Sunnanfari - 01.12.1891, Side 11

Sunnanfari - 01.12.1891, Side 11
55 maturinn útbyrðis, en náðist aptur lifandi. kvað Davíð: Yrkja verð eg enn á ný ofinn kvala smokknum: Skrattanum þótti skömm að því að skila ekki aptur kokknum. Ut úr þessu urðu mikil mál milli Davíðs og þ>órðar sýslumanns, en örðugur varð Davíð honuin og þótti flækja málin bæði harðlega og kænlega. 1 þeim málum mun hann hafa kveðið þessa stöku : Mín svo batni máladeiki mótpartinum sízt að vild, ná ef skal í hennar heild halda þarf á klækjasnild. þ>ó hafði málið fallið á Davíð að lyktum, og átti hann að verða fyrir nokkrum útlátum, en ekki borgaði hann, og þegar gera átti fjárnám hjá honum, fanst ekki annað en nokkrar fúnar guðs- orðabækur. Eitt sinn gerði þ>órður Davíð heim- reið; hafði þá Davíð harðlokað bænum, en sýslumaður lét brjóta hann upp. Stefndi Davíð honum svo fyrir húsbrot. Af málum sínum við # I3órð var Davíð kallaður Mála-Davíð. 1814 var þ>órði sýslurnanni veitt Arnessýsla; ætlaði hann þá vestur þangað síðla vetrar; gerði Davíð honum þá fyrirsát með sonum sínum og ætlaði að minsta kosti að hræða hann. Frá sög- unni um það segir Gyða kona þ>órðar sýslu- manns bezt í bók þeirri, er hún kallar »Endur- minningar« sínar frá íslandi1), og er það á þessa leið: »Hinn 16. Marts 1814 lagði Thorlacius sýslumaður af stað . . . A Berufirði varaði [Jón] Stfefánsson]2) kaup- maður hann við D[avíð] J[óns- syni], auðugumbóndaíSkaptárþingi, er sýslumaður hafði fyrirtólf árum (= 1802) tekið fastan og dæmt í sektirfyrirað hafagertákafaróspektiráBerufjarðar- þingi. Sonur Dfavíðs] J[ónssonar| hafði nýlega verið á Berufirði og haíði beðið [Jón] St[efáns- son) að aðvara Thorlacius, ef hann ætlaði þessa leið. [Jón] St[efánsson] bað sýslumann nú annað- hvort að taka með sér helmingi fleiri fylgdar- menn eða hverfa aptur ella og fara nyrðra. En sýslumaður vildi ekki heyra neitt um það: »Ekki hræðumst eg skrumara þann,« sagði hann, »og mun eg fara þá leið sem beinust er.« A sjötta degi þar frá [= 22. MartsJ nálgaðist hann bæ D[avíðs] J[ónssonar]. Davíð var maður hefnd- rækinn og ríkur í héraði, og voru flestir bænd- urnir í sveitinni honum háðir; hafði hann nú dregið saman nokkurt lið að bæ sínum (Hofi). Stóð hann sjálfur við götuna og báðir synir hans. Annar þeirra var vitfirringur3). Hann lofaði fylgdarmanninum að fara framhjá, en tók óþyrmi- lega í taumana hjá sýslumanni, og heimtaði með Fru Th.s Erindringer fra Island. Khavn 1845. Bls. 92—95» 2) Jón Stefánsson var alkunnur fróðleiks og merkis- maður; andaðist 1819. 3) íþetta er rangt. Símon Davíðsson var mállaus, en vel viti borinn. frekju að hann greiddi sér aptur sektarfé það, er sýslumaður hafði gert honum að greiða. fegar sýslumaður neitaði, ætlaði Davíð að taka ofan ferðaskrínur hans, og hafði ýmsar hótanir í frammi. Vitfirringurinn stóð hjá, mundaði broddinn á staf sínum og benti á enni sér, teygði álkuna og dróg hendina um háls sér. Sýslumanni þótti nú fara að grána gamanið og vatt sér því skjótlega að Davíð og mælti: »Sé það ætlan þín, að eg megi ekki halda áfram ferð minni og megi eigi sjálfráður vera, þá er bezt eg komi heim til þín.« þ>ess var Davíð fús og játti því. Attu nú allir að vera vitni til þess, hvernig hann dirfðist að fara með sýslumann, en margbýli var á Hofi, og stóðu allir úti, þegar sýslumaður kom. Sneri hann sér þá undir eins að öðrum bónda og mælti: »Eg er á þínu heimili og lýsi griðum og fullum friði. þ>að er á þinni ábyrgð, er hér fer fram gegn mér og eigum mínum. það er setið um líf mitt, en eg ætla og skal halda áfram ferð minni og krefst því boðlegrar fylgdar, sem tryggi mig gegn árásum.« þetta kom flatt upp á bóndann, en ekki þorði hann að færast undan þeirri skyldu, sem lögin buðu honum. Davíð sá nú að ekkert varð úr fyrirætlan sinni og lét nú setn sig iðraði eptir framferði sitt og vildi nú sættast við Thorlacius sýslumann, og bað hann að koma tneð sér upp fyrir hlöðu, því hann ætlaði að tala dálítið við hann. En sýslu- manni leizt það óráðlegt og steig á bak og hélt áfram ferð sinni hinduriaust og hafði nú fjórutn mönnum fleira til fylgdar. — Frú Thorlacius fékk nokkru seinna fregn um þenna atburð. Haldór1) sonur Davíðs, sá er áður hafði verið á Berufirði til þess að aðvara Thorlacius. nafði nú aptur gert sér ferð þangað til þess að láta Jón Stefáns- son vita, að alt hefði vel farið, og þaðan fékk frú Gyða að vita um það. Jón Stefánsson ávítaði Haldór1) fyrir að hafa verið með í því að ráðast á sýslumann, en Halldór kvaðst hafa gert það til liðs við sýslumann, ef faðir sinn hefði tekið til nokkurs ofbeldis, en við því sagðist hann ekki hafa búizt, ef sýslumaður hefði getað haldið sér í skefjum og ekki látið á sig bita. Hann sagðist hafa verið hræddastur við [Símon] bróður sinn, sem væri ekki vanur að hætta fyrri en það væri unnið, sem hann hefði einu sinni feingið hugmynd um að ætti að gera. Frú Thorlacius þakkaði sínum sæla og blessaði Haldór Davíðs- son með sjálfri sér fyrir að hafa verið svona góður. Davíð Jónsson fékk síðan ráðningu og var dæmdur í miklar fésektir. Frúin var hrædd um að hann mundi hefna sín og var það ekki ástæðulaust. Hún segir að hann hafi nokkru eptir þenna atburð farið kaupstaðarferð út á Eyrar- bakka í Arnessýslu, og með honum margir bændur úr Skaptárþingi, því að þeir verzluðu l) Hér stendur í dönskunni »Thorder«, en það er rangt,

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.