Alþýðublaðið - 20.09.1960, Side 2

Alþýðublaðið - 20.09.1960, Side 2
jRItstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.), og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rit- Otjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriói G. í»orsteinsson. — Fréttastjóri: ©jörgvin Guömundsson. —Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíw .1 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðiiblaðsins. Hverfis- (gataf 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasclu kr. 3,00 eint. éíig|fandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson. j. E' ' rr á Gerræðið í Dagsbrún | i HVERS vegna vildu kommúnistar ekki hafa I allsherjaratkvæðagreiðslu við fulltrúakjör til A1 .] þýðusambandsþings í Dagsbrún? Þannig spyrja menn. Varla hafa þeir óttast að halda ekki meiri I hlutanum? Nei, tæplega, en þeir óttast annað. Þeir 1 óttast að halda ekki því fylgi, er þeir hafa haft und anfarin ár. Þess vegna vilja þeir fremur láta kjósa I á nokkur hundruð manna fundi. Á fundunum eru kommúnistar í Dagsbrún alltaf öruggir um meiri þíuta, þar eð andsæðingar þeirra eru fyrir löngu orðnir uppgefnir á að fjölmenna á fundi í Dags forún. Valdníðsla kommúnista í félaginu hefur orð ið til þess að mikill hluti félagsmanna sækir aldrei fundi þar. Menn telja það þýðingarlaust, þar eð það er tæplega unnt að segja, að kommúnistar veiti andstæðingum sínum í félaginu málfrelsi, hvað þá meira. , Að þessu sinni lögðu 573 félagsmenn í Dags brún fram kröfu um allsherjaratkvæðagreiðslú. Samkvæmt reglugerð Alþýðusambandsins nægir, að % fullgildra félagsmanna geri kröfu um alls he-rjaratkvæðagreiðslu, til þess að skylt sé að verða við henni. Skal í því efni miða við tölu félagsmanna samkvæmt skýrslu félagsins til Alþýðusambands ins en skýrslan skal miðuð við næstu áramót fyrir þing. Um síðustu áramót voru í hæsta lagi 2500 , fullgildir félagsmenn í Dagsbrún ef dæma má eftir kjörskrá þeirri, er lögð var fram við stjórnarkjör í félaginu. Það hefði því átt að vera nægilegt að 500 félagsmenn í Dagsbrún legðu fram kröfuna um allsherjaratkvæðagreiðslu. En engu að síður neit •uðu kommúnistar kröfunni, og létu kjósa fulltrúa á fámennum félagsfundi í Iðnó sl. sunnudag. Þessar starfsaðferðir kommúnista koma lýðræð issinnum ekki á óvart. Mönnum er enn minnis stætt hvernig kommúnistar misnotuðu aðstöðu . sína í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík. Þeir víluðu það ekki fyrir sér í Iðju að halda fjölmörg um utan við kjörskrá ár eftir ár til þess að halda - völdum, en svo fór þó að lokum, að þeir misstu Þ?r völdin þrátt fyrir þessi vinnubrögð sín. Sams konar aðferðum beita kommúnistar í Dagsbrún. Vitað, er að kommúnistar halda fjölmörgum fé lagsmönnum á aukaskrá og einnig vanrækja þeir að taka inn í félagið menn, er þeir telja sér and stjæða. Á þennan hátt tekst kommúnistum að halda váldum í Dagsbrún enda þótt meirihluti verka ipanna í Reykjavík sé í rauninni andvígir kommún istum. 2 se»í-„ 1960 — Almennar try ingar flytja í og glæsilegt hús ALMENNAR trygging ar hafa nú flutt skrifstof ur sínar og afgréiðslu í þið nýja hús félagsins í Pósthússtræti 9. Félagið hefur tekið þrjár hæðir hússins til sinna þarfa, og' er húsnæðið allt hið glæsi legasta. Almennar tryggingar hafa nú starafð í 17 ár, en þær voru stofnaðar 11. maí 1933. Félagið hefur haft aðsetur sitt frá upp- hafi í Austurstræti 10, en það húsnæði var orðið með öllu ó- Ráðherra neitar oð skamma Herstein GUÐLAUGI Einarssyni, hdl., lögfræðingi Magnósar Guð- mundssonar, lögregluþjóns, barst í gær eftirfarandi bréf frá dómsmálaráðuneytinu: „Eftir móttöku bréfs yðar,' hr. héraðsdómslögmaður, dags, | 13. þ. m., þar sem þér krefjist þess, að dómsmálaráðherra veiti Hersteini Pálssyni, á- byrgðarmanni dagblaðsins Vís- is, rækilega áminningu í sam-! ræmi við 1. mgr. 232 gr. al- mennra hegningarlaga vegna skrifa í greindu dagblaði um nmbjóðenda yðar, Magnús Guðmundsson, 'Vesturgötu 27 hér í bæ, en átta tölublöð dag- blaðsins fylgdu bréfi yðar, tek- ur ráðuneytið fram, að við þessari kröfu yðar verður ekki orðið. F. h. r. e. u. Logi Einarsson“. í kæru sinni til dómsmáia- ráðuneytisins skýrði héraðs dómslögmaðurinn frá því, að hann hefði ekki snúið sér til lögreglustjórans í Reykjavík eins og venja sé í slíkum til- fellum, þar