Alþýðublaðið - 17.09.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 17.09.1960, Blaðsíða 14
Efnahagsmál . . . Framhald af 4. síðu. ingur á lúxusvörum til að afla meiri tekna. Eða með öðum orðum: Þegar landið vantaði tilfinnanlega gjaldeyri, varð að flytja inn mikið af lúxus- vörum til að halda uppbóta- kerfinu starfhæfu. Hinir mörgu og óþarflega dýru „doll aragrín* ‘ í Reykjavík munu vera afleiðing af þessu. Ég á erfitt með að sjá, að þetta geti verið hagstætt fyrir launþega. Önnur atriði, sem ég hef ckki getað athugað sjálfur, en sem íslenzkir hagfræðingar cru sammála um í aðaldrátt- um, benda einnig til þess, að kérfið hafi haft óheppileg á- hrif. Því er meðal annars haldið fram, að framleiðend- ur hafi tekið að laga fram- leiðslu sína meira'eftir upp- bótunum en verðlaginu á heimsmarkaðnum. Útflytjend- ur iögðu áherzlu á vörur með háum uppbótum, og oft voru gjaldfrjálsar eða gjaldlágar innfluttar vörur notaðar í íramleiðslunni í stað annarra, sem hefði mátt framleiða innanlands með góðum á- rangri. Þetta varð hemill á eðlilegri þróun í landinu, en hagur fyrir erlenda framleið- endur. Ekki gat þetta heldur verið tii hagsbóta fyrir launþega. íslenzkir starfsbræður mín- ir telja, að uppbótakerfið hafi smátt og smátt skekkt allt at- hafnalífið. Þeir halda því einnig fram, að það hafi ver- ið ein af ástæðunum til þess, að fjárfestingin hefur ekki borið þann ávöxt í aukinni framleiðslu, sem annars hefði mátt vænta. Hér álít ég að við - séum komin að mjög veigamiklu atriði. SkýrsÍur um þróun framleiðslunnar eru ekki eins góðar og þær, sem við höfum í Noregi. En mér virðist þó, að ekki hafi verið allt með felldu á seinni árum. Það er auðskil- ið, að framleiðsluaukningin gat ekki verið eins hraðfara og fyrstu árin eftir stríðið. En með hinni öru fólksfjölgun og miklu fjárfestingu hefði hún þó átt að vera allmikil. Það lítur út fyrir, að aukningin á hvern vinnandi mann hafi verið lítil, og það getur að sjálfsögðu verið eðlileg skýr- ing á því, að launþegar hafa ekki borið úr býtum hærri laun og meiri kaupmátt en raun ber vitni um. Þeim mun æskilegra er það frá þeirra sjónarmiði, að hreinsað sé til í því efnahagskerfi, sem veld- ur öfugþróun í atvinnuvegun- um og kemur í veg fyrir eðli- legan vöxt framleiðslu og lífs- kjara. * Ef menn eru sammála um þetta, leiðir ýmislegt beint af því. Það hlaut að vera eðli- legt að ákveða nýtt gengi þannig, að mikilvægasti út- flutningsatvinnuvegur lands- ins, þorskveiðarnar, fengi hæfilegt tækifæri til að kom- ast af án styrkja. Nýja gengið er reiknað út á þeim forsend- um. Ég hef að sjálfsögðu ekki haft tök á að fara yfir þá út- reikninga lið fyrir lið, en ég hef litið á aðferðina og sé enga ástæðu til að ætla, að gengið, eða gildi krónunnar, sé ákveð- ið lægra en brýna nauðsyn ber til. Ég veit að margir töldu meiri lækkun nauðsynlega, allt að 40—42 krónur móti hverjum dollar. Þegar stjórn- in að lokum ákvað 38 krón- ur var það vegna þess, að hún óskaði að takmarka hækkun verðlagsins eins og hægt væri. 