Kirkjublaðið - 01.03.1897, Síða 5

Kirkjublaðið - 01.03.1897, Síða 5
37 Tilgangur þeirra, er fje það er frá, sera nú er um að ræða, er alveg gagnstæður tilgangi Egils, enda er von- andi, að sú verði raun á, er gagnstæð er því, sera Egill ætlaðist til. Reyndar er manneðlið allt af bið sama, en vona má að siðmenning þjóðarinnar sje nú á hærra stigi. Það skulum vjer og vona, að til þess komi aldrei, að all- ur þingheimur berjist um fje þetta, jafnvel ekki í orði á bak eða brjóst, hvað þá að menn gjöri það að veiklegu ófriðarefni. Þess væri óskandi og það er líka vonandi, að vjer ekki gefum neitt tilefni tii þess, að á oss rætist í annað sinn og ef til vill í enn fyllra mæli orð Drottins vors: »Hvert það riki, sem í sjálfu sjer er sundurþykkt, mun leggjast í auðn, og hvert hús mun þar yfirannað hrapa«. (Lúk. 11, 17.). Frá því forði Guð oss ölluru. V. B. Um aðskilnað ríkis og kirkju. Fyrirlestur eptir Lárus Halldórsson. (Frarnli.) Vjer líturn í vesturátt. Það er í hinum nýja heimi að þetta prinsíp, trúarbragðafrelsið, hefir fest dýpstar rætur, festi rætur meðan dimm ófrelsisöld ríkti í hinum gamla heimi, og hefir borið dýrðlega eða að minnsta kosti glæsilega ávexti. Mjer dettur reyndar ekki í hug að ætla, að það sje allt »gull, sem glóir« í kirkjunni þar vestur frá; en því verður þó víst ekki neitað, að fjörugra og aflmeira kirkju legu lífi hefir maður ekki afspurn af annarstaðar, og dauft er umhorfs á voru landi t. a. m. í samanburði við það. Eða hvað mun valda því, að enginn Islendingur hefir fundið eins sárt til deyfðarinnar i kirkjulífinu hjer, eins og sjera Jón Bjarnason ? Án efa, auk hans eldheitti trúarsannfæringar, einmitt það, að hann hefir sjeð hið fjörmikla kirkjulíf vestan hafs; því að ætla má þó, að eitthvað af kirkjunnar mönnum hjer á landi hafi viðlika heita og öfluga trúarsannfæring eins og httnn. En jeg veit, að það er ólíku sarnan að jatna Vest-

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.