Sunnanfari - 01.12.1891, Side 4
■13
ana, og á 4 börn sitt á hverri sveit svo að segja.
Vilt þú gjalda fyrir grísina, lagsi?«
»Ekki hélt eg það, að þú vildir flýja börnin
þín, kunningi, því þar sem eg hefi verið ungur og
elskað, þar vil eg líka bera beinin,« sagði Búi og
hallaði sér upp að stórri lyngþúfu.
»0, ekki get eg nú betur séð en að hyggilegt
sé að flytja sig um set, þegar maður er orðinn of
kunnugur. Svo er það annað. Eg hefi opt hugsað
sem svo: Nú er eg til að mynda kominn út í haf,
um borð á einum af þessum útflutningaskrokkum,
sem kunnugir segja að djöflum sé naumast vært í,
hvað þá heldur mönnum. Og svo spyr eg sjálfan
mig: Er það nú nokkuð sem þú sér eptir, Eiríkur
minn? Er eins og þig svíði í augun, ha? jbví eg
skal nefnilega segja þér, þess konar grillur geta
sótt á mann í einrúmi. Eg er nú fæddur í Kjós-
inni, sérðu, og var 7 ára þegar eg fór þaðan, en
opt þegar mér dettur í hug græni balinn fyrir neðan
bæinn, fæ eg eins og einhver ótætis ónot í mig,
sem eg reyndar ekkert vil hafa að sýsla með, lagsi,
því eg er eingin heimótt. Alíka ímynda eg mér að
muni sækja á mig niðri i skipinu, þegar eg fer
yfir sjóinn. En hvað um það. Gunna min þrælar
baki brotnu i ársvist dag út og dag inn og fær
80 krónur í kaup, og sveitastjórnir, yfirvöld og alt
það djöfuls sleingi, sem kúgar þjóðina, hefir gert
mér lífið svo leitt á Islandi að eg vil ekkert hafa
að »do« með það. I vetur lærði eg svo mikið í ensku
að eg get beðið um mat og drykk, þegar þangað
kemur, og hreppsnefndir og hreppstjórar skulu naga
um hnúturnar á einhverjum öðrum en mér. það
geturðu bitið í nefið á þér upp á.«
»Eg vil ekki þrátta við þig um þetta, því þú
ert ekki nógu mentaður til þess að skilja mig,«
svaraði búfræðingurinn. »En eitt vil eg segja þér,
kunningi. Onotin, sem þú nefndir, skulu aldrei yfir-
gefa þig, þó þú flýir það land, sem hefir alið þig
og krakkana þína, þegar hættan er mest. Til yztu
merkja skulu þau elta þig eins og skuggi frá fylki
til fylkis, meðan þig rekur minni til, hvar þú ert
fæddur og þíns eigin nafns. — Við skulum gjalda
fyrir grísina. Við skulum ala upp ungana þína,
sem eg reyndar kann þér þökk fyrir, því fólkið er
fátt í landinu. En við gerum það með þeirri von,
að þegar ómagarnir verða vaxnir menn, búi þeir
bændur á Islandi, sem hafi vit á að láta fólkið
vinna, svo þeir geti goldið slitið með öðru en
smánarkaupi, að þá sé sveitunum ekki stjórnað af
fíflum, sem ýmist flæma eða kaupa menn til að
yfirgefa sitt eigið land, að íslenzkir menn en ekki
hálfdanskir leiguþjónar ráði hér lögum og lofum,
en einkum með þeirri von, að i stað þín og þinna
líka vaxi upp kynslóð, sem finnur að sú sanna ham-
ingja býr í okkar eigin hjarta og inanlands, en sá
eltir villuljós, sem leitar hennar yfir hafið.«
Svo mælskan hafði eg aldrei heyrt Búa, enda
hafði kaupi lagt höfuðið í hnakksetið áður en ræð-
unni var lokið og breitt klút yfir andlitið. Við
hinir hölluðum okkur nú líka, og biðum þess að
klukkutíminn liði, og nú heyrðist ekkert nema langir
andardrættir, suðið i ánni og hagalætin i hestunum.
Stundum ryktu þeir grasinu upp með rótum svo
nærri okkur að við fundum grundirnar nötra, eða
þeir frísuðu stutt og snögt rétt við eyrun á okkur,
en jarðarilmurinn breiddi sig þungur og sumar-
varmur yfir bala og brekkur.
Kaupi reis fyrstur á fætur, og tíndi saman
klárana, en við fleygðum á þá reiðverunum i snatri,
því nú var nógu leingi áð. — |>ar sem vegir
skiljast kvaddi kaupi okkur með kærum þökkum
fyrir hestlánið og hélt niður í Sæmundarhlíðina.
Fyrir okkur blasti við Skagafjörðurinn. Sólin
var hátt á lopti og við heyrðum kveða við í Gýgja-
fossi, en til hægri handar var hóað hátt uppi í
holtum og hundur gelti við. það var smaladreingur
með ærnar sinar, á að gizka einar 30. Út um
sveitina sáust grænir blettir hér og þar, ekki stórir
og langt á milli, en hinum megin »Vatnanna«
gnæfðu Blönduhlíðarfjöllin við hiroin grá og nakin
niður undir hjalla. f>ó seildist gróðurinn sumstaðar
í geirum og tungum hærra upp í auðnina.
þegar við vorum komnir spölkorn niður fyrir
gatnamótin, sneri kaupamaðurinn sér við í hnakknum,
veifaði hattinum og hrópaði: »Good by!«
E. B.
Andvari er ekki kominn hingað enn þá til
þjóðvinafélagsmanna, en vér höfum fyrir löngu
feingið sérprent af grein einni úr honum, svo að
það mun vera langt síðan hann kom út. En það
er svo sem ekkert nýnæmi að bækur þjóðvinafé-
lagsins, sem prentaðar eru i Reykjavík, hafi orðið
nokkuð síðheimtar, því svo má segja að öll þau
ár síðan farið var að gefa Andvara út i Reykjavík,
hefir hann aldrei komið til Kaupmannahafnar fyrri
en missiri eða jafnvel ári siðar en frézt hefir til
að búið væri að prenta hann. Sé afgreiðsla bók-
anna jafngreið víða, er von að skilagrein á félags-
tillagi verði góð og að hagur félagsins blómgist
eða hitt þó heldur eins og raun er nú á. Vér
viljum nú biðja þá dánumenn, sem eru að þessu
hirðuleysi valdir, að taka sér fram, því þetta hefir
verið þolað nógu leingi óátalið og er mál komið
að þvi sé lokið.
Forustuvagn
hafa þeir nýlega smíðað á Englandi, sem á að
ganga á norðversturbrautum og er afl vélarinnar
svo mikið, að vagnlestin fer enska mílu á mínút-
unni. það er rett eins og ferðalagið á Islandi!