Kirkjublaðið - 01.11.1895, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.11.1895, Blaðsíða 11
203 legt trúarófrelsi, en við þessu öllu er alltaf hætt, ef snögg breyting keraur á í kirkjulegu tilliti, auk þess sem hætt getur verið við meiri sundrung og rifrildi, en þar er þó varla ábætandi. Hingað til hefir íslenzka kirkjan stutt rikið, en svo gæti farið, að hún sem frí- kirkja snerist á móti ríkinu, eða sumir flokkar hennar að minnsta kosti, og yrði það hvorutveggja meira tjón, en hægt er að ímynda sjer í fljótu bragði. Þetta eru raunar «ágizkanir», en þær eru ekki alveg gripnar úr lausu lopti, hcldur eptir þeirri reynslu, sem fengin er annarstaðar, þar sem eins stendur á að þessu leyti. Tvær síðustu málsgreinarnar^í «svörum» hins heiðr- aða höfundar þarf jeg í rauninnKekki að minnast á. Jeg er honum þar samþykkur í öllum aðalatriðum. Við mæt- umst þar í þvi, að vilja «að engu flana», og «gleyma hvorki sögulegri viðburðarás liðinnar tíðar nje lítilsvirða hið sannverulega ástand yttrstandandi tíðar», sömuleiðis í þvf, að vilja smátt og smátt fá þær umbætur á kirkju- málum, sem kröfur tímans heimta, — annaðhvort til að gjöra skilnað ríkis og kirkju óþarfan, eða þá til að greiða frikirkjunni braut, ef svo vill verkast, þegar hent- ugur tími er til kominn. En þess tíma er að líkindum nokkuð langt að bíða; og svo þarf að vera ef vel á að fara. Þýðing trúarbragðanna fyrir mannfjelagið. Eptir W. E. Channing. Fáa menn grunar og enginn skilur Uklega til hlítar hversu víðtækan styrk trúarbrögðin veita dyggðum hins daglega lífs. Verið getur að enguin sje kunnugt hversu mikla næringu vorar siðferðilegu og fjelagslegu hugstefn- ur fá úr þessari uppsprettulind. Hversu máttvana mundi samvizkan verða án trúarinnar á Guð. Hversu afllaus mundi mannleg góðvdld vera, væri engin kenud til um æðri góðvild til að lifga hana og viðhalda henni; hversu snögglega mundi öll fjelagsbyggingin hristast og með hve ógurlegu braki lirynja í sorglegar rústir, væru hugmynd-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.