Kirkjublaðið - 01.12.1892, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.12.1892, Blaðsíða 11
mennra samskota til kristníboðs í útlöndum og álitu þeim pening- um, sem safnast kynnu til kristindómseflingar, betur varið í land- inu sjálf'ut. Uppástunga kom um borgun á ferðakostnaði hjeraðsfundar- manna og var því máli vísað til kirkjugarðsnefndarinnar. Samþykkt var í einu hljóði að halda næsta hjeraðsfund í júní. Hjeraðsfund JEyfirðinga, 8. sept., sóttu 6 prestar at 9 og 17 fulltrúar af 21. Fund. byrjaði með guðsþjónustu og prjedikaði sjera Matthías Jochumsson. Fund. ítrekaði áskorun sína um eptirgjaldslausa bújörð handa prestinum í Grundarþingum. Rætt, var um vorprof unglinga, 11—15 ára, og er meira um það annarstaðar í þessu tölublaði. Samþykkt var að halda áfram barnaspurningum frá föstubyrjun til veturnótta. Fulltr. Akureyrar bar fram þá tillögu, að landstjórnin legði fyrir næsta þing frumvarp synodusnefndarinnar um breytingu á tekjum presta, sem var fyrir þinginu 1889, og var sú tiliaga sam- þykkt í einu hljóöi. Sami bar upp þá tillögu, að íá breytingu á lögum 22. maí 1890 um innheimtu og ineðferð á kirknafje í þá átt, að þau næðu eins til bændakirkna og annara kirkna, að því undan- skyldu, að bændakirkjur væru ekki skyldar tii að leggja íje sitt í hinn almenna kirknasjóð, og var tillagan samþj7kkt með meiri hluta atkvæða. — Leitað var gjafa til prestaekknasjóðsins. íFundurinn lýsti yíir því samkvæmt áskorun frá safnaðarfulltrúa Akureyrarsóknar, að árásir þær, sem gjörðar hefðu verið á sóknar- prest Akureyrar í útlendum og innlendum blöðum út af kenningu hans, væru ekki á rökum byggðar, og safnaðarfundargjörðir sókn- arinnar lýstu því yflr, að söfnuðurinn væri vel ánægður með hann sem prest«. — Fundarskýrslan heflr áður staðið í »Norðurljósinu« 0g þar var líka þessi yfirlýsing, sem víkur að sjera Matthíasi; harla tilefnis- litil, að því er snertir »árásir« innlendra blaða. IJjer er yfirlýsing- in tekin orðrjett eptir íúndarskýslu próíásts. Hjeraðsfund Suður-Þingeyinga, 4. sept., sóttu 0 prestar af 8 og 13 fulltrúar af 18. Fund. var haldinn á sunnudag að afstað- inni guðsþjónustugjörð. Unglingapróf höfðu farið fram í nokkrum sókuum, en sumstað- ar höfðu próf þessi eigi komiist á sökum ótíðar. Afráðið var að þessi próf kæmust á alstaðar í prfd., sem »tnjög góð og nauðsyn- leg«, og skyldi prófastur senda prestum skýrsluform til fyrirmyndar. Bætt var um endurskoðun handbókarinnar og lýsti fund. ylir því, »að hann óski þess alvarlega, að kirkjustjórnin gjöri breyting- ar á handbók presta í þá átt, sem síðasti hjeraðsfundur stakk upp á (Kbl. II, 1), og gjöri þetta sem alla fyrst, helzt á næsta ári. Sjerstaklega álítur fund. breytingu á hjónavígsluformúlunni bráð- nauðsynlegat. Leitað var gjafa til prestaekknasjóðsins. — Prófastur hafði leitað leyfis biskups til hjeraðsfundarhalds að vorinu '(Kbl. II, 1), en bisk- up hafði eigi tjáð sig hafa myndugleika til þess, en mundi þó láta afskiptalaust, ef enginn kærði og málin kæmu eigi síður undirbúin fyrir fundinn. •------>*<-------

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.