'Verðlækkunin á fiskimjöli, sem varð meiri en gert var ráð fyrir, mun takmarka þann hagnað, sem fiskframleiðslan hefði ef til vill annars haft vtö hið nýja gengi. Ég vil einnig leggja áherzlu á þau áhrif, sem gengislækk- unin getur haft á gjaldeyris- tekjurnar af framkvæmdum og rekstri á Keflavíkurflug- velli. ísland hefur sem kunn- ugt er haft mjög verulegar gjaldeyristekjur af þessum framkvæmdum. Brúttótekj- urnar á s. 1. ári voru yfir 200 milljónir króna. Bandaríska liðið hefur allt fram að þessu fengið aðeins 16 krónur fvrir hvern dollar, þó að öll önnur viðskipti við útlendinga hafi farið fram á breyttu gengi. Þegar gengi krónunnar hefur formlega verið lækkað, hlýtur það að hafa mikil áhrif á greiðslurnar frá Keflavík. Við breytingu á genginu frá 16 í 38 krónur verður reiknings- legt tap nálægt 7 milljónum dollara. Ymsar eftirgreiðslur og breytingar á öðrum liðum reikningsins munu þó leiða til þess, að nettó-gjaldeyristap verður tiltölulega lítið á þessu ári. Viðræður hafa verið tekn- ar upp í þeim tilgangi að finna leið til að draga úr áhrifun- um. Þó verður að gera ráð fyr- ir, að uppbótin frá Keflavík á gjaldeyristekjur íslands verði allmikiu minni á næstu árum en að undanförnu. Flugvél... Framh. af 16. síðu. að hún sé næsta skrefið í flugválagerð eftir fljúgandi „rúmstæðið“, hina klunna- legu vél, sem hvað mest at- íúygH vakti í Franborough fyrir nokkrum árum_ Talið er að farþegaflugvél ar, sem fara hraðar en hljóð ið séu ekki hentugar nema því aðeins, að mögulegt sé að hefja þær til flugs beint upp og að þær geti lent á sanra hátt. / heibið blátt Framhald af 16. síðu. ef til vill hundrað fermiiur. En þarna uppi var svæðið, sem ég gat séð yfir tíu sinn- um stærra. Einstakar línur hurfu og runnu út. en ljós- myndir af ofan sýna slíkt, hygg ég, sæmilega. Ég væri ekki hikandi. við að fara hærra“. L ö i! a k. Að kröfu bæjarstjórans í Keflavík úrskurðast hér mieð að lögtök skulu fram fara fyrir álögðum útsvör um til bæjarsjóðs Keflavíkur árið 1960 hjá þeim gjaldendum sem ekk; hafa þegar gert skil á útsvör um sínum. Lögtakið fer fram á ábyrgð bæjarsjóðs Keflavíkur, en á kostnað gjaldenda að 8 dögum liðn um frá birtingu auglýsingar þessarar. Bæjarfógetinn í Keflavík, 14. sept. 1960. Alfreð Gíslason. Otsvarsskrá Njarðvíkurhrepps 1960 Skrá yfir niðurjöfnun útsvara í Njarðvíkurhreppi fyrir árið 1960 ásamt reglum um niðurjöfnunina og fjárhagsáætlun liggja frammi til sýnis í skrifstofu Njarðvíkurhrepps að Þórustíg 3, Ytri Njarðvík og verzlunmni Njarðvík h.f., Innri Njarðvjk, frá og með föstudeginum 16. sept. tií föstudagsins 30. sept. 1960. Kærufrestur er til föstudagsins 30. sepit. og skulu kær ur yfir útsvörum sendar sveitarstjóra fyrir þann tíma. Njarðvík. 16. sept. 1960. Sveitarstjórinn Njarðvíkurhreppi. Jón Ásgeirsson. líiugardagur ’ Slyssavarfistoiau er opin allan sóiarhringiim. Læknavörður fyrix vitjanir er á sama stað kl. 18—8. Sími 15030. o.................... • Gengisskráning 15 ág. 1960. Kaup Sala £ 107,07 107,35 US $ 38,00 38,10 Kanadadollar 39,17 39,27 Dönsk kr. 551,70 553,15 Norsk kr. 533,40 534,80 Sænsk kr. 736,60 738,50 V-þýzkt mark 911,25 913,65 6----------------------O Flugfélag íslands. Millilandaflug: Gullfaxi fer til Oslóar, Khafti- ar og Hamborg ar kl. 10 í dag. Væntanlegur aft ur til Rvíkur kl 16.40 á morgun. Hrím- faxi fer til Glas gow og Khafnar kl. 8 í fyrra- málið Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Húsavíkur, ísafjarðar, Sauð- árkróks, Skógasands og Vest- m.eyja (2 ferðir). Á morgun er óætlað að fljúga til Akur- eyrar, ísafjarðar og Vestm,- eyja. Ríkisskip Hekla fer frá Rvík kl. 22 í kvöld austur um land í hringferð. Esja er í Rvik. Herðubreið er á leið frá Austfjörðum til R.