Alþýðublaðið - 28.09.1960, Blaðsíða 3
New .York, 27. september.
(NTB).
EISENHOWER — forseti
Bandaríkjanna og Macmillan
forsætisráðherra Breta snæddu
saman hádegisverð í dag í New
York. Eftir fund þeirra var
gefin út sameiginleg yfirlýsing
og er þar kvatt til þess, að full-
trúar á Allsherjarþinginu geri
alvarlega tilraun til þess að
rínnið verðl að afvopnun.
Eisenhower og Macmillan
ræddust við yfir matnum' á
Waldorf Astoría ásamt nán-
ustu samstarfsmönnum sínum.
í hinni sameiginlegu yfirlýs-
ingu segir, að beir séu algerlega
sammála um Kongó, og stefnu
Sameinuðu þjóðanna þar. Þeir
telja nauðsynlegt að Dag
Macmillan
Hammarskjöld verði veittur
hinn fyllsti stuðningur í því
máli.
Talsmaður Macmillans sagði
eftir fundinn, að ekkert hefði
verið unnið að því, að koma á
fundi með Macmillan og Krúst-
jov meðan þeir eru í New York.
Hagerty blaðafulltrúi Eisen-
Eisenhower
howers var því spurður hvort
nokkuð væri hæft í þeim orði-
rómi, að Macmillan hefði tekið
að sér að reyna að miðla málum
milli Eisenhowers og Krústjovs.
Hagerty kvað þetta úr lausu
lofti gripið. Blaðamaður nokk-
ur sagði þá, að sér virtist þetta
í fyrsta sinn að fullkomin ein-
ing ríkti meðal Eisenhowers og
Macmillans. Hagerty kvað þá
mundu hafa nána samvinnu
með sér meðan Allsherjarþing-
ið stæði. Hann kvað ekkert um
það ákveðið hvort Eisenhower
tæki aftur til máls á yfirstand-
andi Allsherjarþingi. Hann
sagði að ef til vill yrði nauðsyn-
legt að þingið veitti Dag Ham-
marskjöld formlega traustsyf-
irlýsingu.
Viðræður . Eisenhowers og
ýmissa þjóðarleiðtoga víðsveg-
ar úr heiminum vekia fullt eins
mikla athygli og sjálft Alls-
herjarþingið. Þá ræðir Krúst-
jov við hvern ráðamanninn á
fætur öðrum, síðast í dag við
afganska utanríkisráðherrann.
í undirbúningi er fundur Nehr-
us forsætisráðherra Indlands og
Títós, forseta Júgóslavíu. —
Nehru snæddi í dag hádegis-
Nasser vill
afvopnun
New York, 27. sept. (NTB).
KRÚSTJOV lagði í dag fram
tillögu á Allsherjarþinginu
þar sem lágt er til að fimm
lilutlaus ríki fái sæti á afvopn-
unarráðstefnu tjju liíkja, sont
fór út um þúfur í vor. Þessi ríki
eruTndland, Ghana, Indónesía,
Mexikó og Arabíska lýðveldið.
Nasser, forseti Arabíska sam
verð með Diefenbaker forsæt-
isráðherra Kanada og síðar í
dag ætlaði hann að ræða við
Nkrumah, forseta Ghana.
Fulltrúar V.k.f.
Framtíöin á
þingi ASÍ
FUNDUR var haldinn í Vkf.
Framtíðin mánudaginn 26. sept,
1960,, Kosnir voru fulltrúar á
Alþýðusambandsþing, Aðeins 1
listi kom fram, borinn fram af
stjórn og trúnaðarmannaráði og
var hann sjálfkjörinn.
Aðalfulltrúar: Sigurrós
Framhald á 14. síðu
757 sýning
í KVÖLD verður sjónleikur-
inn „Delerium Bubonis“ sýndur
í . 151„ sinn og þar með hið síð-
asta. Ekkert íslenzkt leikrit
hefur verið sýnt eins oft, sem
„Delerium Bubonis“. AlUir á-
góðinn rennur í húsbyggingar
sjóð Leikfélags Reykjavíkur.
Sýningin verður f Austurbæj-
arbíói og hefst kl. 11,30.
koli í Kongó
bandslýðveldisins talaði á Alls-
! herjarþinginu í dag. ’Var ræðu
hans vel tekið af kommúnist-
ím og ýmsum Afríkuríkjum.
Nasser hóf ræðu sína með því
að segja, að úr því að Eisen-
hower og Krústjov segðust
báðir vera hlynntir algerri af-
vopnun, sæi hann ekki hvað
Framhald á 14. síðu
Leopoldville, 27, sept.
(NTB).
ILEO, einn af þremur for-
sætisráðherrum í Kongó, sagði
aðí undirbúningi væri að allir
helztu stjórnmálaforingjar
landsins kæmu saman til fund-
ar og reyndu að finna leið út úr
þeim ógöngum, sem Kongó er
komið í. Hann sagði, að Mobutu
ofursti ætti hugmyndina að
þessum fundi.
Ileo sagði að þarna mundu
ræðast við Lumumba, Kasa-
vubu, Tsjombe forsætisráð-
herra í Katanga og Kalonji for-
sætisráðherra í Kasai. Þessir
menn hafa verið fyrirferðar-
mestir í hinu nýja Kongóríki.
Fréttaritarar í Leopoldville
telja ekki miklar líkur á að
1 þessi fundur heppnist eða jafn-
| vel-að hægt verði að koma hon-
! um á, þar eð menn þessir séu
i hver öðrum svo reiðir að var.la
geti orðið um vinsamlegar við-
ræður að ræða.
Allt efnahagslíf Kongó er nú
í kalda koli.
9. umferö
í GÆRKVÖLDI var tefld 9.
umferð á minningamóti Egg-
erts Gilfer. Fóru leikar þannig:
Ingvar Asm. vann Svein Jóh.,
Friðrik vann Guðm. Lár., Kári
vann Benóný. Jafnteflli varð
hjá Arinbirni og Inga R. og
Jónasi og Gunnari. Guðm. A-
gústs. á betri stöðu í biðskák
gegn Ólafi.
10. umferð verður tefld í
kvöld. Þá eigast við Ingi R. og
Gunnar, Friðrik og Jónas, Ben-
óný og Johannsen, Arinbjörn
og Kári, Ingvar og Guðm. Á-
gústs., Ólafur og Guðm. Lár.
ÞENNAN hersliöfðingja
þekkið þið sennilega ekki.
Satt best að segja er þetta
heldur ckki ósvikinn hers
höfðingi. Maðurinn er af-
bragðsleikarinn Peter Us-
tinov í nýju hlutverki.
Myndin, sem liann leikur
í að þessu sinni, heitir
Romanoff og Juliet. —
Myndatakan fer fram í
Róm.
MHHMMMMHIMHMUHMHI
30 fór-
ust v/ð
Moskvu
Moskva, 27. sept. (NTB).
30 MANMS fórust og sjö
meiddust er Vickers Vis-
count-flugvél fórst 11 kfm.
frá flugvelli í Moskvu í gær-
kvöldi. Vélin var í eigu
Austurrísks flugfélags. Af
þeim, sem.fórust, voru [17
Austurríkismenn, sex Rúss-
ar og nokkrir Indverjar. t
Alþýðublaðið — 28. sept. 1960 J