sem lögreglustjóri iiggi sjálfur undir kæru. Bréf ráðuneytisins verður því að taka sem yfirlýsingu um i það, að hér hafi verið rétt að| farið, þar sem ráðuneytið bend- ir lögmanninum ekki á að snúa sér til lögreglustj órans. Framhald á 5. síðu. fullnægjandi. Á götuhæð hins nýja húss hefur félagið alla af- greiðslu, en á efri hæðum eru almennar skrifstofur og bók- hald. Frágangi er ekki að fullu lok- ið á öllu húsi'nu, en þó er búið að ganga frá öllu því húsnæði, sem félagið notar. Teikningar að húsinu voru gerðar á teikni- stoíu Gísla Halldórssonar, en Jón Bergsteinsson bygg'inga- meistari sá um byggingu húss- ins. Húsið er sex hæðir og 'kja'll ari upp á tvær hæðir, en þar verða eingögnu geymslur. Allur frágangur á húsinu ut- an sem innan er sérstaklega vandaður og nýtízkulegur. Af- greiðslan er öll klædd dökkum við, en hana i'nnréttaði Gísli Skúlason. Lýsing er öil mjög góð, og má nefna það, sð í af- greiðslunni eru 45 ljós og ljósa- stæði. íStarfsemi Almennra trygg- inga hefur farið ört vaxandi síðustu árin, og .hefur félagið verið frumkvöðull að ýmsum nýjungum í tryggingarstarf- inu. Félagið hefur útibú í Hafn- arfirðf og á Akureyri, og hefur auk þess cmikinn fjölda umboðs- manna víða um land. Þegar Al- mennar tryggingar hófu starf- semi sína, voru iðgjöld félags- ins 2 milljónir, en eru núna 30 milljónir. í 10 ár samfellt voru Almennar tryggingar einar með brunatryggingar á öllum fast- eignurn í Reykjavík. Einnig hef ur félagið verið með líftrygging ar írá árinu 1952, Sú nýbreytni hefur nú verið tekin upp, að afgreiðslan verð- ur opin í hádeginu ti'l þægindar auka við viðskiptamenn, Utan á hinu nýja húsi AI mennra trygginga hefur verið komið fyrir gríðarstórum luta- mæli. Mælir þessi er hin mesta völundarsmíð, en hann hefur gert Karl Karlsson. í mælin- um eru hvorki meira né minna en 1300 tengingar, og má af því sjá hve flóki'ð verkfæri hami er. Formaður Almennra trygg- inga er, og hefur verið frá upp hafi Karj Olsen. Framkvæimda- stjóri er Baldvin Einarsson, Vespo og bifreið rekast á ÁREKSTUR varð í gær klukk an 13,25 á gatnamótum Hverf- isgötu og Snorrabrautar. Þar rákust á fólksbifreið og Vespu- hjól. Áreksturinn varð með þelm hætti, að fólksbifreiðmni var ekið suður Snorrabraut og ætl- aði yfir gatnamótin, en Vesp- unni' var ekið austur Hverfis- götu. Hún lenti á vinstra fram- bretti bifreiðarinnar. ÖkumaS- ur hennar kastaðist upp á vélar- húsið og skall síðan í götuna. Ökumaður bifreiðarinnar hemi aði og tókst að forða því að hún færi yfir manninn. Maðurinn var fluttur á Siysa varðstoiuna. Meiðsli hans voru ekki fullljós í gser, en þau munu vera nokkur. Vespan og bifreið- in skemmdust nokkuð. Danskennsla fyrir alla aldursflokka HERMANN RAGNARS, dáns kennari er nýkomin heim frá London og Kaupmannahöfn, — þar sem hann kynnti sér helztu nýjungar í samkvæmisdansi, en danskóú hans tekur til starfa 1. október n,. k- Við skólann kenna auk Hermanns, eigin- kona hans Unnur Arngrímsdott ir, ,og Ingibjörg Jóhannsdóttir, en þær hafa nýlega lokið dans- kennaraprófi í Danmörku. Eins og undanfarin ór verður lögð aðaláherzlan í skóla hans, að æfa dans, og hvern þann dans, sem æfður er, það mikið að nemandinn geti notfært sér kunnáttu sína þegar út í sam- kvæmislífið kemur. 'Hinir vinsælu hjónaflokkar munu verða stór liður í skóla- starfinu eins og undanfarin ár, og eiga þessir flokkar vaxandi vinsældum að fagna, os mun skólinn ekki geta sinnt öllum þeim sem áhuga hafa fyrir að vera með í þessum hóp. Skól- inn tekur aðeins á móti nem- endum fyri'r allan veturinn. Það unga fólk, sem skólann sækir, fær mesta tilsögn í hin- um svonefndu Latin-Ameriean dönsum, eins og rumba, samba; og cha-cha-cha, en sá síðast- nefndi nýtur nú anikilla vin sælda hér og í nágrannalöndun- um. Eins er nú kominn fram nýr dans, sem virðizt ætla að ná miklum vinsældum, en þaS er „The Madison“, og verður hann kenndur við skólann í vetur. Fyrir yngstu börnin ert? kenndir hringdansar, og leikir, ásamt léttum barnadönsum. < Hermann Ragnar gerir f vetur tilraun að kenna dag og dag I húsi U.M.F.R. í Langholti, og ef góð reynsla fæst af því, mura : verða framhald þar á. Innritun eða tilkynning uffl 1 skólavist verður að hafa borizt skólanum fyrir 1. október.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.