Sunnanfari - 01.12.1891, Page 7

Sunnanfari - 01.12.1891, Page 7
51 er að rita um það til hlítar, á jafnfáum blöðum og rit Stefáns er, en það hefði þó bætt mikið úr skák, þar sem ekkert er áður til á íslenzku, ef Stefán hefði minzt á alt hið helzta, sem til er um íslenzka grasafræði og ef það hefði verið villulaust eða villulitið, en hvorugu er að heilsa. Stefán heíir eflaust rétt að mæla, að fremur hafi verið lítið um jurtaþekkingu á íslandi, fyrir daga Eggerts Olafssonar, en þó eru til ýms rit um íslenzka grasafræði, frá þeim dögum, auk rita Jóns lærða og lækníngabókanna, sem eru merkileg að rnörgu leyti. Hér er ekki rúm til að telja þau né lýsa þeim ýtarlega. Eg skal að eins nefna tvö, sem eg tel einna merkilegust, hvort í sinni röð: Skrá yfir íslenzkar jurtir í Gandreið eptir séra Jón Daðason (d. 1676) (Hrs. Bmf. 35 fol.) og stórt rit sem heitir Kepos sive phytekomia (Hrs. Bmf. 97. 4to). þar er lýsing á þeim »sérlegustu grösum og tiðkanlegustu jurtum, þeim er í íslandi finnast«. Myndir hafa átt að vera í bókinni, en það er eyða fyrir þeim. Bók þessi er reyndar að miklu leyti sniðin eptir grasafræði Simons Paulli, en er þó eingu að síður mjög merkileg fyrir is- lenzka grasafræði, því þar eru víða færðir til vaxtarstaðir íslenzkra jurta. Bók þessi er frá miðri 17. öld og rituð í Jíingeyarsýslu. Af öðrum eldri ritum hefði átt að geta um »Nomenclator botani- cus« eptir Oeder. S. 1. (Kmh.) 1769. þar eru ís- lenzk jurtanöfn prentuð fyrst, svo að kveði og »Musæum Wormianum* Lugd. Batav. 1655, bls. 169. þar er fyrst getið á prenti um íslenzkan surtarbrand, sem síðan hefir verið ritað svo mikið um, bæði að fornu og nýu. það litur svo út sem Stefán telji rit þau eptir Bjarna Pálsson, sem nefnd eru neðanmáls bls. 61 með prentuðum bókum, en hvorugt þeirra hefir verið prentað, enn sem komið er. Stefán telur ferðabók Eggerts mjög merki- lega í grasafræðislegu tilliti, eins og eðlilegt er, en þeim mun kynlegra er, að hann skuli ekki minnast einu orði á jurtatal það, sem til er eptir Eggert sjálfan (Hrs. Bmf, 8 fol.). þar er þó í einu lagi hinn grasafræðislegi árangur af ferð hans. þar eru taldar bæði æðri og lægri jurtir og eru sumstaðar færðir til vaxtarstaðir. Einkímblaðaðar jurtir eru taldar ekki síður en tvikímblaðaðar og svo að segja alstaðar visað í Flora Svecica, svo optast nær er hægt að ákveða jurtirnar með fullri vissu. Kit þetta er því miklu merkilegra fyrir grasafræði ís- lands en Ferðabók þeirra Eggerts. þess er getið bls. 59, að ferðabókin sé þýdd á frönsku og þýzku; enska þýðingin er alveg sett hjá. það er vitaskuld að Konig ritaði ekki mikið um grasafræði íslands, en samt hefði átt vel við að geta um það, þar sem hann ferðaðist fyrstur manna um Island í grasafræðislegu tilliti eingaungu. í dokt- orsdispútatsíu hans1) eru sjö síður um íslenzkar ’) Diss. inauguralis de remediorum indigenorum . . . efficacia. Hafn. 1773. jurtir, og segir hann þar, meðal annars, að hann hafi fundið tæpar 400 jurtir á íslandi, svo það getur ekki verið rétt, að ritgjörð Zoéga sé að eins bygð á rannsóknum Mullers (Skýrslan, bls. 65). Múller var að eins heima 1^/2 ár (Disp. hans, bls. 58) en eklci tvö. 10. bindi af ritum vísindafélagsins danska kom út 1770 en ekki 1765-7. O. Fr. Múller var ekki grasafræðingur, þótt hann stæði fyrir út- gáfunni af Flora Danica um tíma. Aptur var hann einhver hinn merkilegasti dýrafræðingur. það mætti alveg eins vel kalla hann guðfræðing og grasafræð- ing, því það eru til eptir hann 3 guðfræðisbækur. Dan. Solander var sænskur maður, en ekki enskur. Ritgerð Jóns Sveinssonar, sem getið er um s. 67 (n.m.), er ekki ómerkileg, að því er snertir íslenzka grasa- fræði. Jón lýsir stuttlega 44 isl. litunarjurtum og fylgja íslenzk nöfn og vaxtarstaðir. þeir eru þó oftast eða æfinlega teknir upp úr bókum. Hér hefði verið sjálfsagt að minnast á Pro- dromus Retziusar. Stefán drepur reyndar á hann bls. 71, en getur þess ekki að hann sé lika um íslenzkar jurtir. það er þó hægur vandi að sjá það, þvi titillinn er: Floræ Scandinaviæ Prodromus, enu- merans plantas Sveciæ, Laponiæ — — Islandiæ & Grönlandiæ. Holmiæ 1779. Reyndar er ekki milcið að græða á bók þessari, þvi Retzius ferðaðist ekki um ísland, en hún er alveg eins merkileg að sinu leyti og grasafræði Hornemanns. Báðir tóku upp í rit sín jurtir þær, sem þá þektust frá Islandi, en þá er lika talið gagn það, sem þeir hafa gert is- lenzkri grasafræði, þvi það er eingin sönnun fyrir því að Hornemann hafi samið nokkra jurtalýsingu eptir islenzkum eintökum. Mér þykir miklu senni- legra að hann hafi haft norskar jurtir fyrir sér, þar sem jurt sú, sém um var að ræða, óx ekki i Dan- mörku. Sjálfsagt hefði verið fyrir Stefán að geta um handrit eptir Sæmund Hólm, sem Bókmentafélagið á (nr. 333 4to). þar eru lýsingar á nokkrum is- lenzkum jurtum og fylgja litmyndir af jurtunum; er það eins dæmi í íslenzkum handritum, eptir því sem eg veit bezt. Eins er lika eflaust mart merki- legt um íslenzka grasafræði í áframhaldinu af riti Eggers: Physicalische und statistische Beschreibung von Island. það kvað nú vera í bókasafni latinu- skólans í Reykjavík. Fyrsta heptið af riti þessu kom út 1786, en svo ekki meira og er skaði, þvi ef áframhaldið er eins merkilegt að sínu leyti og þetta fyrsta hepti, þá hefði ritið í heild sinni orðið ein- hver hin merkilegasta bók, sem sarnin hefir verið um Island. Eggers ætlaðist til að það yrði 150 arkir og átti skýrsla um jurtariki Islands að vera seinast i öðru bindinu1). Garðyrkjurit Magnúsar sýslumanns Ketilssonar (s. 70) er ekki til prentað á dönsku. Að minsta kosti er þess ekki getið í dönskum bókaskrám og ’) Eggers: Ankundigung einer physilcal. und statist. Beschreibung Islands Kbh. 1783.

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.