Sunnanfari - 01.09.1892, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.09.1892, Blaðsíða 2
26 Jón Haldórsson á Laugabóli í ísafjarðarsýslu er fæddur á Hvítanesi við ísafjarðardjúp 5. Nóvember 1828 og er sonur Haldórs bónda Haldórssonar og Kristinar Hafliða- dóttur. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum til þess hann var 22. ára, fyrst á Hvítanesi í 16 ár, en síðan í Hörgshlíð i Mjóaíirði, en þaðan réðst hann í vist til þórðar bónda Magnússonar á Lauga- bóli, og vann hjá honum í 4 ár, og kvongaðist 1854 dóttur hans Guðrúnu og hafa þau nú búið á Laugabóli þvi nær i 40 ár. Hafa þau átt 10 barna, en af þeim lifa 6. A fyrstu búskaparárum Jóns var tvibýli á Laugabóli, og varð jörðin því ekki setin á annan hátt en titt er með tvíbýlisjarðir. A Laugabóli er örðugt til slægna og var það þvi næsta áriðandi að bæta túnið og stækka það og hvorttveggja hefur Jón líka gert, og það að mun, og er túnið nú meira en þriðjungi stærra en það var þegar hann byrjaði búskap og gefur af sér helmingi meiri töðu; er það þvi nær alt sléttað og girt háum túngarði. Til þess að koma þessu fram sendi hann elzta son sinn, Haldór, á búnaðar- skóla í Noregi og kom hann þaðan með plóg og önnur áhöld, sem menn þektu þá ekki á Vestur- landi; annar sonur Jóns er Magnús, nú á háskólanum i Höfn. Jón Haldórsson hefur feingið verðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungsIX. fyrir framúrskarandi dugnað i búskap. 1 16 ár var hann formaður á sexæringi í Bolúngavík og aflaði manna bezt, enda sótti hann sjóinn með þreki og dugnaði, sem honum er lagið. Hann er maður mjög gestrisinn, enda liggur Laugaból í þjóðbraut og er þar eingum manni neitað um greiða. Hann hefir verið maður fram- takssamur og styrktarmaður flestra þeirra mála á Vesturlandi, er til umbóta horfðu. Örlög guðanna.1) Um suðurheim kristnin var geingin í garð og guðirnir reknir af löndum, en kominn var blóðugur kross í það skarð og kirkjur með fjöllum og ströndum. Hin heilögu goð voru af Olympi ærð, og alstaðar frelsið í nauðum, og listin hin gríska lá svivirt og særð hjá Seifi og Appolló dauðum. far bygði fyr Júppiter blómlegust lönd, unz beygði hann ellinnar þúngi og svipuna guðinum gamla úr hönd tók Gyðingakóngurinn úngi. ') J>ó að komi fram í kvæði þessu skoðanir, sem liaett er við að ýmsum geðjist ekki að og nokkuru harðari orðatiltæki um suml en við sjálfir getum felt okkur við, höfum við alls ekki vílað fyrir okkur að taka það upp í blaðið sakir annara kcsta þess. Ritstt. Og næst var svo krossinn með nauðúng og þraut að norrænu þjóðunum borinn, og svipan og morðvopnin brutu honum braut og blóðug og mörg voru sporin. Og Asum í Hliðskjálfi ólgaði blóð, þá austræna skrýmslið þeir sáu, er sunnan um valinn það svamlandi óð, þar saxnesku hetjurnar láu. Og ekki við hafið sú óvættur beið, en ólmleg og þrútin í bragði að eyjunum grænu hún óðfluga skreið og yfir þær hrammana lagði. Og loksins að Svíþjóð hún færði sinn fót, því fornhelga Ynglíngabóli, og hvesti nú augu sín Uppsölum mót, að ættbogans heilaga stóli. En bikarinn Óðinn þann súrastan saup, og sýndist þá ótryggur friður, er Hákon inn góði á knébeðinn kraup hjá krossfesta Gyðíngnum niður. Og( óhreinkast tók nú hið ásrunna blóð í Ynglínga goðbornu niðjum, er Olafur Tryggvason öndverður stóð í andskotaflokkinum miðjum. Hann lamdi og kúgaði sveit eptir sveit, unz sigur var Alföður þrotinn og eldgömlu salina auða hann leit og ölturin saurguð og brotin. Og nú sem í dróma iá Noregur þar og níðíngi geinginn til handa; en úti var kónglausa eyjan í mar, þar átti nú hríðin að standa. En þar bygðu dreingir, þótt þjóð væri smá, og þeim gat hann öruggur trúað, þvi eyjuna þeirra i æginum blá gat einginn í heiminum kúgað. Og þeim gat ei Olafur bruggað sitt böl með báli og hverskonar pínum og látið þá æpa og eingjast af kvöl til ununar guðunum sínum. þ>eir mundu að feðurnir létu þau lönd, er lýðfrægu hetjurnar ólu, og undu þá seglin við ættjarðar strönd og eilífu guðunum fólu. Og þeir leiddu drekana heila um haf með hersanna göfuga lýði, og óðulin fögru þeim Alfaðir gaf og eyjuna hvítu í víði. í áshelgum ljóma nú ísland þar stóð og ómaði af gígjunnar hreimi, og fár mundi ræna þá frjálsustu þjóð og fegursta vígið í heimi.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.