Kirkjublaðið - 01.12.1894, Síða 4

Kirkjublaðið - 01.12.1894, Síða 4
færzt undan þvi7 með þvi hann Jannarsvegar óttaðist lýðinn og hinsvegar mun hann af viðræðum sínum við Jóhannes í fangelsinu, hafa fengið það álit á honum, að hann væri maður rjettlátur og heilagur og því kynokað sjer við að gjöra honurn mein, enda jafnvel verið vel til hans og gjarnan hlýtt á ræðu hans (sbr. Mark. 6, 20.). En Heródías gafst ekki upp við það, heldur beið þess, að tækifæri gæfist, er hún gæti komið hefndum fram við hinn berorða spámann. Og þess varð ekki iangt að biða, að tækifærið biðist. Fjórðungshöfðinginn hjelt hátiðlegan fæðingardag sinn i Makkæros og hafði boðið til sín ýmsu stjórmenni og haldið þeirn mikla veizlu. Salóme, dóttir Heródíasar og fyrra manns hennar, skemmti gestunum með dansi og þótti stjúpa hennar, Heródesi, henni farast það svo vel, að haun yrði á einhvern hátt að launa henni skemmtunina. Og hinn raupsami smáfursti, er vildi sýn- ast gildur í augum gesta sinna, hjet henni að launum sjerhverju því, er hún æskti, allt að helmingi »konungs ríkis« síns. Stúlkan leitaði á fund móður sýinar ogspurði hana, hvers hún ætti að óska sjer, en Heródias greip færið, sem nú gafst, til þess að koma hefndum yfir Jó- hannes, og taldi dóttur sína á það, að biðja Heródes um höfuð skírarans á fati (Matt. 14, 8.). Heródes þóttist ekki geta synjað henni bænarinnar, vegna eiðs þess, er haun hafði unnið að heitinu og vegna höfðingjanna, sem við voru staddir og sendi því til fangelsisins og ljet háls- höggva Jóhannes. Þannig ljet Jóhannes líf sitt fyrir ^amvizkulausum hefndarhug hinnar grimmu og lauslátu Heródíasar. En lærisveinar skírarans tóku líkið og jörðuðu það. Þeir fóru síðan á fund Jesú, sem enn þá mun hafa verið staddur í Jerúsalem og sögðu honum frá því, hvernig komið væri fyrir meistara sínum. En Jesús sá í því, sem fram hafði komið við Jóhannes, tákn -þess, sem fram mundi koma við sjálfan hann og hjelt því norður til Galíleu, til þess að vinna meðan dagur væri, því »hans tími var enn þá ekki kominn«. * .= * «Hann var brennandi og skært logandi ljós« (Jóh. 5,

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.