Alþýðublaðið - 23.09.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 23.09.1960, Blaðsíða 15
„Hvað?“ „Allt“. „Hversvegna?“ „Þér getið sagt, að ég sé svona forvitinn“. „Ég vil ekki segja eitt eða neitt um það“, sagði liún dræmt. „En kannske mvndi einhverjum ‘ðrum finnast það frekja11. „Þá er það frekja“, sagði Moraine glaðlega. „Þér eruð ómögulegur“. „Þér hefðuð átt að segja vininum að hugsa um það ' strax“. „Hann er ekki vinurinn minn!“ sagði hún. „Vilduð þér hætta að kalla hann vininn minn og hætta að segja, að segja að við höfum verið að leika okkur að yður. Hvorugí er rétt“. „Ég sagði ekki að ég væri neinn leiksoppur", sagði Mo- raine jafn glaðlega og fyrr. . „Ég sagði, að þið hefðuð ætl- að að leika ykkur að mér“. Hún leit til dyra og lagðisí svo í fang hans. Augu hennar voru blíðleg. „Ef þér eruð maður“, sagði hún lágt, „þá ...“ Það var rjálað við lásinn. Maður ræskti sig. Doris Bender hentist frá Moraine eins og hann væri snákur. Hún stökk á fætur og togaði sloppinn að sér. Moraine leit yfir öxlina á sér. Maður stóð í gættinni. —■ Hann var á fimmtugsaldri. Andlit hans var fölt og svip- ' brigðaíaust. Hann var með dökka bauga undir augunum. Hendur hans héngu niður með síðunum. Hann var eins og festur upp á þráð. Doris Bender hljóp til hans. Hún þrosti út að eyrum. „Carl!“ sagði hún. Það var ekki fyrr en hún var komin alveg að honum, sem hann hreyfði sig. Hann ýtti henni frá sér og gekk inn í herbegið. „Hver er þessi ná- ungi?“ Moraine sem hafði tekið sígarettuveski sitt úr vasan- um, dró sígarettu úr því. „Eigið Mð eld?“ spurði hann . kæruleysislega. Doris Bender fór að tala, Hún talaði hratt og ákaft: „Þetta er Sam Moraine“, ■ sagði hún. Hann er vinur rík- issaksóknarans, Phil Duncan. Herra Moraine, þetta er Carl Thorne. Þér hafið sennilega heyrt Phil Dunean minnast á hann“. Hún leit hræðslulega á Thorne. „Þú hlýtur að hafa lesið um herra Moraine í blöðunum“, sagði hún. „Hann borgaði lausnargjaldið. Hann ... hann er vinur Ann Hart- well“. Carl Thorne slappaði af í fyrsta skipti síðan hann kom inn úr dvrunum. Hann dró andann djúpt og sagði; „Svo hann er vinur Ann, ha?“ Doris Bender kinkaði kolli og leit biðjandi á Sam Mo- raine. Carl Thorne lét hendina niður í vasann og kom upp með eldspítustokk. STANLEY GARDNER „Það gleður mig að hitta yður“, sagði hann og kveikti fyrir hann £ sígarettunni. — Doris Bender þaut fram hjá þeim og kallaði: „Ann, þú þurftir ekki að fara. Þetta var bara hann Carl Thome, sem við heyrðum að var að koma“. Hún stóð um stund í gætt- inni og bætti svo við. „Flýttu þér nú“. Ann Hartwell sagði eitt- hvað, orð hennar heyxðust ekki, en það heyrðist vel reiðileg rödd Dorisar: — „Gleymdu því!“ sagði hún. ,/Vertu ekki svona feiminn!“ Skömmu seinna kom Ann Hartwell, sveipuð silki inn. Augu hennar voru þrútin af gráti. „Halló, Ann,“ sagði Carl Thorne. Hún kinkaði kolli til hans. „Hvað er að þér barn?“ „Allt.“ „Þú hefur verið að gráta?