Alþýðublaðið - 28.09.1960, Side 13

Alþýðublaðið - 28.09.1960, Side 13
Ulbricht tók við starfi Wilhelms Piecks, sem lézt fyrir skömmu. Pieck var for seti landsins en hafði ekki nein teljandi völd, en sam- kvæmt hinum nýju lögum um forseta landsins — eða rétt- ara sagt formann fram- kvæmdaráðsins, hefur Ul- bricht vald til þess að taka ákvarðanir, sem hafa laga- gildi og auk þess að túlka upp á eigin spýtur öll gildandi lög. Með Ulbricht í ráðinu eru 16 aðrir menn, sem ekk- ert hafa að segja og engin vöid hafa. Ulbricht-er nú jafnfastur í sessi einræðisherrans og Hitl er var. Hann hefur áður tek ið sér yfirstjórn hersins, eins og Hiíler, og hefur eins og hann ótakmörkuð völd yfir öllum herstyrk landsins. Ulbricht er þar að auki for maður kommúnistaflokksins. Foringi í her Austur-Þýzka lands, sem flúði nýlega til 'Vestur-Þýzkalands, fullyrðir, að austur-þýzki herinn sé al- inn upp í hernaðar- og árásar anda og kom með talsvert af haldinn ofsóknarbrjálæði, bindindismaður og fanatiker. Ólíkarf menn getur varla en, þessa kommúnistaíoringja. Það er alkunna, að Ul- bricht vann á móti Krústjov í innanflokksstyrjöldinni í Sovétríkjunum 1956—7. En samt sem áður er það á „Krústjovtímanum", sem hann rís til æðstu valda. Á- stæðurnar liggja ekki í aug- um uppi en geta má sér til ýmis atriða í þessu sambandi. Ulbricht er öllum öðrum fremur mótvægi við Comulka, forsætisráðherra Póllands og hann er flestum hæfari til þess að stofna til ólgu og ó- eirða í Evrópu. En félagsskapur Ulbrichts og Krústjovs er kuldalegur og báðir ætla að hagnast hvor á öðrum. reynd, að framkoma og ur hans á yfirstandandi ári hafa verið fullar haturs og hefnigirni. Hann hefur hvað eftir annað öskrað, að ráða- menn í 'Vestur-Þýzkalandi séu að undirbúa skyndiárás á Austur-Þýzkaland, Pólland og skjölum, sem sanna eiga, að í undirbúningi sé árás á Vest- ur-Þýzkaland. Samkvæmt framburði þessa foringja, sem heitir Mahkovski og sagt frá hér í blaðinu fyrir skömmu, var í vetur breytt um aðferðir innan hersins varðandi andlegt uppeldi her mannanna og foringjanna. Áð ur fyrr hafði verið lögð höfuð áherzlan á vamareðli hers- ins, en nú var blaðinu snúið við og lagt allt kapp á að ala herinn upp í árásaranda. Gerð ist þetta um sama leyti og Ulbricht tók við yfirstjórn hersins í febrúar síðastliðn- um. Enda þótt það sé næsta ó- trúlegt að Ulbricht hyggi á árás á Vestur-Þýzkaland á næstunni, þá verður ekki gengið fram hjá þeirri stað- Tékkóslóvakíu. Hann hefur ráðist persónulega á Adenau er og Willy Brandt með hót- unum. Hann hefur hvað eftir annað hvatt til óeirða í Vest- ur-Þýzkalandi í sama stíl og í Kóreu og Japan fyrr í sum- ar. Hann hefur opinberlega krafist eldflaugavopna fyrir her sinn. Samband Ulbrichts og Krú stjovs hefur jafnan verið næsta óljóst og ógreinilegt, en undir því er ef til vill og stríð og friður kominn. Eng- ir tveir kommúnistaforingjar gætu verið ólíkari að skap- ferli, skapgerð og jafnvel skoðunum. Krústjov er glað- legur, úthverfur, hrossabrests legur Úkraníumaður, umbóta maður og hefur gaman af til- raunum. Ulbricht er leiðinleg ur, þrár, smámunasamur Saxi, Jóhannes Bjarnason: Athugasemd vegna grema Fribjóns Júilmsonar FRBDJÓN Júlíusson hefur enn komið fram á ritvöllinn í Alþýðublaðinu 21. septem- ber. Það er fátt í þessari síð- •ari grein Friðjóns, sem þarf að svara, en þó tel ég ástæðu að draga fram nokkra punkta vegna þessara blaðaskrifa hans um Áburðarverksmiðj- una, sem ég tel vera kjarna málsins. 