Kirkjublaðið - 01.03.1897, Side 6
38
urheimsmönnum með þeirra vigamóð i öllum möguleg-
um framförum og oss fámennum,fátækum íslendingum. Jeg
skal þvi eigi fara lengra út í þann samanburð. En ó-
hætt ætti að vera að bera saman íslendinga i Vestur-
heimi við Islendinga hjer heima. Þeir koma þangað
ííestir sem fátækir innflytjendur, eiga að ryðja sjer braut
í ókenndu landi með allt öðrum lifnaðarháttum en hjer
heima gjörist, og í einu orði byrja á nýrri og strangri
baráttu fyrir tilverunni. En jafnframt þvi sem þeir
kljúfa fram úr ótal erfiðleikum, koma þeir á hjá sjer öíi-
ugum fjelagsskap til varðveizlu trú og kristindómi, reisa
kirkju eptir kirkju, halda útkristilegu tímariti fieiri árutn
áður en það er byrjað hjer álandi, og haldakirkjuþing á
hverju ári i fleiridaga, þarsemmætabæði prestar ogkjörnir
fulltrúar safnaðanna, þar sem fiuttir eru fyrirlestrar, rætt
um kirkjumál öll og hafðar frjálsar umræður um fieiri
efni, allt á meðan Island á ekki annað kirkjuþing en
sýnódus, þar sem reyndar biskup og amtmaður, prófastar,
prestar og prestaskólakennarar koma saman að undangeng-
inni guðsþjónustugjörð í dómkirkjunni, en samkoman
stendur jafnaðarlega ekki nema litla stund úr degi, og
lítið eða ekkert er gjört annað en að skipta peningum
rnilli uppgjafapresta og prestaekkna. Að vísu eru einnig
haldnir hinir svokölluðu hjeraðsfundir í prófastsdæmun-
um, en þeir eru i mesta lagi svo sem ný bót á gamalt
fat. í stuttu máli, á sama tíma sem stórkostlega mikið
hefir verið gjört i kirkjulegum efnum af því litla broti
þjóðarinnar, sem til Vesturbeims er komið, hefir allthjer
heima legið í hinum sömu kaldakolum. Hver sem vill
sannfærast um, að svo sje, og að framfarirnar sjeu eng-
ar, þrátt fyrir talsvert skraf um framfarir, þarf ekki
annað en lesa hjeraðsfunda-skýrslurnar, sem prentaðar
hafa verið með smáletri í Kirkjublaðinu.
Sje nú þetta satt, sem jeg ætla að með engu móti
verði vefengt, að kirkjulegt líf hafi verið og sje með miklu
rneiri dáð hjá Vesturíslendingum en hjer heima, þá sje
jeg ekki að til þess verði fundin nokkur önnur orsök en
sú eina, að þeir hafa verið með öllu lausir við afskipti land-
stjórnarinnar af kirkjumálum sinum, þar sem kirkjan