Kirkjublaðið - 01.12.1892, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.12.1892, Blaðsíða 8
216 Jeg er líka viss utn, að margir embættisbræður sjera Pjeturs, sem í fjarlægð eru, mundu taka innilega hlut- deild í mæðukjörum ekkju hans, ef þeir vissu um hinn hörmulega hag hennar . . . Jeg er líka viss um, að margir í Reykjavík mundu sinna þessu, því að sjera Pjet- ur var þar upp alinn, og móðir hans öllum að góðu kunn« Hjer er sannarlega neyð og kristilegt kærleiksverk að vinna fyrir þá sem viljann hafa og einhverja getu. Kirkjublaðið tekur fúslega við gjöfum, kvittar fyrir þær og sendir prófastinum á ísafirði. -----3se----- Á gamla’ árs kvöld. Vjer þökkum þjer, Guð vor, sem gafst oss vort líf, og gæði þau öll er vjer njótum, sem varst oss frá barnæsku vörður og hlíf og vilt að vjer sæluna hljótum. A sjerhverju ári, já sjerhverri stund, þú sýndir oss föðurást blíða; og enn heflr leitt oss þín ástríka mund það árið sem burt er að líða. En vjer höfum gjaflr án þakklætis þáð og þínum frá boðum opt vikið. Nú biðjum vjer: hjálp oss að bæta vort ráð; oss brestur svo stórlega mikið. Með árinu liðna gef af leggjum vjer það allt, sem til hnekkis var gæðum. Með árinu nýja, sem eptir nú fer, oss anda gef nýjan af hæðum. Öll framtíðar árin vor felum vjer þjer; sem faðir í náð við oss breyttu. Og lífsárum vorum þá lokið er hjer í ljósheimi’ oss nýársdag veittu. fír. J.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.