Kirkjublaðið - 01.11.1895, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.11.1895, Blaðsíða 9
2Ó1 tneðlimír þeírra hafa yfirleitt raikið fje til uraráða, og geta því látið ýmislegt gott af sjer leiða, sem vjer rmind- um alls ekki geta, þó að vjer værum allir af vilja gerð- ir. Yenjulegast er að benda á frikirkjuna í Ameríku sem fyrirmynd, og í »svörunum« stendur svo: »Til þess að sannfærast um framíör trúarlífsins og áhugann í fríkirkj- unura, þarf eigi annað en líta á afleiðingar fríkirkju- fyrirkomulagsins í Ameríku, og verður þá naumast ann- að sagt en að þær sjeu hinar glæsilegustu og gleðirík- ustu«. Það er hvorttveggja, að þar er rnikið lagt til margra kirkjulegra raálefna, eins og rjettilega er tekið fram í »svörunum«, enda er þar af miklum auði að miðla. En hvort sannarlega kristilegt lít'er þar rikara, en á með- al vor í hinni lítilsvirtu þjóðkirkju, er í meira lagi vafa- samt. Jeg hefi einhverstaðar í blöðum nýlega sjeð það haft eptir merkum manni, mig minnir hinum nafntogaða siðvendnismanni Stead frá Lundúnum, er fyrir skömmu ferðaðist um Bandaríkin, að »Chicago vœri vasa-útgdfa1 af helvíti, ef helviti vœri þá eJcki vasa útgáfa af Chicago«. Ekki getur þetta kallast mjög »glæsilegt« nje »gleðiríkt«; þar vantar þó ekki frikirkjuna. Og þó að hjer sje auð- vitað nokkuð ýkjulega til orða tekið, þá sýna þessi um- mæli, að þessum merka manni hefir ekki litizt þar vel á blikuna, að þvf er kristilegt lif og siðferði snertir. Og engum manni mundi hafa dottið í hug, að hafa slík orð um þetta land, þrátt fyrir fríkirkjuleysið. Það virðist því yera nokkuð hæpið, að gjöra sjer mjög glæsilegar vonir um andlega og veraldlega fram- för, þó að fríkirkja fáist. Skilyrði framfaranna eru allt önnur en hið ytra fyrirkomulag, þó að það hafi sina þýðingu. 0g á þetta bæði við riki og kirkju hvort fyrir sig. Eins og tímanleg velmegun og farsæld þjóðanna er ekki komin undir því, hvort ríkin eru einveldi eða lýðveldi, eins er þroskun trúar- og siðferðislifsins, og jafnvel allskonar framför, ekki komin undir þvi, hvort kirkjan er rikiskirkja eða fríkirkja. Fyrirkomulagið skiptir litlu að þessu leyti; en hitt skiptir, miklu, að sem 1) Smáútgáfa. af bók, til að hafa í vasa sínum.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.