“ Hún kinkaði þegjandi kolli. Doris Bender tók utan um mitti hennar og leiddi hana í áttina til Sam Moraine. Ann hallaði sér að öxlinni á hon- um. Henni leið auðsjáanlega illa. „Nú,“ sagði Thorne, „þú lítur ekki sem verst út, þegar tekið er tillit til þess hvað kom fyrir þig.“ Hann gekk til Doris Bend- er og starði á hana. „Því léstu mig ekki vita þegar þú fékkst þetta bréf ?“ sagði hann frekjulega, „Eg sagði Herra Duncan það. Hann tók svo einkenni- lega í það, að ég hélt að það væri bezt að ég segði þér það ekki, Það lítur út fyrir að ekki sé ætlast til að ríkissak- sóknarinn viti um það þegar lausnargjald er greitt.“ Hann spurði: „Sagði Phil Duncan það?“ Hún leit skelfingu lostin á Sam Moraine. „Ég hélt að honum fynd- ist það.“ „Borgaðirðu virkilega tíu þúsund.“ Já.“ „Hvar fékkstu það?“ „Við skulum ekki tala um þetta núna,“ sagði hún. „Við skulum gera það á eftir.“ Hann sagði hinn rólegasti: „Hvar fékkstu peningana?11 „Hjá vini Ann,“ sagði hún. Thorne hnikaði höfðinu í áttina til Moraines. „Nei,“ sagði hún titrandi. „Má ég ekki gefa þér eitt- hvað í glas Carl? Við skulum tala um þetta seinna.“ ■Carl Thorne settist niður og kveikti sér í sígarettu. Allt í lagi,“ sagði hann. Ann Hartwell leit á hann. Carl Thorne settist niður og kveikti sér í sígarettu. „Fyrirgefðu,“ sagði hún blátt áfram. Moraine 'kinkaði kolli. „Fyrirgefa hvað?“ spurði Thorne, svo hló hann og sagði: „Fyrirgefðu mér, ég gleymdi því. Eg hef þekkt Doris svo lengi, Moraine, að mér finnst ég vera stóri þróð- ir hennar Ann.“ Ann Hartwell gekk að stól og settist og Moraine fékk sér sæti á sófanum. Thorne leit á Ann Hartwell. „Heyrðu stelpa,“ sagði hann,“ skilur þú eitthvað í þessu ráni?“ Hún kinkaði kolli. Hann starði á hana. „Það vantar eitthvað í þetta allt,“ sagði hann. „í hvað?“ spurði hún. „í náungana, sem fram- kvæmdu ránið.“ „Hvað um þá?“ „Það vil ég fá að vita?“ „Hefur — hefur lögreglan náð í þá?“ „Það held ég ekki, en þeir hafa fengið einhver sönnun- argögn. Þau eru fölsuð.“ Ann Hartwell leit undan og sagði lágt: „Mér finnst það leitt að ég skildi ekki geta sagt lögreglunni meira.“ Carl Thorne starði sífellt á hana. „Var þetta rán?“ spurð'i hann. Hún leit í augu hans og kinkaði svo kolli. Thorne sagði reiðilega: „Segðu já eða nei.“ „Eg sagði já,“ sagði hún. „Vitanlega var það ráð. En við skulum ekki tala um það núna.“ Hún leit á Sam Moraine Thorne ygldi sig. „Eg er þreyttur, hræði- lega þreyttur,“ sagði hann. Síminn hringdi stanzlaust. Ann Hartwell gekk yfir her- bergið og tók hann. „Halló, nei, þetta er ekki hún. .. Eg skal kalla í hana. .. Já, hann er hér.“ Þegar Carl Thorne tók sím ann, gekk hún hratt að dyr- unum, sem Doris Bender hafði farið inn um. Hún leit biðjandi á Moriane og hvarf. Carl Thome sagði í sím- ann: . Halló. - ■ Ekki enn, en það tekst. .. Já. ■ • Allt í lagi — komdu með það .. “ Hann hlustaði þegjandi. „í guðanna bænum,“ hvísl aði hún, „farið þér héðan! — Getið þér ekki séð hvað er að ske?“ Moraine glotti til hennar. „Er hann afbrýðisamur?