- víkur Skjaldbreið er á Vest- fjörðum á suðurleið. Þyrill er í Rotterdam. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum k) 13 í dag til Þorlákshafnar og aft- ur frá Vestmannaeyjum kl. 22 í kvöld til Reykjavíkur. Skipadeild SÍS Hvassafell lestar síld á SNorðurlandshöfnum. Arnar- fell átti að fara frá Riga í gær til Gautaborgar Jökul- fell fer í dag frá Grimsby til Calais, Antwerpen og Rvík- ur. Dísarfell er í Karlskrona. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa Helgafell losar á Vestfjarðahöfnum. Hamrafell er í Hamborg. Jöklar Langjökull er Riga, Vatna jökull fór frá London í gær á leið til Reykjavíkur. Hafskip. Laxá lestar síld á Aust- fjarðahöfnum. Eimskip Dettifoss fór frá New York í gær til Rvíkur. Fjallfoss er á Siglufirði og lestar á Norð ur- og Austurlandshöfnum til Svþjóðar. Goðafoss fór frá Leith 1,3/9, kom til Rvíkur í gær Gullfoss fer frá Khöfn á hádegj í dag til Leith og Rvíkur. Lagarfoss fór frá New York 14/9 til Rvíkur. Reykjafoss fór frá Dublin í gær til Árhus, Khafnar og Ábo. Selfoss fór frá Keflavík 14/9 til Gautaborgar, Osló, Hull, London, Rotterdam, Bremen og Hamborgar. Tröllafoss fór frá Helsing- borg í gærkvöldi til Rvíkur. Tungufoss er á Vopnafirði, fer þaðan til Seyðisfjarðar og Norðfjarðar og þaðan til Ab- erdeen, Esbjerg og Rotter- dam. MESSUR Dómkirkjan: Messa kl. 11 f h. Séra Garðar Svavarsson. Neskirkja: Messa kl. 11 f. h Séra Jón Thorarensen. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f h. Séra Sigurjón Þ. Árnason. BústaSasókn: Messa í Háa gerðisskóla kl. 2. Sr Gunnar Árnason. Elliheimilið: Guðsþjónusta með altarsgöngu kl 10. Séra Óskar J Þorláksson Heimil- ispresturinn Háteigsprestakall: Messa í hátíðasal Sjómannaskólans kl. 11. Séra Jón Þorvarðsson, Laugarnesprestakall: Messa í Dómkirkjunni kl. 11 Séra Garðar Svavarsson. Hafnarfjarðarkirkja: Messa kl 11 Kálfatjörn: Messa kl. 2 — Safnaðarfundur eftii* messu. Séra Garðar Þorsteins son. Fríkrkjan: Messa kl 2. Sr. Þorsteinn Björnsson. Frá Blindrafélaginu. Félaginu hefur borizt 5000 króna gjöf frá Sgríði Jóns- dóttur, stofu 8 Elliheimilnu, til minningar um mann sinn Gísla Árnason Einnig hefur félaginu borizt 1000 kr. áheit fra 1. St. Félagið þakkar þess- ar góðu gjafir. -o- íþróttakennarar. Jón Trausti Þorsteinsson íþróttakennari við Gymna- stikhöjskolen í Söndei’borg flytur erindi og sýnir kvik- myndir af íþróttastarfi danskra lýðháskóla og íþrótta iðkunum í sveitum og kaup- túnum Danmerkur. Samkom a nner í Tjarnarkaffi (uppi) mánudaginn 19. þ. m. og hefst 12.50 Óskalög sjúklinga. 19.00 Tómstundaþátt- ur barna og unglinga 20.30 Einsöngur: Paul Robeson syngur. 20.45 Smásaga vikunnar: „Á fornum slóðum“ eftir Nils Johan Rud, í þýðingu Jóns R Hjálm- arssonar (Gest- ur Pálsson leik- ari). 21.05 Ti- 21.30 Leikrit: sem átti hjarta stt í Hálöndunum“ eftir Wil- liam Saroyan, í þýðingu Hall dórs Stefánssonar Leikstjóri: Lárus Pálsson. 22.10 Danslög. LAUSN HEILABRJÓTS: 1_2—3—4+5—6-þ7 +8—9+10+ll-|-12 = 30. kl 8.30. „Maðurinn, 14 17. sept. 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.