Sunnanfari - 01.12.1891, Page 15

Sunnanfari - 01.12.1891, Page 15
|asessaa jS Veríí 2 kr. jjj i 50 aiira árg., i | borgist tjrir | 0 15. októbcr. Angljsingar |j 20 a. megin- $ málslina; 25 i aura smáletur. 0 SOSQBQS 3STr- *y _A_ <T -A. IST XT _A_ IR, 189S Jón Pétursson háyfirdómari er fæddur á Víðivöllum i Skaga- firði 16. Janúar 1812 op; er því áttræður maður einmitt nú í þessum mánuði. Hann er albróðir Péturs biskups og Brynjólfs stjórnar- deildarformanns, og er sú ætt rakin í Tímariti Jóns sjálfs I. 14-20. Var það einmælt um 1850, þegar Pétur var for- maður orðinn Presta- skólans og prófessor, Brynjólfur formaður í íslenzku stjórnar- deildinni og Jón sýslumaður, að ekki væri þrír bræður aðrir gjörvilegri ís- lenzkra manna en þeir voru. Brynj- ólfur varð skamm- lífur, en Pétur og Jón urðu síðan virð- ingamenn allmiklir og er nú Pétur ný- dáinn, sem alkunna er, oglifirjón þeirra einn. Jón ólst upp sem hinir bræður hans með séra Pétri föður sínum, er var afburðamaður að lær- dómi, og nam að honum og Sigurði stúdent Arnþórssyni, mági sínum, latínu og önnur fræði undir skóla og fór hann í Bessastaðaskóla haustið Jón Pétursson. 1830, en útskrifaðist þaðan 10. Júní 1834 ásamt þrem öðrum og lifir einn af þeim, en það er Páll Melsteð í Reykjavík. Veturinn eptir var hann á Bessastöðum hjá Dr. Hallgrími Scheving og kendi sonum hans undir skóla. Sumarið 1835 fórhanntil háskólans og tók þar fyrsta og annað lærdóms- próf með bezta vitn- isburði. En embætt- ispróf í lögum tók hann 5. Nóv. 1841 með fyrstu einkunn í báðum hlutum prófsins og fékk meðal annars ágæt- lega í danskri réttar- farssögu og mun slikt fádæmi um ís- lendinga. Gekk hann því næst í rentu-r kammerið, sem ólaunaður skrifari og ritaði þá um vetur- inn 16. ár Skírnis. Um sumarið fórhann til íslands að finna föður sinn og kom út í Stykkishólmi og reið þaðan norður til Viðivalla og fann föður sinn þá enn lifanda, en litlu síðar andaðist séra Pétur 29. Júlí. Um haustið fór Jón að Hvammi til Björns sýslumanns Blön- dals og sagði til sonum hans, en um vorið 1843 var hann settur sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.