“ hvíslaði hann á móti. Hún ýtti honum í áttina til dyranna. „Gerið bér það fyrir mig að fara,“ bað hún. Moraine hló og var í þann veginn að segja eitthvað, en þegar hann hafði litið í augu hennar, klappaði hann hug- hreystandi á öxl hennar. „Allt í lagi, systir,“ sagði hann og tók upp hattinn sinn. Thorne var enn í símanum þegar hann skellti hurðinni á eftir sér. 7. Það var ískalt úti. Það þaut í gluggunum á skrif- stofu Moraines. Hann sat með krosslagða fæturna á stórum leðursófa og skóf undan nöglunum á sér. Natalie Rice sat bein í baki og stíf á stól. „Hvernig gekk?“ spurði Moraine. „Vel. Hann mundi eftir henni.“ „Sýnduð þér honum mynd?“ „Nei, ég þurfti ekki að gera það, Hann mundi eftir henni, þegar ég lét hann fá spjaldið.“ „Fenguð þér lýsingu á henni?“ „Já.“ „Var það sama lýsingin?“ „Já, þetta er án efa sama stúlkan.“ „Nú, þetta er án efa sama stúlkan.“ „Nú, hvað er í fréttum?“ spurði Moraine. „Hann tók hana upp á horn inu á Sixth Avenue og Map- lehurst í gærkvöldi klukkan átta.“ „í gærkvöldi?“ spurði Mo- raine undrandi. „Já.“ Moraine stakk naglaþjöl- inni' í vasann. „Segið mér þetta allt.“ „Hún var ein og tauga- óstyrk. Hún bað hann um að fára með sig niður að dokk númer 34. Þar beið bátur eftir henni, hann heldur að það hafi verið hraðbátur.“ „Hvernig stóð á því, að hann lét hana fá spjaldið?“ Natalie Rice brosti. „Þér hljótið að vita, að bíl- stjórar geta oft unnið sér inn aukaskilding með því að sýna fólki um borgina og sýna því næturlífið.“ „Nú?“ sagði Moraine spyrjandi. „Og hvað um það?“ „Bílstjórinn áleit að Ann Hartwell væri að fara niður eftir til að hitta einhvem á skipinu. Hann hélt að hún væri einhvers konar skvísa. Hánn fór að tala við hana á leiðinni niður eftir og hún, var mjög elskuleg við hann. Hann lét hana fá spjaldið Og sagði henni, að ef henni þæífti gaman að skemmta sér, þá kæmi það oft fyrir, að hantn, væri að aka mönnum sem vildu bjóða einhleypri lag- legri stúlku út.“ • „Og hvað svo?“ spurði Mo- raine. „Hún daðraði við hann“, — sagði Natalie Rice. „Mér fannst bað hggja í augum uppi, að hún hafði gaman af þessu, en bílstjórinn áleit að þetta væri ekta. Hana lang- aði til að vita hve mikinn hluta hann vildi fá og hvað hún œtti að gera og svo lézt hún vera ung kona, sem væri að hlaupast á brott frá mann inum sínum og sem vildi gera svo til hvað sem væri til áð vinna sér inn peninga.“ „Og heldur bílstjórinn hú að hún hafi verið að leika á hann?“ „Eg geri ráð fyrir því. Þfeg ar ég sýndi honum spjaldið var hann hálf einkennilegúr. Fyrst hélt hann að ég væri leynilögreglukona eða kann- ske formaðurinn fyrir ein- hverri nefnd eða eitthvað þess háttar. Mér gekk dálítið illa að fá hann til að tala.“ „Kannske hefur hann sagt þér þetta eins og það væri allt í gríni til að leyna því hve skelkaður hann varð.“ .......................!" J- Hreingerníngar - Síml 19407 Alþýðuþlaðið — 23,,sept. 1960 |_§

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.