Kirkjublaðið - 01.12.1894, Side 11

Kirkjublaðið - 01.12.1894, Side 11
219 ur getur í katólskum skilningi átt sjer stað án kirkjulegr- ar yfirstjórnar og rjettarskipana. í reformeruðu kirkjunni er í ýmsum deildum haldið fram, að viss, ákveðin kirkjustjórn með ákveðinni rjettar- skipun, sje af Guði sett og kirkjunni meðfædd. Mætti til þess nefna biskupskirkjuna ensku og öldungakirkjuna skozku. Lúterska kirkjan hefir að vísu jafnan haldið því f'ram, að enginn »guðdómlegur« kirkjurjettur sje til, að öll rjettarskipun kirkjunnar sje mönnum á sjálfsvald sett, megi fara eptir því, sem bezt fer á hverjum stað og sögulega hefir myndazt, en þó er sú skoðun ráðandi, að kirkjan, sem trúarlegt fjelag, með óhjákvæmilegri fram- kvæmd ýmsra ytri guðsþjónustuathafna, hljóti beint sam- kvæmt eðli sínu að krefjast einhverrar rjettarskipunar. Saga kirkjurjettarins hrekur jafnt hina katólsku og hina protestantisku skoðun. Myndunarsaga kirkjurjettar- ins sýnir oss það bezt, að kirkjan eptir sínu innsta eðli þolir engan kirkjurjett. Frá hjeraösfundum 1894. Hjeiaðsí. fórust fyrir í Norður-Isatjarðar- og Eyjafjarðarprfd.; fáir sem engir sóttu. Sömuleiðis varð árangurslaus ítrekuð tilraun að fá lögmætan hjeraðsf. í Norður-Múlaprtd. þ. á. (sjá Kbl. þ. á., bls. 191). Engin skýrsla er komin um hjeraösfundahald eða fundarfall í Barðastrandar-, Vestur-ísatjarðar-, Stranda- og Suður-Múlapró- fastsdæmum. ---------------------- „For Kirke og Kultur“. Kbl. gat í íyrra hinna helztu dönsku tímarita kristilegs et'nis, og hjet þá að geta síðar sænskra og norskra. Það væri auðgjört að telja hjer upp helztu tímaritiu, með ein- hverjum svolitlum einkennum til leiðbeiningar, en því skal sleppt að sinni, en að eins getið þess eina, sem Kbl. ræður eindregið öll- um prestum til að lesa og eignast fram yíir öll ‘önnur útlend tíma- rit. Tímarit þetta byrjar með þessu útlíðandi ári og er framhald at »Luthersk Ugeskrift«, sem hjer heima er nokkuð kunnugt, en það timarit hætti í árslokin 1893. Þessu nýja tímariti fylgja þá og einnig hin >Kirkju!egu bókmenntatiðindis, sem íylgdu hinu tímaritinu og getið var um og mælt með í Kbl. I, 4.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.