Alþýðublaðið - 17.09.1960, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.09.1960, Blaðsíða 1
t Q Rætt við Bedford sjá 3. síðu Rétturinn var settur að nýju í gærmorgun klukkan 9.30 'at bæjarfógetanum Erlendi Björns syni. Hann kvaddi fyrst fyrir réttinn loftskeytamanninn á gæzluflugvélinni Rán. Loftskeytamaðurinn stáðfesti staðsetningu togarans, eins og henni er lýst í ákæruskjali Land helgisgæzlunnar. Næstur var , kallaður fyrir Ásgeir Þorleifs- i son, sem var flugstjóri á Rán f 7. júlí. Hann staðfesti einnig að staðsetning togarans væri rétt. Guðmundur Kjærnested var einnig kallaður aftur fyrir rétt- , inn til að gefa nánari vitnis- burð. Stýrimaðurinn á togaranum sem er sonur Bedfords skip- stjóra, og loftskeytamaðurinn voru báðir kallaðir fyrir rétt- inn. Þeir báru báðir, að í>eir liefðu ekki orðið varir við ljós- merki frá Rán umræddan dag og studdu vitnisburð skipstjór- ans. Loftskeytamaðurinn sagði að hann hlustaði á bylgju- _____ Framhald á 7. síðu. RÉTTARHÖLDIN í máli skip- stjórans á brezka togaranum Wyre Mariner, sem Landhelg- isgæzlan hefur kært fyrir að hafa veitt innan fiskveiðitak- markanna 7. júlí sl., héldu á- fram á Seyðisfirði í gær. Dóms málaráðuneytinu var sent málið til ákvörðunar í gærkvöldi og búizt er við, að bæjarfágetinu á Seyðisfirði kveði upp dóminn í dag. SIGNÝ Óladóttir, Prests- húsabraut 23, Akranesi, var að ríða net í kjállaranum heima hjá sér þegar hún fékk þau skilaboð frá Al- þýðublaðinu í gærdag, að hún væri 3,000 kr. ríkari, Oddný B. Heigadóttir, Suðurlandsbraut 98 B, Rvík, var að taka upp Itartöflur heima hjá foreldrum sínuin um tvö leytið í gaéri þegar kona úr næsta húsi kallaði hana í símann og henni var tjáð, að hún hefði rétt í þessu verið að hagnast um 2,000 krónur. Þannig lauk síldarævin- týri Alþýðublaðsins í ár. Signý Óladóttir hlaut 3000 krónur frá blaðinu fyrir mesta tilkynnta síldarsöltun á sumrinu. Hún saltaði í 248 tunnur hjá söltunarstöðinni Norðurborg í Grímsey. Gunna S. Kristjánsdóttir Strandaveg 4, Seyðisfirði, komst næst henni. Hún salt- aði í 234 tunnur. Það mun- aði því 14 tunnum að húti hreppti verðlaunin. Signý er húsmóðir á Akra nesi. Oddný hlaut vinninginn í síldarstúlknahappdrættinu okkar. Nafnið hennar kom upp, þegar dregið var í gær Framhald á 7. síðu. Myndirnar voru teknar í gærdag. Áþeirri efri er Oddný í kartöflunum. Hin sýnir vinningseðilinn í höndunum á henni. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.