Sunnanfari - 01.12.1891, Page 3

Sunnanfari - 01.12.1891, Page 3
47 mölinni niður fyrir hestana til þess að ógna þeim upp í strauminn. Blanda var ekki mikil þennan dag og þeir fremstu höfðu eptir nokkrar hest- leingdir krakað og fótað sig hinum megin við álinn, svo óðu þeir seint og gætilega upp að bakk- anum, hnutu á flúðunum, og stóðu kyrrir við og við, ráku snoppuna niður í jökulvatnið og hnusuðu. En sólin, sem var að renna upp yfir ásinn i dag- málastað, gljáði heit og morgunrjóð á blautar síð- urnar. þetta var guðdómlega bjartur og fagur sumar- dagur, sá glaðasti sem við höfðum feingið alla leiðina og við vorum í góðu skapi. — Allir hestar óþreyttir, dagurinn tekinn snemma frá Stóradal og hlemmivegir svo langt sem átti að ríða þann áfanga. Við þurftum ekki að óttast, að hestar okkar rynnu of langt með sundhrollinn, því á eystra land- inu stóð maður, sem ferjaður var á undan okkur, og hafði hann gert sér alt til dundurs meðan við vorum að spretta af og reka út í. það var auð- séð að hann vildi slást í förina og nú hljóp mað- urinn út fyrir þann klárinn, sem leingst hafði hrakið, en við fleygðum beizlum og svipum í fleytuna og svo var róið yfir með snöggum, stuttum áratökum og stafninum haldið krapt skáhorn við straum. J>egar við riðum að ánni gátum við þess að sá, sem ferjaður var, mundi vera kaupamaður, því reiðskjótinn var róinn, og leiddi þó hvorki bún- ingurinn né annað likur að þvi að þar færi skóla- piltur. En þeir einir langferðamenn eru þektir að því að ríða svo ótraustu einhesta, að ekki sé rek- andi i jafnstutt sund og þetta var. þ>að reyndist og vera. — Hann rak hestana í þvögu að ferju- staðnum og kvaddi okkur kumpánlega. Sagði að hestur sinn væri tregur í einreið og mæltist til samferðar við okkur norður yfir Skarðið. Kvaðst vera ráðinn til kaupamensku i Skagafirði utarlega, spurði okkur alla heitis og heimilis, og lét i óspurðum fréttum dæluna ganga um alla sína hagi. Hann talaði á greinilegu Suðurnesjamáli, og var ósvikið lausamannssnið á honum Maðurinn var mjög þægur og ötull, og bauðst undir eins til að hjálpa okkur til að leggja á. Hann girti einn af hestum okkar, en móttakið var stutt, svo hann varð að bita i endann, en hrossið hröklaðist við. »Ætlar andskotans, lá mér við að segja, truntan að slegast undir tómri hnakkpútunni,« sagði hann þá og skirpti um leið, því leir hafði runnið í hringjuna. Við vorum þá 4 alls. Auk okkar kaupa skólapiltur t norðan úr fúngeyjarsýslu og búfræð- ingur frá Ólafsdal, sem vistazt hafði fyrir ársmann norður í landi. Hann var gáfaður maður og hafði lesið mart og mikið, en mest á eigin spýtur og var fremur sérvitur, eins og svo margir greindir Islendingar eru. Hann talaði um alla heima og geima, og sykraði ræðuna drjúgum með dönskum og útlendum orðum, sem þó við og við komu á apturfótunum, svo auðheyrt var, að hann hafði siglt sjóinn undir eigin seglum. Honum þótti gott i staupinu, og þurfti ekki mikið til þess að hann yrði hreifur eða klökkur. |>að kallaði hann að vera »sentimabel«, en við kölluðum hann ýmist Búa eða Fræbúðing. Seinna nafnið hafði þ>ingeyingurinn fundið og þózt góður af. Nú tókum við okkur upp frá ánni og riðum greitt upp í Svartárdalinn. Hestarnir voru viljugir eptir sundið og léku við taumana, jafnvel hestur kaupa sýndist vera hinn ákafasti að komast sem fyrst norður í Fjörðinn. Svo mikil brögð voru að þessu, að kaupi virtist mega hafa sig allan við að halda dýrinu í skeíjum. Ymist hélt hann hestinum aptur með hringuðum makka, og svo fjörlegum fótaburði, að líkast var lestærri ótemju, eða hann hleypti og rendi sér á harða spretti fram með okkur, með slaka tauma og bringuna niðri undir faxi. Við tókum þó innan skams eptir því, að hann kitlaði hestinn í náranum með þeim fætinum sem frá sneri, og hélt svo ríkt við, að aumingja skepnan gat ekki rétt úr hálsinum, og trítlaði eins og á nálum þangað til hann hleypti, og varð dauðfeginn að stökkva nokkra faðma til þess að rétta úr sér. Við báðum hann að hætta þessu og misti jálkurinn þá fljótt ferðina, svo við urðum að lána honum einn af hestum okkar til þess að hann gæti orðið sam- ferða. f>að varð brátt uppskátt, að nýi samferðamað- urinn var vel byrgur af brennivíni og tókst eptir það hinn mesti kumpánaskapur með þeim Búa. |>eir fóru að dragast aptur úr hvað eptir annað, því ýmist hafði farið steinn í hóftunguna hjá kaupa- manninum, eða leingja þurfti reiðann hjá Búa, eða eitthvað annað var að reiðskapnum og varð þeim ærið staldursamt norður Skarðið, en héldu þó sam- reiðinni. Á eyrunum fyrir neðan Stóra-Vatnsskarð áðum við stundarkorn, því hitinn var mikill. Klárarnir geingu i ána, sötruðu drjúgum, veltu sér og hristu j svo af sér leirinn svo hvein í bökkunum, og fóru að nasla alt í kringum okkur, en við tókum upp nestið og breiddum blöð á flötina fast upp við holtið, þar sem þurrast var. f>eir félagar, kaupamaðurinn og búfræðingurinn, voru orðnir mjög ræðnir um þetta leyti og bar mart á góma, meðan á máltíðinni stóð; meðal annars gat kaupi þess, að hann væri staðráðinn i því að fara til Vesturheims á næsta sumri. »f>ykir þér ekki föðurlandið fullgott til þess að lifa og deyja þar?« sagði Búi. Hann hafði opt á leiðinni minzt á Amerikuferðir manna og hve mikið tjón væri að þeim fyrir landið. »Til þess að drepast þar er Island vist ekki verra en önnur lönd,« svaraði kaupi, »en að lifa þar er svo bezt, að sveitastjórnirnar hafi ekki hendur i hári manns. Eg hefi verið kvennhollur um dag-

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.