Sunnanfari - 01.12.1891, Page 12
56
þar sem hann verziaði, og var honum því tekið
eins og höfðingja. Hann kom inn í stofu hjá
[Níels] L[ambertsen] kaupmanni og var Skúli
litli Thorlacius1) þar fyrir. Davíð varð starsýnt
á sveininn og spurði hver ætti hann. Honum
var sagt það; gekk hann þá að honum og virti
hann fyrir sér, og hreifði sig þá einhvernveginn
svo kynlega, að hrollur fór um alla þá, sem inni
voru. Síðan vatt hann sér við og gekk ákaflega
fram og aptur um stofuna með krosslagða hand-
leggi. Stúdent einn, sem var þar við, tók þá
Skúla með sér og hafði hann hjá sér þangað til
Davíð var farinn af stað úr kaupstaðnum.«
(meira.)
íslenzk orðmyndan.
f>að mun óhætt að íullyrða, að einginn
menntaður maður talar svo eða ritar á íslenzku
máli nú á dögum, að hann finni ekki sárt til
þess, að tunga vor hefir ekki auðgazt að orð-
um, að því skapi, sem nýjar hugmyndir og ný
orð hafa orðið til úti um heiminn. — Siðuðum
þjóðum hefir fleygt fram í vísindum og bók-
mentum og fjöldi nýrra orða yfir hugsanir
manna hafa myndazt, en íslendingar hafa verið
og eru svo fámenn þjóð, að naumlega verða
skaðlaust gefnar út aðrar bækur en þær, sem
eru við alþýðuhæfi, og svo er annað það, sem
öllu fremur mun valda orðaskortinum, að
íslenzkan af öllum Norðurálfutungum mun einna
sízt fallin til að þýðast útlend orð. — Svo ramt
kveður að þessari orðafátækt að varla er hægt,
án þess að beita hjákátlegum dönskuslettum eða
»evrópisku«, að orða nokkra hugsun á íslenzku,
sem geingur út fyrir alfaraveg daglegrar ræðu,
og vona jeg að íslenzkir námsmenn og em-
bættismenn út um alt land kannist við þetta.
þ>að er nú auðsætt, að Islendingar geta ekki
komizt hjá því, að nefna í ræðum og ritum þá
hluti og hugmyndir, sem aðrar þjóðir þekkja,
þó íslenzk orð yfir það sama vanti, enn sem
komið er. Að ætla sér almennt að forðast, að
nefna annað en það, sem fundið verður í gömlu
sögunum, eða hægt er að orða með algeingu
íslenzku máli, væri að hlaða kínverskan múr um
allar andlegar framfarir á íslandi. — Hér er því
ekki nema um tvo vegi að ræða, ef íslenzkan á
að geta fullnægt þörfum siðaðrar þjóðar fram-
vegis. Annar er sá, að taka meiginhluta hinna
útlendu orða, sem eru mynduð og myndast eptir
‘) Skúli registrator sonur pórðar sýslumanns.
því sem tímar líða, og sétja við íslenzkar beyg-
ingar; hinn er sá, að mynda orð af íslenzkum
stofnum, sem merki hið sama.
Fyrri vegurinn er, að því eg bezt fæ séð,
svo hættulegur fyrir íslenzka tungu og þar
með þjóðerni vort, að hver maður, sem ann
hvorutveggja, ætti að hugsa sig um vandlega
áður en hann velur þá leið. — Menn kunna ef
til vill að segja, að fjöldi orða sé kominn þannig
inn í málið, og muni eingum detta í hug í al-
vöru, að vilja ryðja þeim burt, og að hægt sé
enn að auðga málið á sama hátt.
En þessu vil eg svara, að þau orð, sem
hér ræðir um, eru ekki svo mörg, að þau geti
borið hina íslenzku stofna neinu ofurliði, og að
þau hafa komið smátt og smátt inn í málið.
þ>au hafa flest þurft langan tíma til að festast,
og bókmentir vorar á þessari öld, eða siðan ís-
lendingar fóru að hreinsa málið úr þeirri niður-
læging, sem það var sokkið í, eru svo litlar í
samanburði við það, sem vonandi er að þær
verði á þeim tímum sem fara í hönd, að miklu
rikari þörf verður hér á eptir, að láta í ljósi
nýjar hugmyndir. — En verði allur þorri þeirra,
sem rita á íslenzku, vísindalegs eða annars efnis,
á eitt sáttir um, að taka upp útlendu orðin, er
eg hræddur um: að þessi straumur eyðileggi
einkennileik íslenzkrar tungu. Rétti
menn, í þessu efni, fjandanum einn fingur, er
hætt við að hann grípi alla hendina. Hvar
verða takmörkin, og er ekki hætt við að menn
þá jafnvel láti handhæg og alþekt orð, sem
þeir eru vanir að sjá og heyra i norðurálfu-
málunum, koma í stað ýmsra þeirra nýgörv-
inga, sem þó eru nú þegar farnar að ná nokk-
urri festu í nútímamáli íslandinga?
Að flestir þeir, sem rita nú, kinoka sér við
að taka hinar útlendu myndir, sýnist mér sönnun
þess, að hinn vegurinn, að mynda ný orð af
íslenzkum stofnum, muni alment álitinn hyggilegri
og að mörgum sem ritað hafa, hefir tekizt að
mynda ýmsa góða nýgörvinga, sýnist mér
sönnun þess, að sá vegurinn sé ekki ófær. En
hjá jafn fámennri þjóð og íslendingar eru, verður
ekki búizt við, að þessi einstakra manna orð-
myndan geti að nokkru marki bætt úr þörfinni.
Margir mynda ef til vill orð yfir það sama,
hver í sínu horni, og þannig verður óvíst hvort
nokkurt af þeim nær þeirri festu, sem orðið