Sunnanfari - 01.12.1891, Side 16
62
í fjarveru Borgens sýslumanns. 9. Mai 1844 var
Jóni veitt Strandasýsla og var hann þá fyrsta
veturinn (1844—45) vistum meðjóni kammeráði
Jónssyni á Melum, en síðan tvö ár með Búa
prófasti Jónssyni á Prestbakka. 10. Mai 1847 fékk
hann veitingu fyrir Borgarfjarðarsýslu, en tók
ekki við henni þá þegar, heldur var hann settur
til að þjóna Vesturamtinu þegar Bjarni amt-
þ>orsteinsson sigldi til lækninga við augnveiki
sinni. í borgarfjarðarsýslu var Jón stúdent
Árnason á Leirá settur á meðan. Veturinn
1847—48 var nú Jón sýslumaður vestur á Stapa
þar til amtmaður kom út sumarið 1848; þá fór
}ón vestur að Staðarfelli og kvæntist þar 11.
Júlí Jóhönnu Sofíu yngstu dóttir Boga stúdents
Benediktssonar. þ>á um vorið 1. Júní fékk hann
veitingu fyrir Mýra- og Hnappadalssýslu, en
þjónaði þó jafnframt Borgarfjarðarsýslu til 20.
Júlí 1849. |>enna vetur (1848—49) var Jón og
kona hans vistutn með Birni Guðmundssyni í
Hjarðarholti í Stafholtstungum, bróður Haldórs
skólakennara, en fóru um vorið að búa í Norð-
tungu, og næsta vor fluttu þau að Hamri, en
þar bjuggu þau ekki leingi, því að 16. Mai um
vorið (1850) fékk Jón veitingu fyrir embættinu
sem annar dómari og dómsmálaritari í landsyfir-
réttinum og fluttist suður í August um sumarið;
árið eptir keypti hann hús það er hann hefir nú
búið í full 40 ár. í>egar Kristján Kristjánsson
var settur af bæjar og landfógetaembættinu
1851 eptir þjóðfundinn var Jón skipaður til þess
að þjóna því þangað til að Vilhjálmur Finsen
tók við um sumarið 1852. 31. Marts 1856 varð
Jón 1. meðdómari og 7. Nóv. 1877 varð hann
háyfirdómari, en fékk lausn frá því embætti 16.
Apríl 1889 eptir 46 ára embættisþjónustu og hafa
varla aðrir lögfræðingar á íslandi en ísleifur
Einarsson og Páll amtmaður Melsteð þjónað svo
leingi. Jóhönnu konu sína misti Jón háyfirdóm-
ari 21. Mai 1855. þ>eirra börn séra Pétur á
Hálsi, séra Brynjólfur á Olafsvöllum, Jarþrúður
kona Hannesar kandidats hins fróða í Reykjavík
þ>orsteinssonar ogjóhanna kona séra Zophoniass
prófasts Haldórssonar. Vorið 1856 kvæntist
Jón aptur og gekk að eiga Sigþrúði dóttur
Friðriks prests Jónssonar í Akureyjum og eiga
þau sex börn, sem öll eru á lífi: Friðrik kand.
theol. og Sturla, báðir kaupmenn í Reykjavík,
Arndís kona Guðmundar læknis á Laugardælum,
jþóra, Elínborg og Sigríður. Jón Pétursson var
sæmdur riddarakrossi dannebrogsorðunnar 1874
og dannebrogsmaður varð hann 1889. Hann
var kosinn alþingismaður fyrir Reykjavík 1855
í stað Jóns landlæknis J>orsteinssonar, en mætti
þó á þinginu það ár fyrir Strandasýslu sem
varaþingmaður þeirrar sýslu. Frá því 1859 og
þangað til á aukaþinginu 1886 sat Jón Péturs-
son á alþingi sem konungkjörinn þingmaður og
var þá öldungur þingsins í síðasta skiptið. Ekki
mátti hann mælskan kalla á þingi nema í meðal-
lagi, en tillögugóður var hann og studdi jafnan
mál sitt með rökum gætiliga og stilt. En frjáls-
lyndur þótti hann í ýmsu framar en menn köll-
uðu að sumir aðrir konungkjörnir menn væri,
svo sem í stjórnarskrármálinu, og íslenzkur var
hann ætíð í hugsunarhætti.
Nokkur ritstörf liggja eptir Jón Pétursson
og sum alleinkennileg. En þar fréttum vér fyrst
til rita hans sem hann gefur út boðsbréf í Kaup-
mannahöfn 1840 upp á reikningsbók, sem þó fórst
fyrir vegna bókar Jóns Guðmundssonar. En
reikningi hafði Jón Péturssonar snemma yndi af
{ skóla og svo hefir verið æ síðan. Af lagarit-
um hans er að geta kirkjuréttarins, sem komið
hefir út í tveim útgáfum og frumvarps hans til
landbúnaðarlaga, sem er svo íslenzkt, að það
þótti ekki henta að það yrði lög. »íslending«
hinn fyrra var Jón með að gefa út. Einn hélt
hann út »Tímiriti« á árunum 1869 — 73, mjög
fróðlegu, en þó svo löguðu að naumlega var
von að það mundi borga sig; lét hann prenta
þar i ættartölur og ógrynni máldaga og fornra
skjala og sýnir ritið vel hinn forníslenzka hugs-
unarhátt útgefandans. 1848—49,þegarjón háyfir-
dómari var í Hjarðarholti, fór hann fyrst að
leggja stund á ættvísi; keypti hann þá frumritið
af ættartölubók Espólíns í átta bindum af séra
Hákoni Espólín, en ættartölubók Olafs Snóks-
dalíns keypti hann í Reykjavík að þ>órði há-
yfirdómara Sveinbjörnssyni og hefir hann eink-
um aukið þær og haldið þeim fram. En ætt-
vísi Jóns háyfirdómara hefir einna mest komið
fram á prenti í athugasemdum hans við Sýslu-
mannaæfir Boga teingdaföður hans.
Jón Pétursson háyfirdómari er áttræður
16. þ. m.