1) Þó að grein Friðjóns hafi verið skrifuð af miklum ó- kunnugleika varðandi sögu Áburðarverkstniðjumálsins og verksmiðjunnar, þá er ekki þar með sagt, að ég sé ósammála öilum atriðum í grein Friðjóns, er um aðrar hliðar fjalla. En þegar mér er kennt um mistök eða galla, sem stafa af því, að ekki var farið eftir mínum tillögum, og galla, sem ég hef gert um ákveðnar til- lögur til úrbóta, þá læt ég því ekki ósvarað. Nú kemur það fram í seinni grein Friðjóns, að þetta hafi stafað af ókunnug leika hans, eins og ég líka hafði reiknað með. Er það virðingarvert, þegar menn vilja hafa það, sem sannara reynist. Samkvæmt upphaflegu til lögunum var gert ráð fyrir, að hægt yrði að framleiða á- burð með kalki. Síðan verk- smiðjan tók til starfa, hef ég oftar en einu sinni rætt þessi mál og gert ákveðnar tillög ur til úrbóta, ekki aðeins á kalkmálinu, heldur einnig á kornastærð áburðarins, sem er eins og bændur þekkja langt frá því að vera eins og annars staðar tíðkast og efni stóðu til hér. 2) Samkvæmt athugunum mín um tel ég það ekki óyfirstíg WALTER ULBRICHT hef- ur um nokkurt skeið verið valdamesti maður Austur- Þýzkalands, — í skjóli rúss- neska hernámsliðsins. ÞaS er þó ekki fyrr en nú, að hann er orðinn fullkomnlega ein- vaidur og völd hans sambæri íeg við völd Adolfs Hitlers á sínum tíma. anlegt vegna kostnaðar að endurbæta verksmiðjuna í það horf, sem upphaflega var hugsað að hafa hana, og fram leiða kalkammon-saltpétur, enda þótt að sjálfsögðu muni það kosta nokkurt fé. Þó að Friðjón lýsi yfir vantrú sinni á endurbótum, þó vil ég ekki trúa öðru en að endurbæturn ar komi fljótlega. Síðasta Búnaðarþing og fjöldi bænda hafa komið með slíkar óskir, og ekkert virð- ist sjálfsagðara en verksmiðj an komi til móts við óskir og þarfir notenda framleiðslunn ar. 3). Friðjón getur þess enn, að hann telji kalksaltpéturinn heppilegastan. í því sambandi vil ég benda á, að Danir, sem eru að flestra áliti ein fremsta landbúnaðarþjóð heims, hafa nú um marga áratugi keypt mest af sínum köfnunarefnis áburði frá Norðmönnum í formi kalsaltpéturs. Nú ætla þeir að fara að byggja sína fyrstu köfnunar efnisáburðar^erksmiðju, og hana allstóra, og þar hafa þeir valið að framleiða kalkamm- on-saltpétur. Það þarf enginn að segja mér, að það hafi ekki verið gert að vel yfir- veguðu máli. Það sama gerðu Finnar, er þeir hófu sína köínunarefnis Framhald á 14 síðu. Þetta er í Hafpavatnsrétt, fólk að draga fé, fólk að skemmta sér, bæði fjáreig'endur og aðrir úr Reykjavík og nærsveitum, sem ekki hafa gleymt því hve gaman var í réttunum forðum, þegar færpa var til skemmtunar en nú er. Alþýðublaðið — 28. sept. 1960

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.