Sunnanfari - 01.12.1891, Side 13

Sunnanfari - 01.12.1891, Side 13
57 þarf til þess að verða talað eða ritað hiklaust og skilið af öllum. Menn kunna að geta, með löngum tíma, komið sér saman um orð og orð, með því að beita þeim fyrst með hálfum hug, og verða ef til vill álitnir »tyrfnir« í staðinn af þeim, sem heyra eða lesa, en slíkt fálm er hið mesta neyðarúrræði, og dugar aldrei til hlítar. þ>að eina sem því að minni hyggju gæti bætt úr þessum orðaskorti, er ein allsherjar orð- myndan, á þann hátt, að sem bezt trygging feingist fyrir því, að orðin yrðu vel mynduð, eða með öðrum orðum, safn íslenzkra þýðinga yfir að minsta kosti algengustu útlend orð, sem tekin hafa verið upp í Norðurálfumálin, en ekki verða íslenzkuð með þeim orðum, sem nú eru til í máli voru. — þ>etta ætti að gjörast af nefnd manna, þeirra er bezt væri treystandi að leysa verkið vel af hendi, og er óhætt að segja, að nú mun góð völ slíkra manna, meðal eldri skáld- anna, og málfræðinga íslenzkra, sem hafa gefið sig við norrænu. — þ>að er að vísu óhugsandi, að útgáfa slíkrar bókar gæti svarað kostnaði fyrir nokkurn einstakan mann; en álitu þeir rnenn, sem bezt bera skyn á þetta mál, að þannig yrði stuðlað að varðveizlu og framför- um íslenzkrar tungu, ætti að skora á alþingi, að veita fé til þessa af landssjóði. Að lokum skal eg geta þess, að eg hef heyrt ýmsa menn, sem vel hafa vita á, segja að þeir álitu aðalhættuna fyrir tungu vora vera þá, að menn alment rituðu með óíslenzkri setninga og orða skipan, og að menn »hugs- uðu á dönsku«, og má vel vera að svo sé. En eg get ekki séð að nein líkindi séu til þess að þeir sömu menn, sem geta ekki skrifað ís- lenzka setningu með íslenzkum orðum, muni nokkurntíma læra að gera það með þeim út- lendu. Ollu fremur held eg, að einmitt skort- urinn á íslerzkum orðum yfir ýmsa algeingustu hluti og hugmyndir, sé ein af aðalorsökunum til hinnar óíslenzku orðaskipunar, og þess, að svo fáir mentaðir menn hugsa á hreinni íslenzku; enda ber þess og að minnast, að ekki er svo mikið um dýrðir, að vér séum látnir nema neitt, það er teljandi sé, á voru eigin máli í skólunum. Einar Benediktsson. Páll Melsteð og Þorleifur Repp. Árið 1849 var Páll atntmaður Melsteð konungsfulltrúi og höfðu menn þá mikinn hug á að rýmka um verzlunina á íslandi. Hann lagði frá Kaupmannahöfn til Is- lands ásamt Jóni Sigurðssyni snemma i Júni, en þeir komú ekki fyrri á alþing en 30. Júlí, því að þrívegis urðu þeir apturreka, tvisvar tii Noregs og einu sinni til Kaupmannahafnar. þá gaf þorleifur Repp út blað, sem hétTíminn (Tiden), og segist hann þar hafa sagt við Melsteð, þá er hann mætti honum í Kaupmannahöfn orðnum apturreka: »það hefir vist ekki verið mikið gagn í því, sem þú hafðir í vasa þinum, úr þvi að landvættirnar blésu svona á móti þér.« Hann var heldur ekki með verzlunarfrelsið i vasanum, bætir Repp við. Jón Signrðsson og Þorleifur Repp. þegar jón Sigurðsson hafði ritað svar sitt til prófessors Larsens 1855 um landsréttindi Islands, var það einmælt meðal Islendinga, að ritgerð sú væri ágætlega samin. Eitt sinn varð tilrætt um hana við Repp og hvernig honum likaði hún. »Ekki er því að leyna,« segir Repp, »að ritgerðin er svo góð að Jón Sigurðs- son getur ekki hafa skrifað hana.« Á Rretlandi hinu mikla eru aiis 4084 biöð og tímarit; þar af eru tímaritin 1508 að tölu; í Lund- únum eru 454 blöð; i öðrum borgum og úti i hér- uðum á Englandi eru blöðin 1273; í Wales eru þau 82; á Skotlandi 189 og á írlandi 158 ; á Bret- lands eyjum er alls 21 blað, eða 6 blöðum fleira en nú koroa út á íslenzku, bæði norðan, sunnan og vestan hafs. 399 af þessum blöðum eru guðræki- legs efnis. Nærsýni manna ágerist mjög á Englandi, og kenna menn því um að blöð Breta eru flest prentuð með hræsmáu letri. Sauðfjárræktinni fleygir ákaflega fram í Austra- líu. Siðan 1870 hefir sauðfénaður aukizt þar um meira en helming. þá voru þar rúmlega 40 milli- ónir sauðkinda, 1880 voru þar um 60 milliónir fjár, en i fyrra var sauðíjártalan orðin 90 milliónir. 1870 framleiddi Australía hér um bil 220 millionir punda af ull, en í fyrra 495 milliónir þunda. Alls er talið, að í eignum Breta i Australíu muni nú vera um 100 milliónir fjár, sem árlega gefi af sér 550 millíónir pund af ull. í fyrra komu átta fyrstu mánuði ársins 344,600,000 pund af australskri ull til Englands, en í ár á sama tíma 388,600,000 pund eða 44 milliónum meira. Á sama tima komu í fyrra frá Kap 69,900,000 pund ullar til Englands, en í ár 79,100,000, og er því i ár komið 53,200,000 pundum meira af ull á markað Norðurálfunnar en i fyrra. það má nærri geta að þetta muni ekki bæta fyrir islenzku ullinni, enda hefur Hjálmar kaup- maður Johnsen skýrt oss svo frá, að í Október hafi legið hér nál. 5000 »ballar« óseldir af íslenzkri ull og að mestallar þær vörur, sem komið hefðu frá Islandi i September og Október væri óseldar, en það sem selzt hefði, hafi farið undir innkaupsverði. RÚgUr hefir verið hér í nokkurnveginn föstu verði og ekki háu; nú i byrjun Nóv. stóð danskur rúgur nýr (112—117 pd.) í 6,70—7,90 og (119- 120 pd) 8,15-8,25.

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.