Kirkjublaðið - 01.12.1894, Page 9

Kirkjublaðið - 01.12.1894, Page 9
217 minna leyti gefin af söfnuðum, nema í Eyrarbakkakirkju, það gaf stórkaupmaður Lefolii einn. 2. í Rangárvallaprfd. eru harmónía í 6 kirkjum af 20. 3. í Mýraprfd. eru 4 harmónía, kirkjur 11. 4. í Vedur-hafjarðarprfd. eru 3 harmónía en kirkj- ur 10. Þessi harmónía verða þó eigi notuð stöðugt vegna þess, að fastan organista vantar. Eigandi Mýrakirkju, frú Guðný Guðmundsdóttir, hefir gefið ein harmóníið í þá kirkju. 5. í Skagafjarðarprfd. eru 9 harmónía eu kirkjur 22. Eigandi Víðimýrarkirkju, sjera Jakob Benediktsson, og eigandi Reykjakirkju, Jóhann hreppstjóri Pjetursson á Brúnastöðum hafa geíið hljóðfærin í sínar kirkjur. Söfn- uðir hafa annars að mestu gefið hljóðfærin. Harmóníið í Hólakirkju var keypt eingöngu fyrir tombólu og lotterí- peninga og kostaði hátt á 6. hundrað kr. 6. 1 Eyjafjarðarprfd. eru harmónía í 13 kirkjum, en vantar í 9. Af þessum 13 kirkjum eru 5 bændakirkjur og hafa eigendur 4 þeirra lagt til hljóðfæri að öllu leyti af kirknafje, eða með öðrum orðum gefið þau. I flestum hinum kirkjunum eru hljóðfærin fengin með samskotum, sumstaðar með styrk af fje kirkjunnar. Eyrsta hljóðfæri kom í Akureyrarkirkju, og árið 1876 voru 2 önnur hljóð- færi komin í kirkjur þar í prfd. Dýrasta hljóðfærið er í Möðruvalla-klausturskirkju, keypt frá Englandi, og kost- aði yfir 600 krónur. 7. í Suður-Þingeyjarprfd. eru 7 harmónía, kirkjur 18. Nærri mun láta eptir þessu, að hljóðfæri sjeu komin og notuð við guðsþjónustu í þriðjung kirknanna. Fiest eru þau komin á síðustu 10 árum og fjölgar árlega. Meiri hlutinn mun gefinn af söfnuðum að einhverju leyti. Frekari upplýsinga um þetta efni beiðist Kbl. ekki úr þessu. En eigi væri úr vegi, að einhver fyndi-köllun hjá sjer, að vikja að þeirri hættu, sem sumstaðar virðist standa af hljóð- færunum, — og þyrfti eigi langt að sækja dæmi til þess,— að söngurinn verður alveg óskiljanlegur, framburður orð- anna kafnar í óm hljóðfærisins. Hvað á að gjöra við slíku?

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.