Sunnanfari - 01.12.1891, Qupperneq 8
52
það er ekki til á helztu bókasöfnum i Kaupmanna-
höfn. Undarlegt er að Stefán skuli telja ýmsa smá-
pésa um íslenzk fjallagrös (s. 70) og jafnvel margar
útgáfur af einum þeirra, en sleppa miklu stærri og
merkilegri bókum um sama efni, svo sem: Disser-
tatio inauguralis de Lichene Islandico. Præs.
Trommsdorff. Erfurth. 1778. Ebeling: DeQuassiaet
Lichene Islandico. Glasgow 1779. og W. Cramer;
Diss. inaug. -— — de lichene Islandico. Erlangæ.
1780. jþessi seinasta bók er þó 60 bls. í 4to. Ann-
ars eru til margir smápésar og tímaritagreinir
um svipað efni. Eg man eptir 12, auk þeirra,
sem Stefán getur, eptir Borch, Chrichton, Fuchs,
Heinze, Schönheider, Scopoli, Ström og Tychsen
og einum eptir nafnlausan höfund, en þeir eru
(lestir fremur ómerkilegir. »Christiani« í 5. nmgr.
s. 70 er liklega prentvilla. það á að vera Christ-
iania.
Ferðir Sveins Pálssonar voru allmerkilegar í
grasafræðislegu tilliti. Eg er reyndar eklci svo
kunnugur ferðabókum hans sem skyldi, en eg hefi
séð grasfræðisiegan úrdrátt úr þeim og var getið
þar um margar sjaldgæfar jurtir og alstaðar færðir
til vaxtarstaðir. Agrip þau, sem eru i Naturhistorie
Selskabets Skrifter II. b. Kmh. 1792-3 eru líka mest-
megnis um grasafræði, og sést þar meðal annars,
að Sveinn hefir ritað hjá sér, hvenær hann sá þessa
og þessa jurt fyrst í blómstri. í athugasemdunum
við Hrs. Bmf. 21 4to er ekki minst á grasafræði
íslands einu orði og þvi fer svo fjarri að Sveinn
hafi þýtt Retzius, að athugasemdirnar eru jafnvel
á latínu. Aptur hefir Sveinn ritað athugasemdir
við Lækningabók Jóns Péturssonar Kbh. 1834 og
eru færð þar til mörg íslenzk jurtanöfn. Auk þess
er til grasatal eptir Svein i Safni Rasks, í bókasafni
Háskólans i Kaupmannahöfn.
Ferð Hookers hefði sjálfsagt orðið rnjög merki-
leg fyrir íslenzka grasafræði, ef það óhapp hefði
ekki komið fyrir, að söfn hans brunnu öli á leið-
inni til Englands. Grasaskrá hans er þvi eingu
áreiðanlegri en skrár þeirra Zoéga og Mohrs, nema
að þvi er snertir jurtir þær, er Hooker fékk seinna
hjá Sveini Pálssyni og Mackenzie. Skrá Plookers
kom lika út aptan við ferðabók Mackenzie’s.
»Sjóþarafræði« er ekki heppilegt nafn á Hýdro-
fýtológíu Lyngbye’s, því Lyngbye lýsir þar jöfnum
höndum jurtum þeim, sem vaxa i söltu vatni og
ósöltu, og auk þess hefi eg ekki fyr heyrt sý-
gnemur, konfervur og þess háttar jurtir kallaðar
þara.
Stefán hefði átt að geta um »Hugvekju til
góðra innbúa á íslandi« Kmh. 1808, eptir Magnús
Stephensen, fyrst hann annars nefnir greiniri Klaustur-
póstinum (s. 74-5). J>ar er bæði um söl og æti-
þang og um fjallagrös. Upp úr hugvekju þessari
mun Aarflot hafa samið pésa, sem kom út 1812:
Fjeldbobröd mod Hungersnöd, eller vildtvoxende
Fjældplanter: Islandsk Mos, Gejtnaskov og Marie-
græs. Eg hefi ekki getað náð i pésa þenna. það
sem sagt er s. 78 um grasafræði Hornemanns á
alveg eins vel við Prodromus Retziusar.
J>að sem Stefán segir um grasafræði Odds
Hjaltalíns virðist vera rétt og á rökum bygt, en hitt
er rangt að »Bókmentafélagið« hafi feingið Odd
til að semja hana. Bæði mundi Jón Sigurðsson hafa
getið þess, þar sem hann minnist á grasafræði Odds1)
og svo sést það berlega á bréfi frá Oddi til R. Kr.
Rasks (Hrs. Bmf. 94, 4to) að hann bauð félaginu
handritið að fyrra bragði, og var jafnvel hálfhræddur
um, að það mundi ekki láta prenta það. Auk þess
hafði verið í ráði, að grasafræði Odds kæmi út í
Viðey, en þó var ekki ætlazt til að hún væri eins
laung og raun varð á. Auglýsing er í Klausturpóst-
inum2) um þessa fyrirhuguðu útgáfu, en undirtektir
hafa eflaust ekki orðið eins góðar og skyldi, því
ekkert varð úr útgáfunni. »Brennisól« (s. 79) er
sjálfsagt prentvilla fyrir brennisóley.
« Eg hefi nú getið um hið helzta, sem eg hefi
að athuga við ritgerð Stefáns Stefánssonar, og er
það ærið mart, þegar um jafnstutt mál er að ræða.
Vonandi er að Stefán vandi sig annaðhvort betur
með framhaldið eða það komi aldrei út.
Ólafur Davíðsson.
Páttur af Mála-Davíö.
Eptir Jón Jíorkelsson.
Flestir menn á íslandi, sem komnir eru til
vits og ára, munu hafa heyrt Mála-Davíð
nefndan, því að um hann hafa geingið ýmsar
sögur meðal alþýðu manna, en fáum mun þó
vera kunnugt um hann nokkuð til hlítar. Verður
hér nú nokkuð sagt af honum, því að hann má
vel þykja merkilegur um ýmsa hluti og er þess
verður að menn viti eitthvað rétt um hann eptir
því, sem faung eru á.
Faðir'Davíðs hét Jón og var Jónsson; segir
Jón Espólín, að hann hafi búið á Mýri (Fagur-
hólsmýri) í Skaptafellsþingi; Jón Péturson segir
í Sýslumannaæfum, að hann hafi búið á Mýri í
Kelduhverfi, en það fær ekki staðizt, því þar
er einginn bær til, sem heitir Mýri, og mun það
eiga að vera Mýri í Bárðardal. Kona Jóns á
Mýri en móðir Davíðs var Ingibjörg dóttir
Gríms lögsagnara Grímssonar á Giljá, systir
’séra Jóns Grímssonar í Görðum á Akranesi, en
af séra Jóni eru komnir tveir merkilegir ínenn;
’) Hið íslenzka Bókmentafélag 1867 bls. 29.
2) VI. 1823, bls. 147—9.