. Sem stendur virðist óhjákvæmilegt að hlýða lögunum, en þar sem 3 fjölmenn prófastsdæmi óska breyt- ingar ætti kirkjustjórnin að leita álits hinna prófastsdæm-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.